Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 468. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 819  —  468. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum (tekjuöflunaraðgerðir, kjarasamningar, verðlagsbreytingar o.fl.).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (HHj, LRM, MSch, JBjarn, SkH).


     1.      Við bætist ný grein er verði 1. gr., svohljóðandi:
                      Orðin „íslenskum kvikmyndum“ í 2. málsl. 4. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna falla brott.
     2.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist ný grein, 48. gr. a, svohljóðandi:
                      Við álagningu opinberra gjalda skv. 95. gr. laga 90/2003, um tekjuskatt, skal leggja sérstakt vegagjald á virðisaukaskattsstofn bílaleiga, sbr. lög nr. 64/2000, um bílaleigur. Álagningin skal nema 1,5% af virðisaukaskattsskyldri veltu rekstrarársins á undan.
     3.      4. gr. orðist svo:
                      Við 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður sem verður 4. málsl., svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. skal ekki greiða skatt af vöxtum af lánasamningum, þ.m.t. sambankalánum, við erlend fjármálafyrirtæki sem skráðir eru á skipulegum verðbréfamarkaði enda séu ekki eignatengsl á milli greiðanda vaxtanna og móttakanda þeirra.
     4.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir greiði vinnuveitandi kostnað starfsmanna af ferðum til og frá vinnu samkvæmt samningi milli aðila séu nýttar til ferðanna almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur, þó ekki með vélknúnum ökutækjum, enda sé fjárhæðin ekki umfram viðmiðunarmörk samkvæmt mati ríkisskattstjóra.
     5.      5.–8. gr. falli brott.
     6.      10. gr. falli brott.
     7.      Á eftir 11. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (10. gr.)
                      Í stað orðanna „og 2012“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI í lögunum kemur: 2012 og 2013.
                  b.      (11. gr.)
                      Í stað orðanna „og 2012“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVII í lögunum kemur: 2012 og 2013.
     8.      Á eftir 13. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „og 2012“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XLIV í lögunum kemur: 2012 og 2013.
     9.      19. gr. orðist svo:
                      3. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
                      Lækkun á vörugjaldi sem gjaldanda hlotnast samkvæmt undanþáguflokki 1., 3. og 4. tölul. 2. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr., getur aldrei numið hærri fjárhæð en 1.250.000 kr. Lækkun á vörugjaldi sem gjaldanda hlotnast samkvæmt undanþáguflokki 2. tölul. 2. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr., getur aldrei numið hærri fjárhæð en 750.000 kr.
     10.      Á eftir 19. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við 5. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Bílaleigur sem hyggjast nýta lækkun á vörugjaldi samkvæmt undanþáguflokki 2. tölul. 2. mgr. þessarar greinar, sbr. 1. mgr. 3. gr., skulu standa skil á leyfisgjaldi bílaleiga sem njóta lækkaðra vörugjalda skv. 2. mgr. áður en lækkun vörugjalda er veitt.
                      Leyfisgjald bílaleiga sem njóta lækkaðra vörugjalda skal nema 1.750.000 kr. vegna innflutnings á allt að 35 ökutækjum á lækkuðu vörugjaldi á hverju almanaksári. Vegna innflutnings á allt að 250 ökutækjum á lækkuðu vörugjaldi á hverju almanaksári skal greiða 3.750.000 kr. en vegna innflutnings á fleiri en 250 ökutækjum á lækkuðu vörugjaldi á hverju almanaksári skal greiða 6.750.000 kr.
                      Tollstjóri skal innheimta gjaldið í fyrsta sinn sem viðkomandi bílaleiga óskar eftir niðurfellingu vörugjalda á því almanaksári. Óski bílaleiga eftir að flytja inn fleiri bíla en leyfi segir til um skal viðkomandi bílaleigu heimilt að greiða gjald sem nemur heildargjaldi að frádreginni þeirri fjárhæð sem greidd var fyrir fyrra leyfi á sama almanaksári.
     11.      20. og 21. gr. falli brott.
     12.      A- og b-liður 22. gr. falli brott.
     13.      29. og 31. gr. falli brott.
     14.      33. gr. falli brott.
     15.      35. gr. falli brott.
     16.      36. gr. orðist svo:
                 Á eftir 24. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 24. gr. a – 24. gr. d, svohljóðandi:
                  a.      (24. gr. a.)
                      Þrátt fyrir ákvæði 8. og 24. gr. skulu skjöl, sem fela í sér breytingar á skilmálum á fasteignaveðskuldabréfum einstaklinga, eða ný veðskuldabréf, sem gefin eru út til uppgreiðslu vanskila á fasteignaveðskuldabréfum einstaklinga, vera undanþegin greiðslu stimpilgjalds að því tilskildu að sömu aðilar séu að fasteignaveðskuldabréfinu og hinu nýja skjali. Undanþágan á ekki við þegar skilmálabreyting verður til þess að skjalið uppfyllir skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 24. gr.
                  b.      (24. gr. b.)
                      Þrátt fyrir ákvæði 24. og 26. gr. skal, þegar fasteignaveðskuldabréf einstaklings er endurnýjað með nýju fasteignaveðskuldabréfi sem kemur í stað þess eldra að hluta eða öllu leyti samkvæmt áritun á útgefnu skuldabréfi til endurfjármögnunar, ekki greiða stimpilgjald af þeim hluta nýja fasteignaveðskuldabréfsins sem svarar til uppreiknaðs virðis eldra fasteignaveðskuldabréfsins ásamt vanskilum. Er ákvæði þetta óháð því hvort um nýjan kröfuhafa er að ræða samkvæmt hinu nýja fasteignaveðskuldabréfi.
                  c.      (24. gr. c.)
                      Þrátt fyrir ákvæði 8. og 24. gr. skulu skjöl sem fela í sér breytingar á skilmálum á bílalánum einstaklinga vera undanþegin greiðslu stimpilgjalds, að því tilskildu að sömu aðilar séu að bílaláninu og hinu nýja skjali.
                  d.      (24. gr. d.)
                      Þrátt fyrir ákvæði 24. og 26. gr. skal, þegar bílalán einstaklings er endurnýjað með nýju bílaláni sem kemur í stað þess eldra, ekki greiða stimpilgjald af þeim hluta nýja bílalánsins sem svarar til uppreiknaðs virðis eldra bílalánsins ásamt vanskilum. Er ákvæði þetta óháð því hvort um nýjan kröfuhafa er að ræða samkvæmt hinu nýja bílaláni.
     17.      39. gr. falli brott.
     18.      40. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
                  a.      1., 6., 7., 9., 17.–24., 28., 29. og 33. gr. öðlast gildi 1. janúar 2013.
                  b.      2. gr. öðlast gildi 1. september 2013 og tekur til afhendingar og útleigu hótel- og gistiherbergja og annarrar gistiþjónustu frá og með þeim degi.
                  c.      3. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 2013 vegna virðisaukaskattsskyldrar veltu rekstrarársins á undan.
                  d.      4., 10.–15., 25.–27., 30., 32. og 34. gr. öðlast þegar gildi.
                  e.      5. gr. öðlast gildi 1. janúar 2013 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2013 og álagningu á árinu 2014.
                  f.      8. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2013.
                  g.      16. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda í staðgreiðslu vegna launagreiðslna frá og með 1. janúar 2013.
                  h.      31. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2013 vegna tekna ársins 2012.