Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 525. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 798  —  525. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um auðlegðarskatt.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hversu stór hluti þeirra sem greiddu auðlegðarskatt á árinu 2012 (miðað við eignir 31. desember 2011) greiddi hærri upphæð samtals í opinber gjöld (tekjuskatt, útsvar, fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt, fasteignagjöld o.s.frv.) en nam heildartekjum þeirra á árinu 2011 (laun, lífeyrisgreiðslur, fjármagnstekjur)?
     2.      Hversu stór hluti þeirra sem greiddu auðlegðarskatt á árinu 2012 greiddi meira en 75% en minna en 100% af tekjum sínum 2011 í opinber gjöld?
     3.      Hversu stór hluti þeirra sem greiddu auðlegðarskatt á árinu 2012 greiddi meira en 50% en minna en 75% af tekjum sínum 2011 í opinber gjöld?
     4.      Hve stór hluti af þeim 20% sem greiddu hæstan auðlegðarskatt 2010 hafði skattalegt heimilisfesti á Íslandi í lok árs 2012? Hve stór hluti þeirra hafði flutt lögheimili sitt til annarra landa í lok árs 2012?


Skriflegt svar óskast.