Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 587. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 1001  —  587. mál.
Breytt orðalag.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um hælisleitendur.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hver er staða mála varðandi þá hælisleitendur sem hafa brotið af sér hér á landi með tilraunum til að komast ólöglega um borð í skip sem sigla til Ameríku?
     2.      Urðu einhver eftirmál í alþjóðaflugsamfélaginu varðandi Keflavíkurflugvöll þegar tveir hælisleitendur komust óséðir um borð í flugvél fram hjá öllum öryggisþáttum?
     3.      Hafa stjórnvöld ákært eða vísað úr landi þeim aðilum sem eru skráðir hælisleitendur og eru að reyna að flýja Ísland? Ef ekki, hvers vegna er það ekki gert?
     4.      Með hvaða hætti hyggst ráðherra stemma stigu við þeirri þróun að sífellt fleiri koma ólöglega til landsins og óska eftir hæli hér á landi þó að sumir þeirra segist eingöngu líta á Ísland sem „stökkpall“ til annarra landa?
     5.      Hvers vegna eru umsóknir hælisleitenda ekki felldar niður um leið og þeir brjóta landslög og þeim skilyrðislaust vísað úr landi?
     6.      Hefur verið svarað bréfum og fyrirspurnum stjórnenda Eimskips til ráðuneytisins um vanda fyrirtækisins varðandi tilraunir hælisleitenda til að komast í skip og ef ekki, hvers vegna ekki?
     7.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við þrýstingi frá bandarískum yfirvöldum um að íslensk yfirvöld hækki vástig hafna á stig 2 og hugmyndum um að banna íslenskum skipum hugsanlega að hafa viðkomu í Bandaríkjunum?
     8.      Hefur ráðherra skoðað þann möguleika að hælisleitendur sem framið hafa húsbrot hjá skipafélögunum beri ökklabönd sem sýni staðsetningu þeirra þannig að hægt sé að aðvara lögreglu ef þeir nálgast hafnarsvæði eða millilandaflugvelli á grunni 29. gr. laga nr. 96/2002?


Skriflegt svar óskast.