Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 216. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 916  —  216. mál.

2. umræða.


Breytingartillagavið frumvarp til laga um útgáfu og meðferð rafeyris.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Orðin „og fjárhæð sem geymd er á miðlinum á hverjum tíma fari ekki yfir 100.000 kr.“ í a-lið 2. gr. falli brott.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Á eftir 1. tölul. komi tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                2.     Dreifingaraðili: Aðili sem veitir þjónustu í formi sölu og dreifingar rafeyris fyrir hönd útgefanda og hefur ekki með höndum greiðsluþjónustu í skilningi laga nr. 120/2011, um greiðsluþjónustu.
                3.     Greiðslumiðill: Hvers kyns persónubundinn búnaður og/eða verklag sem greiðsluþjónustuveitandi og notandi greiðsluþjónustu koma sér saman um og notandinn notar til að gefa greiðslufyrirmæli.
                  b.      Í stað orðsins „dreifa“ í 5. tölul. komi: selja.
     3.      Við 7. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist: að teknu tilliti til heimilda til gjaldtöku vegna innlausnarinnar, sbr. 8. gr.
                  b.      Við bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                      Um fyrningu krafna vegna rafeyris fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda.
     4.      Í stað orðanna „á grundvelli lýsandi hlutar sem ætla má að notaður sé til útgáfu rafeyris, að því tilskildu að hægt sé að meta slíkan lýsandi hlut“ í 5. mgr. 13. gr. komi: á grundvelli lýsandi hlutfalls sem ætla má að notað sé til útgáfu rafeyris, að því tilskildu að hægt sé að meta slíkt lýsandi hlutfall.
     5.      Við 14. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „rafeyrisfyrirtækjum“ í 3. mgr. komi: og mat á hæfi virks eiganda.
                  b.      4. mgr. orðist svo:
                      Fjármálaeftirlitið skal setja nánari viðmið um þær upplýsingar sem greina þarf í tilkynningu.
     6.      2. mgr. 18. gr. orðist svo:
                      Fjármálaeftirlitið setur nánari viðmið um þær upplýsingar sem greina þarf í umsókn, svo og nauðsynleg fylgigögn, til þess að umsókn teljist fullnægjandi.
     7.      2. mgr. 19. gr. falli brott.
     8.      Orðin „hluthafa eða“ í 5. mgr. 20. gr. falli brott.
     9.      Við 1. mgr. 23. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið setur reglur um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir og venjur.
     10.      Í stað orðsins „forgangskröfur“ í 4. mgr. 25. gr. komi: sértökukröfur.
     11.      Við 3. mgr. 26. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í reglunum skal tekið tillit til eðlis starfsemi fyrirtækis og umfangs reksturs.
     12.      2. mgr. 28. gr. orðist svo:
                      Fjármálaeftirlitið skal hafa samstarf við lögbær yfirvöld í aðildarríkjum um framkvæmd eftirlits með starfsemi umboðsaðila, útibúa og útvistunaraðila hér á landi á vegum rafeyrisfyrirtækja sem fengið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum sem gilda um starfsemi rafeyrisfyrirtækja í þeim ríkjum.
     13.      Á eftir 31. gr. komi ný grein sem orðist svo ásamt fyrirsögn:

Starfsemi utan Evrópska efnahagssvæðisins.

                      Hyggist rafeyrisfyrirtæki veita þjónustu samkvæmt lögum þessum í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það fyrir fram. Í tilkynningu skal koma fram heiti og heimilisfang fyrirtækis, hvaða ríki á í hlut og í hverju fyrirhuguð þjónusta sé fólgin, auk annarra upplýsinga sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar þar að lútandi.
                      Fjármálaeftirlitið getur bannað starfsemi skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun eða fjárhagsstaða hlutaðeigandi rafeyrisfyrirtækis sé ekki nægilega traust. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er.
     14.      Í stað orðanna „að opna útibú hér á landi“ í 1. mgr. 34. gr. komi: að veita þjónustu eða opna útibú hér á landi.
     15.      Við 35. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Fjármálaeftirlitið getur sett reglur um hvaða skilyrði innri eftirlitskerfi umboðsaðila þurfa að uppfylla og hvernig skal meta hæfi stjórnenda skv. 1. mgr. Í reglunum skal tekið tillit til eðlis starfsemi og umfangs reksturs.
     16.      Í stað orðanna „að lágmarki í fimm ár“ í 39. gr. komi: að lágmarki í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs.
     17.      Í stað orðanna „1. janúar 2013“ í 45. gr. komi: 1. apríl 2013.
     18.      Við 46. gr.
                  a.      Í stað orðanna „aðeins er hægt að nota hérlendis“ í b-lið 2. tölul. komi: einungis er notaður í greiðslur innan sama lands.
                  b.      C-liður 2. tölul. orðist svo: Á eftir orðinu „greiðslustofnunar“ í 1. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: rafeyrisfyrirtækis.
                  c.      B-liður 4. tölul. falli brott.
                  d.      C-liður 4. tölul. verði f-liður og orðist svo: Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ákvæði laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, gilda um mat á hæfi aðila til að fara með virkan eignarhlut í greiðslustofnunum og mat á hæfi virks eiganda eftir því sem við á. Fjármálaeftirlitið skal setja nánari viðmið um þær upplýsingar sem greina þarf í tilkynningu.
                  e.      Á eftir g-lið 4. tölul. komi tveir nýir liðir, svohljóðandi:
                      g.      Við 1. mgr. 17. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið setur reglur um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir og venjur.
                      h.      Í stað orðsins „forgangskröfur“ í 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: sértökukröfur.
                  f.      Á eftir d-lið i-liðar 4. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi:
                  e. (23. gr. d.)

Starfsemi utan Evrópska efnahagssvæðisins.

                      Hyggist greiðslustofnun veita þjónustu samkvæmt lögum þessum í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það fyrir fram. Í tilkynningu skal koma fram heiti og heimilisfang fyrirtækis, hvaða ríki á í hlut og í hverju fyrirhuguð þjónusta sé fólgin, auk annarra upplýsinga sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar þar að lútandi.
                      Fjármálaeftirlitið getur bannað starfsemi skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun eða fjárhagsstaða hlutaðeigandi greiðslustofnunar sé ekki nægilega traust. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er.
                  g.      Í stað orðanna „að opna útibú hér á landi“ í 1. mgr. f-liðar (23. gr. e) i-liðar 4. tölul. komi: að veita þjónustu eða opna útibú hér á landi.
                  h.      Við bætist nýr töluliður sem orðist svo: Lög nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda:
                      Á eftir 4. gr. laganna kemur ný grein, 4. gr. a, er orðast svo:
                      Krafa vegna rafeyris í skilningi laga um útgáfu og meðferð rafeyris fyrnist á 20 árum frá samningslokum.
                      Krafa skv. 1. mgr. fyrnist þó því aðeins að viðtakandi fjármuna veki athygli rétthafa, tímanlega og á sannanlegan hátt, á að krafan sé að fyrnast.