Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 601. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1023  —  601. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun ríkisútgjalda árin 1991–2011.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.


     1.      Hver hefur skipting ríkisútgjalda A-hluta ríkissjóðs í fjárlögum eftir málaflokkum árin 1991–2011 verið, annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á verðlagi 2013? Svar óskast sundurliðað eftir eftirtöldum málaflokkum:
              a.      almenn opinber þjónusta,
              b.      löggæsla og öryggismál,
              c.      fræðslumál,
              d.      heilbrigðismál,
              e.      almannatryggingar og velferðarmál,
              f.      húsnæðis- og skipulags- og hreinsunarmál,
              g.      menningarmál,
              h.      eldsneytis- og orkumál,
              i.      landbúnaðar- og sjávarútvegsmál,
              j.      iðnaðarmál,
              k.      samgöngumál,
              l.      önnur útgjöld vegna atvinnuvega,
              m.      önnur útgjöld ríkissjóðs.
     2.      Hver var skipting þessara útgjalda sem hlutfall af heildarútgjöldum í A-hluta ríkissjóðs á árunum 1991–2011?
     3.      Hver voru heildarríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu á framangreindum árum?


Skriflegt svar óskast.