Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 220. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1069  —  220. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um neytendalán.


Frá Eygló Harðardóttur, Lilju Mósesdóttur og Margréti Tryggvadóttur.



    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Nú er ágreiningur milli lánveitanda og neytanda er varðar lögmæti verðtryggingar í lánssamningi þeirra í milli. Hyggist annar hvor aðilanna höfða mál vegna slíks ágreinings getur hann óskað eftir því að málið sæti flýtimeðferð eftir ákvæðum XIX. kafla laga um meðferð einkamála. Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. september 2013.

Greinargerð.

    Lagt er til að neytendum verði gert kleift að óska flýtimeðferðar hjá dómstólum vegna ágreinings um lögmæti verðtryggingar.