Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 598. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1017  —  598. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á eignarhlut ríkisins í Símanum.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hvert var umsamið kaupverð við sölu á eignarhlut ríkisins í Símanum? Hversu mikið af því var greitt, hvenær bárust greiðslur og í hvaða formi voru þær? Svar óskast sundurliðað.
     2.      Var staðið í einu og öllu við gerðan kaupsamning af hálfu kaupenda við sölu á eignarhlut ríkisins? Ef ekki, hvaða skýringar gáfu kaupendur og hver varð staða þeirra gagnvart seljanda í kjölfarið?
     3.      Héldu kaupendur í einhverjum tilfellum eftir eignum án þess að greiða fyrir þær?


Skriflegt svar óskast.