Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 542. máls.
Þingskjal 918 — 542. mál.
a. Við 1. málsl. bætist: eða innflutning á vörum.
b. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrirtæki telst erlent í skilningi þessarar málsgreinar þegar aðili hefur hvorki búsetu né starfsstöð hér á landi.
Annars vegar var um að ræða skilgreiningu í 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt þar sem hugtakið „rafrænt afhent þjónusta“ kom í stað orðsins „tölvuþjónusta“. Breytingin var lögð til með vísan til þróunar sem átt hafði sér stað á sviði rafrænna viðskipta og rafrænnar þjónustusölu og með henni var meðal annars tryggt að útflutningur á rafrænt afhentri þjónustu teldist ekki til skattskyldrar veltu. Hugtakinu var ætlað að afmarka hvað teldist til afhendingar á rafrænni þjónustu, m.a. hjá gagnaverum.
Hins vegar var bætt við lögin nýrri grein, 42. gr. A, sem ætlað var að undanþiggja innflutning á netþjónum og tengdum búnaði álagningu virðisaukaskatts þegar innflytjandi teldist ekki vera með eiginlega starfsemi hér á landi.
Við fyrrnefndu breytinguna var meðal annars tekið mið af fyrirmynd tilskipunar 2006/ 112/EB um virðisaukaskatt. Í meðförum þingsins kom fram breytingartillaga við frumvarpið sem fól það í sér að rafrænt afhent þjónusta teldist ávallt nýtt þar sem kaupandi hennar hefði búsetu eða starfsstöð og það sama skyldi gilda um sölu gagnavera á hvers kyns blandaðri þjónustu til kaupenda sem búsettir væru erlendis og hefðu ekki fasta starfsstöð hér á landi. Sú tillaga var samþykkt.
Líkt og kom fram í áliti efnahags- og viðskiptanefndar um málið var Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnt um framangreindar breytingar í því skyni að leita staðfestingar á því að ekki væri um að ræða tilkynningarskylda ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993. Var því ráðgert að ákvæðin tvö kæmu til framkvæmda 1. maí 2011.
Íslensk stjórnvöld hafa frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi átt í viðræðum við ESA vegna ákvæðanna tveggja, fyrst í svokölluðu fortilkynningarferli en svo í eiginlegu tilkynningarferli, sem hófst með því að stofnuninni var formlega tilkynnt um ákvæðin tvö og röksemdir fyrir því að þau samrýmdust skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum.
Seint á haustmánuðum 2012 varð ljóst að ESA teldi vafa leika á um að sá hluti breytinganna sem snýr að blandaðri þjónustu annars vegar og innflutningi á netþjónum og tengdum búnaði hins vegar samrýmdist reglum EES um ríkisaðstoð þar sem ákvæðin kynnu að teljast sértækar ráðstafanir í skilningi reglnanna. Er því talið heppilegra að afnema framangreind ákvæði og leggja í stað þess til breytingu á 3. mgr. 43. gr. laganna þannig að ákvæðið nái einnig almennt til heimildar erlendra fyrirtækja sem ekki eru með eiginlega starfsemi hér á landi til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna innflutnings á vörum að sömu skilyrðum uppfylltum og eru nú tiltekin í reglugerð nr. 288/1995, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja. Umrædd breyting á ákvæðinu samrýmist þeim almenna tilgangi laga um virðisaukaskatt að um neysluskatt sé að ræða sem borinn verður af endanlegum neytanda viðkomandi vöru eða þjónustu.
Þegar á heildina er litið hefur tillaga frumvarpsins jákvæð áhrif á viðskiptaumhverfi íslenskra gagnavera gagnvart erlendum viðskiptavinum, þó að nálgunin sé önnur en sú sem er að finna í gildandi ákvæðum sem felld verða brott samkvæmt frumvarpinu.
1. Að virðisaukaskattur sem umsókn tekur til varði atvinnustarfsemi sem aðili rekur erlendis.
2. Að starfsemi hins erlenda fyrirtækis væri skráningarskyld samkvæmt lögum um virðisaukaskatt ef hún væri rekin hér á landi.
3. Að um sé að ræða virðisaukaskatt sem skráður aðili hér á landi gæti talið til innskatts eftir ákvæðum 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Þá er í greininni skilgreint hvað teljist erlent fyrirtæki í skilningi þessa ákvæðis til að taka af öll tvímæli.
Fylgiskjal.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra nam velta gagnavera hér á landi sem undanþegin var virðisaukaskatti á árinu 2012 samtals 33,3 m.kr. Ef þessi velta hefði verið skattskyld hefði virðisaukaskattur af henni numið 8,5 m.kr. Ráðuneytið hefur ekki undir höndum tölulegar upplýsingar um það hvernig þessi velta skiptist milli rafrænt afhentrar þjónustu annars vegar og sölu á blandaðri þjónustu til erlendra aðila hins vegar. En miðað við það sem hér er lagt til, þ.e. að sala gagnavera á blandaðri þjónustu til erlendra aðila verði ekki undanþegin virðisaukaskatti, er ekki ástæða til að ætla annað en að um óverulega hækkun á tekjum ríkissjóðs af virðisaukaskatti verði að ræða. Eins hefur, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, aðeins eitt tilvik komið upp á síðustu tveimur árum sem varðar endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna innflutnings á netþjónum og nam endurgreiðslan tæplega 1 m.kr.
Niðurstaða þessa kostnaðarmats er því sú að lögfesting frumvarpsins hafi í för með sér óveruleg áhrif til hækkunar á tekjum ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir að beiðnir um endurgreiðslu virðisaukaskatts af innflutningi erlendra fyrirtækja á vörum muni falla að verkferlum sem þegar eru til staðar hjá embætti ríkisskattstjóra og valda óverulegum viðbótarútgjöldum.
Þingskjal 918 — 542. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,
með síðari breytingum (gagnaver).
(Lagt fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013.)
1. gr.
2. gr.
3. gr.
a. Við 1. málsl. bætist: eða innflutning á vörum.
b. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrirtæki telst erlent í skilningi þessarar málsgreinar þegar aðili hefur hvorki búsetu né starfsstöð hér á landi.
4. gr.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Annars vegar var um að ræða skilgreiningu í 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt þar sem hugtakið „rafrænt afhent þjónusta“ kom í stað orðsins „tölvuþjónusta“. Breytingin var lögð til með vísan til þróunar sem átt hafði sér stað á sviði rafrænna viðskipta og rafrænnar þjónustusölu og með henni var meðal annars tryggt að útflutningur á rafrænt afhentri þjónustu teldist ekki til skattskyldrar veltu. Hugtakinu var ætlað að afmarka hvað teldist til afhendingar á rafrænni þjónustu, m.a. hjá gagnaverum.
Hins vegar var bætt við lögin nýrri grein, 42. gr. A, sem ætlað var að undanþiggja innflutning á netþjónum og tengdum búnaði álagningu virðisaukaskatts þegar innflytjandi teldist ekki vera með eiginlega starfsemi hér á landi.
Við fyrrnefndu breytinguna var meðal annars tekið mið af fyrirmynd tilskipunar 2006/ 112/EB um virðisaukaskatt. Í meðförum þingsins kom fram breytingartillaga við frumvarpið sem fól það í sér að rafrænt afhent þjónusta teldist ávallt nýtt þar sem kaupandi hennar hefði búsetu eða starfsstöð og það sama skyldi gilda um sölu gagnavera á hvers kyns blandaðri þjónustu til kaupenda sem búsettir væru erlendis og hefðu ekki fasta starfsstöð hér á landi. Sú tillaga var samþykkt.
Líkt og kom fram í áliti efnahags- og viðskiptanefndar um málið var Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnt um framangreindar breytingar í því skyni að leita staðfestingar á því að ekki væri um að ræða tilkynningarskylda ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993. Var því ráðgert að ákvæðin tvö kæmu til framkvæmda 1. maí 2011.
Íslensk stjórnvöld hafa frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi átt í viðræðum við ESA vegna ákvæðanna tveggja, fyrst í svokölluðu fortilkynningarferli en svo í eiginlegu tilkynningarferli, sem hófst með því að stofnuninni var formlega tilkynnt um ákvæðin tvö og röksemdir fyrir því að þau samrýmdust skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum.
Seint á haustmánuðum 2012 varð ljóst að ESA teldi vafa leika á um að sá hluti breytinganna sem snýr að blandaðri þjónustu annars vegar og innflutningi á netþjónum og tengdum búnaði hins vegar samrýmdist reglum EES um ríkisaðstoð þar sem ákvæðin kynnu að teljast sértækar ráðstafanir í skilningi reglnanna. Er því talið heppilegra að afnema framangreind ákvæði og leggja í stað þess til breytingu á 3. mgr. 43. gr. laganna þannig að ákvæðið nái einnig almennt til heimildar erlendra fyrirtækja sem ekki eru með eiginlega starfsemi hér á landi til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna innflutnings á vörum að sömu skilyrðum uppfylltum og eru nú tiltekin í reglugerð nr. 288/1995, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja. Umrædd breyting á ákvæðinu samrýmist þeim almenna tilgangi laga um virðisaukaskatt að um neysluskatt sé að ræða sem borinn verður af endanlegum neytanda viðkomandi vöru eða þjónustu.
Þegar á heildina er litið hefur tillaga frumvarpsins jákvæð áhrif á viðskiptaumhverfi íslenskra gagnavera gagnvart erlendum viðskiptavinum, þó að nálgunin sé önnur en sú sem er að finna í gildandi ákvæðum sem felld verða brott samkvæmt frumvarpinu.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Um 2. gr.
Um 3. gr.
1. Að virðisaukaskattur sem umsókn tekur til varði atvinnustarfsemi sem aðili rekur erlendis.
2. Að starfsemi hins erlenda fyrirtækis væri skráningarskyld samkvæmt lögum um virðisaukaskatt ef hún væri rekin hér á landi.
3. Að um sé að ræða virðisaukaskatt sem skráður aðili hér á landi gæti talið til innskatts eftir ákvæðum 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Þá er í greininni skilgreint hvað teljist erlent fyrirtæki í skilningi þessa ákvæðis til að taka af öll tvímæli.
Um 4. gr.
Fylgiskjal.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988,
um virðisaukaskatt, með síðari breytingum (gagnaver).
Samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra nam velta gagnavera hér á landi sem undanþegin var virðisaukaskatti á árinu 2012 samtals 33,3 m.kr. Ef þessi velta hefði verið skattskyld hefði virðisaukaskattur af henni numið 8,5 m.kr. Ráðuneytið hefur ekki undir höndum tölulegar upplýsingar um það hvernig þessi velta skiptist milli rafrænt afhentrar þjónustu annars vegar og sölu á blandaðri þjónustu til erlendra aðila hins vegar. En miðað við það sem hér er lagt til, þ.e. að sala gagnavera á blandaðri þjónustu til erlendra aðila verði ekki undanþegin virðisaukaskatti, er ekki ástæða til að ætla annað en að um óverulega hækkun á tekjum ríkissjóðs af virðisaukaskatti verði að ræða. Eins hefur, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, aðeins eitt tilvik komið upp á síðustu tveimur árum sem varðar endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna innflutnings á netþjónum og nam endurgreiðslan tæplega 1 m.kr.
Niðurstaða þessa kostnaðarmats er því sú að lögfesting frumvarpsins hafi í för með sér óveruleg áhrif til hækkunar á tekjum ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir að beiðnir um endurgreiðslu virðisaukaskatts af innflutningi erlendra fyrirtækja á vörum muni falla að verkferlum sem þegar eru til staðar hjá embætti ríkisskattstjóra og valda óverulegum viðbótarútgjöldum.