Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 517. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1022  —  517. mál.
Svarinnanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar um hleranir frá ársbyrjun 2008.


    Það er ríkissaksóknari sem fer með eftirlit með símahlustunum og öðrum sambærilegum úrræðum sem tilgreind eru í XI. kafla laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Óskaði ráðuneytið með bréfi, dags. 28. desember 2012, að ríkissaksóknari veitti þær upplýsingar um hleranir sem farið er fram á í fyrirspurninni. Í svari ríkissaksóknara, dags. 7. janúar 2013, taldi hann rétt að ráðuneytið aflaði upplýsinga um 1.–3. tölul. fyrirspurnarinnar hjá dómstólaráði og um 4., 5., 8. og 9. tölul. hjá lögreglustjórum og embætti sérstaks saksóknara, enda hafi ríkissaksóknari ekki yfir að ráða þeim upplýsingum sem þar sé óskað.
    Í svari ríkissaksóknara kemur fram að hann telji einsýnt að sumum liðum fyrirspurnarinnar sé ekki unnt að svara. Eigi þetta einkum við um 6. og 7. tölul., en gögn varðandi hlustanir séu ekki greind niður á þann veg að unnt sé að svara því sem þar er spurt um. Tekur ríkissaksóknari fram að heimilt sé að framkvæma hlustun hjá lögmönnum eins og hverjum öðrum, að uppfylltum lagaskilyrðum um úrskurð dómara o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega um hlustanir sem beinast að þeirri starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa í huga þagnarskylduákvæði 3. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála og 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996. Þá bendir ríkissaksóknari á að sérstaklega sé um það fjallað í 1. mgr. 85. gr. laga nr. 88/2008 að eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn.
    Að lokum tekur ríkissaksóknari fram í svari sínu að um framkvæmd hlustana sé fjallað í XI. kafla laga nr. 88/2008. Þar komi m.a. fram að hlustun sé ákveðin með úrskurði dómara og að hún megi ekki standa lengur en í fjórar vikur hverju sinni, sbr. 4. tölulið fyrirspurnarinnar. Þá bendir ríkissaksóknari á, varðandi 8. og 9. tölul. fyrirspurnarinnar, að 2. mgr. 85. gr. laga nr. 88/2008 kveður á um að tilkynningu til þess sem hlustun beinist að eigi að senda svo fljótt sem verða má eftir lok aðgerðar, þó þannig að það skaði ekki frekari rannsókn málsins. Ríkissaksóknari hafi eftirlit með að lögreglustjórar sinni þessari skyldu sinni.
    Með vísan til framangreinds óskaði ráðuneytið með bréfum, dags. 8. janúar 2013, upplýsinga hjá dómstólaráði um 1.–3. tölul. fyrirspurnarinnar, og hjá lögreglustjórum og embætti sérstaks saksóknara um 4., 5., 8. og 9. tölul. Þá var einnig óskað eftir upplýsingum hjá embætti ríkislögreglustjóra vegna 4., 5., 8. og 9. tölul., en símhleranir voru á sínum tíma framkvæmdar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Svör bárust frá öllum aðilum og eru þau birt undir einstökum liðum fyrirspurnarinnar.
    Vakin er athygli á að fyrirspurnin lýtur að hluta til að sama efni og fyrirspurn á 139. löggjafarþingi, sbr. þingskjal 1513, 840. mál.

     1.      Hversu oft hefur verið beðið um heimild til hlerunar frá ársbyrjun 2008, flokkað eftir mánuðum?
     2.      Hversu oft á framangreindu tímabili hefur heimild verið veitt til símahlustunar á grundvelli laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, sundurgreint eftir dómstólum og lagaákvæðum sem vísað var til við rökstuðning beiðni?
     3.      Hversu oft hefur verið synjað um heimild til hlerunar, sundurgreint eftir dómstólum og ástæðum synjunar ef þær liggja fyrir?
    Vakin er athygli á því að ekki er unnt að kalla fram sundurliðun upplýsinga vegna hlerana í málaskrám dómstólanna. Þær upplýsingar liggja því ekki fyrir í öllum svörunum.

Héraðsdómur Austurlands.
    Héraðsdómur Austurlands fékk fimm beiðnir um hleranir á umræddum árafjölda. Engum beiðnum var hafnað en þrjár heimildir voru veittar árið 2008 á grundvelli a-liðar 86. gr., sbr. 87. gr. laga nr. 19/1991, tvær voru veittar árið 2010 á grundvelli 81. gr., sbr. 83. gr. og 84. gr. laganna. Sjá nánari skiptingu eftir mánuðum í eftirfarandi töflu.

Héraðsdómur Austurlands jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
2008 3 3
2009
2010 2 2
2011
2012
Samtals 3 2 5

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
    Héraðsdómur Norðurlands eystra fékk 16 beiðnir um hleranir á umræddum árafjölda. Engum beiðnum var hafnað en fjórar heimildir voru veittar árið 2010, átta árið 2011 og fjórar á árinu 2012. Sjá nánari skiptingu eftir mánuðum í eftirfarandi töflu.

Héraðsdómur Norðurlands eystra jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
2008
2009
2010 3 1 4
2011 2 4 2 8
2012 1 2 1 4
Samtals 5 5 2 1 2 1 16

Héraðsdómur Norðurlands vestra.
    Héraðsdómur Norðurlands vestra fékk engar beiðnir um hleranir á umræddum árafjölda. Tveir úrskurðir voru veittir þar sem krafist var upplýsinga um símanúmer og eigendur þeirra, svo og samskipti með SMS.

Héraðsdómur Reykjaness.
    Héraðsdómur Reykjaness fékk 462 beiðnir um hleranir á umræddum árafjölda. Ein beiðni var afturkölluð í febrúar 2010. Á árinu 2008 voru 114 heimildir veittar, 127 árið 2009, 108 árið 2010, 76 árið 2011 og 36 á árinu 2012. Málaskráin veitir ekki upplýsingar um lagaheimildir til hlerunar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Sjá nánari skiptingu eftir mánuðum í eftirfarandi töflu.

Héraðsdómur Reykjaness jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
2008 13 15 1 6 3 5 40 8 10 4 9 114
2009 5 9 9 19 10 7 13 3 8 16 17 11 127
2010 8 18 18 7 13 1 6 5 13 10 9 108
2011 7 9 15 5 5 5 3 7 11 2 7 76
2012 5 2 4 3 2 8 11 1 36
Samtals 38 53 47 40 31 18 56 24 36 43 38 37 461

Héraðsdómur Reykjavíkur.
    Héraðsdómur Reykjavíkur fékk 301 beiðni um hleranir á umræddum árafjölda. Kröfu um símhlerun hefur aldrei verið hafnað á tilgreindu tímabili en í tveimur málum í nóvember 2011 var krafa tekin til greina að hluta. Á árinu 2008 voru 89 heimildir veittar, 46 árið 2009, 34 árið 2010, 82 árið 2011 og 50 árið 2012. Málaskráin veitir ekki upplýsingar um lagaheimildir fyrir hlerunum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Sjá nánari skiptingu eftir mánuðum í eftirfarandi töflu.

Héraðsdómur Reykjavíkur jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
2008 11 5 5 5 2 13 6 1 15 17 2 7 89
2009 2 5 1 5 4 2 4 14 9 46
2010 5 3 6 2 1 17 34
2011 13 1 2 4 2 8 7 10 9 9 12 5 82
2012 4 4 6 5 1 10 5 5 2 8 50
Samtals 33 15 19 21 5 33 23 20 28 30 53 21 301

Héraðsdómur Suðurlands.
    Héraðsdómur Suðurlands fékk 16 beiðnir um hleranir á umræddum árafjölda. Einni beiðni var hafnað á umræddu tímabili, í október 2011. Á árinu 2008 voru níu beiðnir veittar, fimm árið 2009, ein árið 2011 og ein á árinu 2012.
    Beiðnir sem bárust á árinu 2008 voru á grundvelli laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Af beiðnum, sem byggjast á grundvelli laga nr. 88/2008, voru sex teknar til greina:
    Janúar 2009 – ein beiðni byggð á a- og c-liðum 1. mgr. 82. gr., sbr. 80. og 81. gr. laga nr. 88/2008.
    Mars 2009 – ein beiðni byggð á 80. og 81. gr., sbr. 1. mgr. 84. gr. sömu laga.
    Apríl 2009 – ein beiðni byggð á 80. og 81. gr., sbr. 1. mgr. 84. gr. sömu laga.
    Maí 2009 – ein beiðni byggð á a-lið 82. gr. laga, sbr. 81. gr. sömu laga.
    September 2009 – ein beiðni byggð á a-lið 82. gr. laga, sbr. 81. gr. sömu laga.
    Júní 2012 – ein beiðni byggð á 83. gr. sömu laga.
    Sjá nánari skiptingu eftir mánuðum í eftirfarandi töflu.

Héraðsdómur Suðurlands jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
2008 3 3 3 9
2009 1 1 1 1 1 5
2010 0
2011 1 1
2012 1 1
Samtals: 1 3 1 4 1 1 1 1 3 16

Héraðsdómur Vestfjarða.
    Héraðsdómur Vestfjarða fékk 28 beiðnir á umræddum árafjölda. Þremur beiðnum var hafnað á tímabilinu, í maí 2008, nóvember og ágúst 2009. Á árinu 2008 voru 11 beiðnir samþykktar, ein árið 2009, ein árið 2010, ein árið 2011 og 14 á árinu 2012. Sjá nánari skiptingu eftir mánuðum í eftirfarandi töflu.

Héraðsdómur Vestfjarða jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
2008 3 1 1 1 2 3 11
2009 1 1
2010 1 1
2011 1 1
2012 4 10 14
Samtals 3 2 1 1 1 1 2 7 10 28

Héraðsdómur Vesturlands.
    Héraðsdómur Vesturlands fékk 47 beiðnir á umræddum árafjölda. Tveimur beiðnum var hafnað á tímabilinu, í janúar 2008 og október 2010. Á árinu 2008 voru fjórar beiðnir samþykktar, 10 árið 2009, 28 árið 2010, fjórar árið 2011 og ein á árinu 2012. Sjá nánari skiptingu eftir mánuðum í eftirfarandi töflu.

Héraðsdómur Vesturlands jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
2008 1 2 1 4
2009 1 1 3 4 1 10
2010 15 2 10 1 28
2011 1 2 1 4
2012 1 1
Samtals 1 3 17 4 11 1 1 3 4 1 1 47

     4.      Hversu lengi stóð hlerun yfir í hverju tilviki?
     5.      Hver var réttarstaða þess sem var hleraður og aðgerð beindist að (grunaður, tengsl við grunaðan, annað)?
    Ráðuneytið aflaði upplýsinga um framangreinda liði hjá embætti sérstaks saksóknara, ríkislögreglustjóra og lögregluembættum.
    Varðandi símhleranir hjá embætti sérstaks saksóknara vísast til eftirfarandi heildarsamantektar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Varðandi símhleranir hjá embætti ríkislögreglustjóra skal tekið fram að 1. september 2011 færðist efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra yfir til embættis sérstaks saksóknara. Frá árinu 2008 og fram að flutningi hafði efnahagsbrotadeild fengið 16 úrskurði til símahlustunar vegna tveggja mála. Tíu úrskurðanna eru frá Héraðsdómi Reykjaness og sex frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Við flutninginn færðist forræði málanna yfir til sérstaks saksóknara og öll skjöl/gögn með.
    Af símhlerunum hjá lögregluembættum landsins skal tekið fram að engar hleranir hafa verið gerðar á umræddu tímabili hjá lögreglunni á Blönduósi, Húsavík, Hvolsvelli, Sauðárkróki og Snæfellsnesi.

Lögreglustjórinn á Akranesi.
    Hlustun 2008: tvær kröfur, hlustun stóð í tvo mánuði.
    Hlustun 2008: ein krafa, hlustun stóð í einn mánuð.
    Hlustun 2009: tvær kröfur, hlustun stóð í tvo mánuði.
    Hlustun 2011: fjórar kröfur, hlustun stóð í fjóra mánuði.
    Hlustun 2012: ein krafa, hlustun stóð í einn mánuð.
    Í öllum tilfellum var um sakborning að ræða.

Lögreglustjórinn á Akureyri.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Lögreglustjórinn í Borgarnesi.
    Frá ársbyrjun 2008 hefur embætti lögreglunnar í Borgarnesi beitt hlerun í einu máli. Hlustaðir voru þrír aðilar. Málið hófst 28. júlí 2009. Hlustunartímabil voru sem hér segir:
    Aðili A: 30. júlí 2009 – 21. september 2009.
    Aðili B: 13. ágúst 2009 – 21. september 2009.
    Aðili C: 27. ágúst 2009 – 21. september 2009.
    Allir fyrrgreindir höfðu stöðu grunaðs manns við rannsókn málsins.

Lögreglustjórinn á Eskifirði.
    Tvö tilvik símhlerana voru í desember 2010. Í báðum tilvikum stóð hlustun yfir í 14 daga. Í báðum tilvikum var um að ræða grunaða aðila.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
    Þegar úrskurður um símhlerun berst til lögreglu eru upplýsingar um úrskurðinn skráðar í gagnagrunn sem tölvurannsóknardeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (LRH) sér um. Svör við 4. og 5. tölul. fyrirspurnarinnar eru byggð á upplýsingum sem dregnar voru út úr þeim grunni. Skoðaðar voru allar skráningar fyrir árin 2008–2012 þar sem dómstóll hafði veitt lögreglu heimild til símahlustunar. Aðeins er um að ræða upplýsingar um úrskurði sem bárust tölvurannsóknardeild LRH en ekki fjölda veittra úrskurða enda eru ekki upplýsingar um þá úrskurði sem ekki eru nýttir. Einnig ber að hafa í huga að gögn eru skráð inn af mörgum og vinna þurfti mikið með gögnin til að svara þeim spurningum sem hér eru settar fram. Öll slík vinnsla eykur líkur á villum sem erfitt er að stemma af miðað við önnur gögn.
    Taflan hér á eftir sýnir fjöldi úrskurða sem liggja til grundvallar þessari greiningu. Um er að ræða fjölda úrskurða þar sem heimild fékkst til símahlustunar og sú heimild var notuð. Miðað er við upphafsár úrskurðar og embætti í málsnúmeri. Hafa ber í huga að ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar hjá lögreglu um úrskurði sem ekki voru notaðir.

Fjöldi úrskurða um símahlustanir sem voru notaðir, greint eftir
upphafsári úrskurðar og embætti í málsnúmeri.

2008 2009 2010 2011 1012
Höfuðborgarsvæðið 65 86 70 98 84
Önnur embætti 92 88 98 66 36
Samtals 157 174 168 164 120

    Taflan hér á eftir sýnir fjölda einstaklinga sem sættu símahlustun í þessum málum. Hver einstaklingur getur verið með mörg númer og geta því verið margir úrskurðir í hverju máli, sem jafnvel veita heimild til hlustunar mismunandi síma sama einstaklingsins.

Fjöldi einstaklinga sem sættu símahlustun,
greint eftir ári úrskurðar.

2008 2009 2010 2011 1012
Höfuðborgarsvæðið 41 41 36 36 35
Önnur embætti 46 67 59 48 14
Samtals 87 108 95 84 49

    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda úrskurða og tímalengd þeirra (í dögum). Hver úrskurður getur átt við um mörg númer, sama tímalengd úrskurðar gildir þá um þau öll og tölurnar eru því miðaðar við fjölda úrskurða en ekki fjölda númera. Hafa ber í huga að hlustanir standa alla jafnan ekki yfir jafnlengi og úrskurður segir til um þar sem þeim er hætt um leið og nauðsynlegra upplýsinga hefur verið aflað.

Lengd úrskurða um símahlustanir sem lögreglustjórinn á
höfuðborgarsvæðinu fékk og notaði.

Lengd í dögum 2008 2009 2010 2011 2012
3 1
4 1
7 1 2
8 8 1 1 2
9 1 2
11 1
12 1
13 2
14 3 2
15 1 5 5 4
17 2
18 1
20 1 1
21 4 3 3 2 3
22 2 1 1 3
23 1 1 2
25 1 2
26 3 1 1 2
27 1 2 1 2 2
28 14 2 6
29 5 50 48 65 64
30 1
31 2 2 2
32 3 4 1
33 4 1
34 13
35 3
36 1
37 2
43 6
44 3
57 2
61 2
64 3
110 1
    Eins og staða gagnaskráningar er nú er ekki hægt að draga fram upplýsingar sem beðið er um í 5. tölul. fyrirspurnarinnar, jafnvel þó svo lesið væri í gegnum hvert mál. Ástæðan er sú að stundum er fenginn úrskurður á númer þar sem notandi er ekki þekktur. Einnig er stundum við upphaf máls verið að kanna mögulega samstarfsaðila og því fenginn úrskurður á nokkur númer án þess þó að þessir aðilar verði á einhverjum tímapunkti aðilar máls. Almenna reglan er þó sú að eingöngu er beðið um heimild til hlustunar hjá aðilum sem eru grunaðir um brot.

Lögreglustjórinn á Selfossi.
    Frá ársbyrjun 2008 til janúar 2013 hefur lögreglan á Selfossi tíu sinnum fengið heimild dómara til að hlusta á og taka upp símtöl. Í tveimur tilvikum stóð hlustun yfir í sjö daga, fjórum tilvikum í 14 daga, einu í 27 daga, einu í 28 daga, einu í 29 daga og í einu í 30 daga. Átta einstaklingar höfðu réttarstöðu grunaðs manns. Tveir einstaklingar sem hlustun beindist að voru þolendur með tengsl við brotamann.

Lögreglustjórinn á Seyðisfirði.
    Embættið hefur einu sinni beðið um símhlerun á umræddu tímabili. Hún stóð yfir í tvær vikur. Beiðnin var sett fram fyrir hönd ávana- og fíkniefnadeildar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og varðaði innflutning fíkniefna með farþegaferjunni Norrænu. Aðilinn sem rannsóknin beindist að tengdist ekki sakborningi sjálfum heldur fundust símanúmer á miða og var talið að fíkniefnin væru ætluð viðkomandi aðila.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
    Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur símahlustunum verið beitt sem rannsóknarúrræði fyrst og fremst í fíkniefnamálum. Úrskurða hefur að jafnaði verið aflað hjá Héraðsdómi Reykjaness og hefur tímalengd þeirra oftast verið til fjögurra vikna í senn. Í nokkrum tilfellum hefur verið aflað framlengingar. Skráning hlustana byggist á málaskrá sem þýðir að innan hvers máls geta verið fjölmargir úrskurðir á marga aðila og beinst að nokkrum tækjum hvers aðila.
    Á árinu 2008 voru framkvæmdar símahlustanir vegna níu mála. Á árinu 2009 voru hlustanir í 14 málum sem beindust að rúmlega 20 einstaklingum. Árið 2010 voru hlustanir í 10 málum sem beindust að tæplega 20 aðilum. Árið 2011 voru hlustanir í sex málum sem beindust að u.þ.b. 15 aðilum. Árið 2012 voru hlustanir í tveimur stórfelldum fíkniefnamálum sem beindust að fimm aðilum.
    Allar hlustanir beindust að grunuðum aðilum.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
    Umbeðnar upplýsingar koma fram í eftirfarandi töflum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum.

    Tvær símhleranir voru á umræddu tímabili sem báðar stóðu yfir í tvær vikur. Í báðum tilvikum var um að ræða grunaða aðila.

     6.      Hve oft hafa samskipti grunaðs manns og lögmanns verið hleruð? Hvernig hefur verið farið með þau rannsóknargögn?
     7.      Hve oft hafa samskipti lögmanns sakbornings við aðra en sakborning verið hleruð?
    Ekki er unnt að svara 6. og 7. tölul. fyrirspurnarinnar, sbr. athugasemdir ríkissaksóknara að framan.

     8.      Hve oft hefur hinum hleraða verið tilkynnt um aðgerðina, sbr. 2. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála, og hversu langur tími leið frá hlerun þar til tilkynnt var um aðgerð? Svar óskast sundurliðað eftir málum þar sem:
                  a.      tilkynnt var um aðgerð áður en ákæra var gefin út,
                  b.      tilkynnt var um aðgerð í málum sem lauk með öðrum hætti en með útgáfu ákæru,
                  c.      tilkynnt var um aðgerð eftir að ákæra var gefin út.

     9.      Hve mörgum sem hafa sætt hlerun hefur enn ekki verið tilkynnt um aðgerðina, sbr. 2. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála, og af hvaða ástæðum?
    Með vísan til athugasemda ríkissaksóknara aflaði ráðuneytið upplýsinga um 8. og 9. tölul. fyrirspurnarinnar hjá lögreglustjórum og embætti sérstaks saksóknara. Varðandi upplýsingar frá embætti sérstaks saksóknara vísast til heildarsamantektar sem finna má í svari við 4. og 5. tölul. Af símhlerunum hjá lögregluembættum landsins skal tekið fram að engar hleranir hafa verið gerðar á umræddu tímabili hjá lögreglunni á Blönduósi, Húsavík, Hvolsvelli, Sauðárkróki og Snæfellsnesi.

Lögreglustjórinn á Akranesi.
    Sakborningum er undantekningarlaust tilkynnt um hlerun. Ef rannsókn í málum er enn í gangi við lok símahlustunar er ekki tilkynnt um þá hlustun fyrr en rannsókn er komin á það stig að ljóst er að ekki verður um frekari hlustanir að ræða vegna rannsóknar tiltekins máls og að tilkynning orsaki ekki sakarspjöll.
     a.      Í öllum málum þar sem ákæra hefur verið gefin út, og hlustun hefur verið hluti af rannsókn hefur verið tilkynnt um hlustun áður en rannsókn lauk og málið sent til ákæru, var það gert vegna níu hlustana alls.
     b.      Í einu tilfelli hefur rannsókn ekki leitt til ákæru. Var hlustun hætt strax og ljóst var að ekki yrði árangur af þeim og grunuðum tilkynnt um hlustanir strax og rannsókn lauk.
     c.      Aldrei hefur verið tilkynnt um aðgerð eftir að ákæra hefur verið gefin út.

Lögreglustjórinn á Akureyri.
    Sjá svar við 4. og 5. tölul. fyrirspurnarinnar.

Lögreglustjórinn í Borgarnesi.
    Aðilunum var öllum tilkynnt um aðgerðina við yfirheyrslur sem fram fóru 20. september 2009, 20. desember 2009 og 12. janúar 2009. Í öllum tilfellum var tilkynnt áður en ákæra var gefin út. Nánari sundurliðun: Í einu tilfelli einum degi áður en hlerun lauk, í einu tilfelli tveimur mánuðum eftir að hlerun lauk og í einu tilfelli tveimur mánuðum og þremur vikum eftir að hlerun lauk.

Lögreglustjórinn á Eskifirði.
    Tvö tilvik um símhleranir voru í desember 2010.
     1.      Tilkynnt var um hlerun einum og hálfum mánuði frá heimild til hlerunar. Tilkynnt áður en ákæra var gefin út.
     2.      Tilkynnt var um hlerun sjö og hálfum mánuði frá heimild til hlerunar. Lauk með öðrum hætti en útgáfu ákæru.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
    Þegar úrskurður um símhlerun berst til lögreglu eru upplýsingar um úrskurðinn skráðar í gagnagrunn sem tölvurannsóknardeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (LRH) sér um. Hvað varðar svör við 8. og 9. tölul. fyrirspurnarinnar tekur LRH fram að þeim var safnað í lok ágúst 2012 vegna fyrirspurnar frá ríkissaksóknara þess efnis. Aðeins er um að ræða upplýsingar um úrskurði sem bárust tölvurannsóknardeild LRH en ekki fjölda veittra úrskurða enda eru ekki upplýsingar um þá úrskurði sem ekki eru nýttir. Einnig ber að hafa í huga að gögn eru skráð inn af mörgum og vinna þurfti mikið með gögnin til að svara þeim spurningum sem hér eru settar fram. Öll slík vinnsla eykur líkur á villum sem erfitt er að stemma af miðað við önnur gögn.
    Fyrri taflan hér á eftir sýnir fjölda einstaklinga þar sem símahlustun hefur verið tilkynnt og síðari taflan sýnir ástæður þess að ekki hefur verið tilkynnt um aðgerðir. Eins og áður segir miðast þessar upplýsingar við stöðu mála í ágúst 2012 og ná til áranna 2009–2011. Ekki reyndist unnt að uppfæra þessar upplýsingar svo þær nái yfir allt tímabilið enda felst gríðarleg vinna í því að taka þessar upplýsingar saman miðað við núverandi kerfi. Nýtt kerfi er nú til reynslu sem mun gera svona samantektir mun einfaldari í framtíðinni. Þá vantar inn í þessar upplýsingar tíma sem líður frá því að hlerun lauk þar til hún var tilkynnt. Almenna reglan er þó sú að tilkynna um hlustun svo fljótt sem verða má eftir lok aðgerðar, þó þannig að það skaði ekki frekari rannsókn málsins.

Fjöldi einstaklinga þar sem símahlustun hefur verið tilkynnt.

2009 2010 2011
Tilkynnt 36 27 18
Ekki tilkynnt 5 9 18

Ástæður þess símahlustun hefur ekki verið tilkynnt.

2009 2010 2011
Ekki náðst í viðkomandi 4 1 2
Ekki tilkynnt vegna rannsóknarhagsmuna 0 0 5
Mál í rannsókn 0 7 11
Annað 1 1 0

Lögreglustjórinn á Selfossi.
    Þremur hefur verið tilkynnt um hlustun. Einum eftir að ákæra var gefin út og tveimur eftir að rannsókn lauk, en í þeim málum var ekki ákært. Eitt tilvik er enn í rannsókn og varnaraðila hefur enn ekki verið tilkynnt um hlustun. Samtals hefur því sex einstaklingum ekki verið tilkynnt um hlustun. Ástæða þess er að það hefur farist fyrir vegna vanskráningar í málaskrá lögreglu. Tekið hefur verið á því og tryggt að slíkt gerist ekki í framtíðinni.

Lögreglustjórinn á Seyðisfirði.
    Embættið getur ekki svarað 8. og 9. tölul. fyrirspurnarinnar þar sem málið var flutt til rannsóknar hjá ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eftir að úrskurður um hlerun og gæsluvarðhald lá fyrir.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
    Þolendum hlustunar hefur að jafnaði verið tilkynnt um hlustun við yfirheyrslur þegar upptökur hafa verið bornar undir þá. Gögnum vegna símahlustana hefur verið eytt skv. 80.–82. gr. laga nr. 88/2008 og torveldar það talsvert öflun upplýsinga um tímalengd og framkvæmd eldri hlustana, sérstaklega þar sem hlustun hefur ekki staðið yfir allan úrskurðartímann vegna ýmissa orsaka, svo sem handtöku, símaskipta o.fl.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
    Umbeðnar upplýsingar koma fram í töflum í svari við 4. og 5. tölul. fyrirspurnarinnar.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum.
    Tilkynnt var um þær tvær símhleranir sem voru á tímabilinu, annars vegar tveimur mánuðum eftir að hlerun lauk og hins vegar einum mánuði. Báðum málum lauk án útgáfu ákæru.