Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 546. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 923  —  546. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hvaða nefndir, þ.m.t. ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa, hefur ráðuneytið sett á stofn á tímabilinu 20. mars 2012 – 20. janúar 2013?
     2.      Hvað sitja margir í framangreindum nefndum? Hvert er hlutverk þeirra, er skipun þeirra samkvæmt heimild eða fyrirmælum í lögum, hver er skipunartíminn og hverjar þeirra hafa lokið störfum? Hver er launakostnaðurinn, sundurliðaður eftir nefndum?
     3.      Hvað hefur hver nefnd marga starfsmenn, hver er launakostnaður þeirra og eru einhverjir starfsmenn þeirra verktakar og ef svo er, hvað heita þeir og hvað hafa þeir fengið greitt úr ríkissjóði?
    Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða einstaklingar hafa verið skipaðir, tilnefndir eða valdir með öðrum hætti til setu í þessum nefndum, ráðum, verkefnisstjórnum og starfshópum, hver hafi skipað eða eftir atvikum tilnefnt þá og hvort störfin eru launuð eða ólaunuð.


Skriflegt svar óskast.