Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 563. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 953  —  563. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um fullgildingu Íslands á samningi Evrópuráðsins
um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

Frá Þuríði Backman.


     1.      Hvað líður fullgildingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi (CETS nr. 210, undirritaður í Istanbúl í maí 2011) af Íslands hálfu og hvenær er fyrirhugað að henni verði lokið af hálfu íslenskra stjórnvalda?
     2.      Hefur efnisleg greining á áhrifum samningsins farið fram? Ef svo er, bendir hún til þess að geri þurfi umtalsverðar laga- eða skipulagsbreytingar áður en samningurinn er fullgiltur og þá á hvaða sviðum?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Fyrirspurnin er lögð fram af formanni Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, sem er jafnframt fulltrúi Íslands í tengslaneti þingmanna gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, í framhaldi af skriflegu svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins (þingskjal 472 í 312. máli).