Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 535. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 983  —  535. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um
tekjur sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu hátt hlutfall tekna sveitarfélaga sl. 5 ár kemur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hversu há er fjárhæðin í hverju tilviki? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum í röð eftir hlutfalli.

    Við útreikning á hversu hátt hlutfall tekna sveitarfélaga kemur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er annars vegar tekið mið af heildarframlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sveitarfélaga á árunum 2007 til og með 2011 og hins vegar af samtölu skatttekna sveitarfélaga er samanstanda af útsvari, fasteignaskatti og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
    Fundnar eru út tekjur hvers sveitarfélags af útsvari, fasteignasköttum og vegna framlaga jöfnunarsjóðs. Upplýsingar um útsvarstekjur og fasteignaskattstekjur byggja á ársreikningum sveitarfélaga sem birtir eru á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tekjur sveitarfélaga vegna framlaga úr jöfnunarsjóði byggja á upplýsingum um samtölu framlaga sjóðsins til sveitarfélaga eftir árum eins og þær birtast á vefsíðu sjóðsins jofnunarsjodur.is.
    Í fylgiskjali I kemur fram hvert hlutfall framlaga jöfnunarsjóðs er af heildarskatttekjum sveitarfélaga árin 2007–2011. Er sveitarfélögunum raðað þannig að þau sem hafa hæstar hlutfallslegar tekjur úr jöfnunarsjóði koma fyrst.
    Í fylgiskali II eru sömu hlutföll birt en sveitarfélögunum raðað eftir númerum sveitarfélaga.
    Við yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011 jukust tekjur sveitarfélaga til muna, einkum þeirra stærstu sem mynda sérstakt þjónustusvæði eða eru leiðandi í þjónustunni. Útsvar sveitarfélaga var hækkað um 1,2 prósentustig við yfirfærsluna og renna 0,25 prósentustig af þeirri hækkun beint til einstakra sveitarfélaga/þjónustusvæða en 0,95 prósentustig renna til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem annast jöfnunaraðgerðir í tengslum við yfirfærsluna.
    Í aðdraganda yfirfærslunnar voru mynduð 15 þjónustusvæði á vegum sveitarfélaga sem sjá um rekstur á þjónustu við fatlað fólk. Myndun þjónustusvæðanna hefur það í för með sér að ekki er í öllum tilfellum hægt að rekja framlög jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðs fólks beint til einstakra sveitarfélaga. Þjónustusvæði eru í sumum tilfellum eitt sveitarfélag en í öðrum tilfellum hafa mörg sveitarfélög tekið sig saman um rekstur málaflokksins. Þar sem sveitarfélögin hafa tekið sig saman um reksturinn eru framlög sjóðsins ýmist greidd til leiðandi sveitarfélags á svæðinu eða til byggðasamlags. Upplýsingar um hversu hátt hlutfall skatttekna sveitarfélaga kemur úr jöfnunarsjóði eru því birtar á tvo mismunandi vegu hvað árið 2011 varðar. Annars vegar án framlaga vegna yfirfærslunnar og hins vegar þar sem tekið er tillit til framlaga vegna yfirfærslunnar. Þar sem tekið er tillit til framlaga vegna yfirfærslunnar eru framlög jöfnunarsjóðs vegna hennar sögð renna til þess sveitarfélags sem hefur mesta umfangið innan þjónustusvæðis.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Fylgiskjal I.

Hlutfall framlaga jöfnunarsjóðs af heildarskatttekjum sveitarfélaga 2007–2011 (þús. kr.).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fylgiskjal II.     

Hlutfall framlaga jöfnunarsjóðs af heildarskatttekjum eftir nr. sveitarfélaga 2007–2011 (þús. kr.).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.