Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 553. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 978  —  553. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um verktakasamninga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir hafa starfað á verktakasamningum í ráðuneytinu á tímabilinu 1. maí 2011 til 20. janúar 2013?
    Ráðuneytið hefur afmarkað fyrirspurnina og miðað við aðkeypta sérfræðiþjónustu þar sem samningar hafa verið gerðir og að viðkomandi sérfræðingur/verktaki hafi haft starfsstöð í ráðuneytinu.
    Í forsætisráðuneytinu hefur einn ráðgjafi á sviði efnahagsmála starfað samkvæmt samningi í ráðuneytinu tímabundið tvo mánuði á umræddu tímabili og að auki tveir sérfræðingar tímabundið í u.þ.b. þrjá mánuði við skráningu í geymsluskrá og pökkun skjala vegna nefndarstarfs til afhendingar Þjóðskjalasafni.