Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 131. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 960  —  131. mál.

3. umræða.


Nefndarálit



um frumvarp til laga um rannsókn samgönguslysa.


Frá minni hluta umhverfis- og samgöngunefndar.



    Nefndin fjallaði um málið að nýju eftir 2. umræðu og fékk á sinn fund Jón A. Ingólfsson og Inga Tryggvason frá rannsóknarnefnd sjóslysa.
    Á þessu stigi málsins leggst minni hlutinn eindregið gegn sameiningu rannsóknarnefnda flug-, sjó- og umferðarslysa. Þrátt fyrir að gerðar hafi verið breytingar á frumvarpinu frá því að það kom fyrst fram á 138. þingi hefur ekki verið komið nægilega til móts við réttmætar athugasemdir umsagnaraðila. Þannig hefur sjálfstæði nefndanna ekki verið tryggt og engin trygging verið veitt gegn því að þekking nefndarmanna þrengist ekki um of.
    Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi, þ.e. með þremur sjálfstæðum rannsóknarnefndum, er mikil sérfræðiþekking tryggð innan nefndanna og þær þurfa sjaldan að leita sérfræðiþekkingar utan sinna raða. Með einni sameinaðri nefnd aukast líkur á því að leita þurfi til sérfræðinga utan nefndarinnar með tilheyrandi kostnaðarauka. Verður að telja miklar líkur á því að kostnaður við rannsóknirnar sjálfar aukist til muna verði nefndirnar sameinaðar. Hins vegar mætti vel skoða það að setja allar nefndirnar undir eina stofnun, þ.e. sameina stjórnsýslu nefndanna og hafa þær allar á sama stað þannig að samnýta mætti t.d. húsnæði, starfsmenn og tækjabúnað. Með slíkri leið mætti ná fram sparnaði í rekstri.
    Núverandi fyrirkomulag rannsóknarnefndanna er faglegt, hefur reynst vel og almennt ríkir ánægja með það. Óhætt er að fullyrða að nefndirnar njóti almenns trausts, þ.m.t. hjá þeim aðilum sem nefndirnar þurfa að afla upplýsinga frá. Engin trygging er fyrir því að svo verði áfram heldur virðast þvert á móti komnar fram sterkar vísbendingar um að í ljósi efnis frumvarpsins muni ánægja með fyrirkomulagið þverra.
    Að áliti minni hlutans munu veikleikar málsins leiða til þess að örðugt verður að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með frumvarpinu.

Alþingi, 28. janúar 2013.

Ásbjörn Óttarsson.

Fylgiskjal I.


Umsögn rannsóknarnefndar flugslysa.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.


Umsögn rannsóknarnefndar sjóslysa.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Fylgiskjal III.


Umsögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Samtaka verslunar og þjónustu, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Samtaka iðnaðarins,
Samtaka atvinnulífsins, Landssambands íslenskra útvegsmanna,
Sjómannasambands Íslands og VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna.
(24. október 2012.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.