141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1112 — 415. mál.
2. umræða.
Breytingartillaga
við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Frá meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar (VBj, ÁI, LGeir, MT, SII, MSch).
1. 2. mgr. aðfaraorða orðist svo:
Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi.
2. Við fyrri málslið 2. mgr. 4. gr. bætist: sem öðlast hefur slíkan rétt með löglegum hætti.
3. 5. gr. falli brott.
4. Í stað II. kafla, 6.–36. gr., komi tveir nýir kaflar, II. kafli, Mannréttindi, með tuttugu og fimm greinum, 5.–29. gr., og III. kafli, Samfélag og náttúra, með átta greinum, 30.– 37. gr., ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
a. (5. gr.)
Vernd mannréttinda.
b. (6. gr.)
Jafnræði.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
c. (7. gr.)
Réttur til lífs.
d. (8. gr.)
Mannleg reisn.
e. (9. gr.)
Bann við ómannúðlegri meðferð.
Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.
f. (10. gr.)
Vernd gegn ofbeldi.
g. (11. gr.)
Persónufrelsi.
Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.
Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem fangelsisvist liggur við. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal hann mæla fyrir um hana í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar.
Hver sá sem af öðrum ástæðum en í tengslum við sakamál er sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.
Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.
h. (12. gr.)
Dvalarréttur og ferðafrelsi.
Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómstóla. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku.
Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
Óheimilt er að vísa brott, endursenda eða framselja útlending til ríkis þar sem hætta er á að hann sæti dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Tryggja skal réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma í slíkum málum.
i. (13. gr.)
Réttlát málsmeðferð.
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.
Enginn skal sæta málsmeðferð eða refsingu að nýju fyrir sama brot innan lögsögu ríkisins og hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir eða sýknaður af með endanlegri úrlausn samkvæmt lögum. Endurupptaka mála er þó heimil í samræmi við lög.
j. (14. gr.)
Bann við afturvirkni refsiákvæða.
k. (15. gr.)
Friðhelgi einkalífs.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum nema samkvæmt dómsúrskurði og að uppfylltum skilyrðum 29. gr. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega takmörkun á einkalífi manns. Með lögum má kveða á um undantekningar frá skilyrðinu um dómsúrskurð.
Allir eiga rétt til verndar eigin persónuupplýsinga. Nánar skal mælt fyrir um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga með lögum.
l. (16. gr.)
Skoðana- og tjáningarfrelsi.
Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Með lögum skal tryggja aðstæður til opinnar og upplýstrar umræðu. Óheimilt er að takmarka aðgang að netinu og upplýsingatækni nema að uppfylltum skilyrðum 29. gr.
Hver og einn ber ábyrgð á tjáningu sinni fyrir dómi.
m. (17. gr.)
Upplýsinga- og þátttökuréttur.
Heimilt er í lögum að takmarka aðgang að vinnuskjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varðveita eðlileg starfsskilyrði stjórnvalda. Aðrar takmarkanir á aðgangi að upplýsingum og gögnum skulu uppfylla skilyrði 29. gr.
Um gögn sem lögbundin leynd hvílir yfir skulu liggja fyrir upplýsingar um ástæður leyndar og takmörkun leyndartíma.
Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa umtalsverð áhrif á umhverfi og náttúru svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila.
n. (18. gr.)
Frelsi fjölmiðla.
Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og samkvæmt dómsúrskurði.
o. (19. gr.)
Trú- og sannfæringarfrelsi.
Öllum er frjálst að iðka trú eða lífsskoðun, einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi.
p. (20. gr.)
Félagafrelsi.
Engan má skylda til aðildar að félagi. Að uppfylltum skilyrðum 29. gr. má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
q. (21. gr.)
Fundafrelsi.
r. (22. gr.)
Eignarréttur.
Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hluti í atvinnufyrirtæki hér á landi. Allar slíkar takmarkanir eignarréttinda skulu uppfylla skilyrði 29. gr.
s. (23. gr.)
Atvinnufrelsi.
Í lögum skal kveða á um rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða, svo sem aðbúnaðar, öryggis, hvíldar, orlofs og frítíma. Allir hafa rétt til að semja um starfskjör og önnur réttindi tengd vinnu.
t. (24. gr.)
Frelsi menningar og mennta.
u. (25. gr.)
Félagsleg réttindi.
Öllum sem þess þurfa skal í lögum tryggður réttur til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar, fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna.
v. (26. gr.)
Heilsa og heilbrigðisþjónusta.
Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.
w. (27. gr.)
Menntun.
Öllum þeim sem skólaskylda nær til skal standa til boða menntun án endurgjalds.
Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur.
Virða skal rétt foreldra til þess að tryggja að menntun barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.
x. (28. gr.)
Réttur barna.
Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir í málum sem það varða.
Barni skal tryggður réttur til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska.
y. (29. gr.)
Vernd mannréttinda.
z. (30. gr.)
Íslensk tunga.
aa. (31. gr.)
Kirkjuskipun.
Breyta má þessu með lögum.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins skv. 2. mgr. og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal vera leynileg.
bb. (32. gr.)
Bann við herskyldu.
cc. (33. gr.)
Menningar- og náttúruverðmæti.
dd. (34. gr.)
Náttúra Íslands og nýting náttúrugæða.
Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og gildi náttúrunnar og hagsmunir komandi kynslóða séu virt.
ee. (35. gr.)
Náttúruauðlindir.
Óheimilt er að framselja beint eða óbeint með varanlegum hætti til annarra aðila réttindi yfir jarðhita, vatni með virkjanlegu afli og grunnvatni, sem og námaréttindi, í eigu ríkisins eða félaga sem alfarið eru í eigu þess. Sama gildir um réttindi yfir vatni, jarðhita og jarðefnum á ríkisjörðum umfram lágmarksréttindi vegna heimilis- og búsþarfa.
Til þjóðareignar skv. 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafsins innan íslenskrar lögsögu, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga svo langt sem fullveldisréttur ríkisins nær, vatn, þó að gættum lögbundnum réttindum annarra til hagnýtingar og ráðstöfunar þess, og auðlindir og náttúrugæði í þjóðlendum. Löggjafinn getur ákveðið að lýsa fleiri auðlindir og náttúrugæði þjóðareign, enda séu þau ekki háð einkaeignarrétti. Í eignarlöndum takmarkast réttur eigenda til auðlinda undir yfirborði jarðar við venjulega hagnýtingu fasteignar. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.
Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda, sem og annarra takmarkaðra almannagæða, gegn eðlilegu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignar eða óafturkallanlegs forræðis.
ff. (36. gr.)
Upplýsingar um umhverfi og meginreglur umhverfisréttar.
Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar.
gg. (37. gr.)
Dýravernd.
5. 37. gr. (sem verði 38. gr.) orðist svo:
Alþingi er þjóðþing Íslendinga. Alþingi fer í umboði þjóðarinnar með löggjafarvald og fjárstjórnarvald ríkisins og hefur eftirlit með framkvæmdarvaldinu svo sem nánar er mælt fyrir um í stjórnarskrá þessari og öðrum lögum.
6. 39. gr. (sem verði 40. gr.) orðist svo:
Á Alþingi eiga sæti 63 þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára.
Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt eftir því sem frekast er unnt.
Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi.
Listar eru boðnir fram í kjördæmum. Þeir mega vera óraðaðir eða raðaðir. Frambjóðandi má vera á fleiri en einum lista sömu stjórnmálasamtaka.
Kjósandi getur valið lista eða einstaka frambjóðendur í persónukjöri. Í lögum má ákveða hvort og í hvaða mæli megi velja frambjóðendur af fleiri en einum lista.
Úthlutun þingsæta skal vera í sem fyllstu samræmi við atkvæðastyrk stjórnmálasamtaka, lista og frambjóðenda.
Í kosningalögum skal mælt fyrir um hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla á Alþingi.
Breytingar á kjördæmamörkum, tilhögun á úthlutun þingsæta og reglum um framboð, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 3/ 5 hluta atkvæða á Alþingi. Slíkar breytingar koma ekki til framkvæmda fyrr en að einu ári liðnu frá gildistöku.
Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í lögum.
7. 43. gr. (sem verði 44. gr.) ásamt fyrirsögn orðist svo:
Gildi kosninga og útgáfa kjörbréfa.
Kærum út af kosningu alþingismanna eða kjörgengi svo og gildi forsetakosninga og gildi þjóðaratkvæðagreiðslna skal beina til nefndar sem forseti Alþingis skipar til fimm ára í senn að fenginni tilnefningu Hæstaréttar. Um störf nefndarinnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir.
Alþingismenn halda umboði sínu þótt kosning hafi verið kærð. Taki nýr þingmaður sæti á Alþingi eftir kæruúrskurð, sbr. 2. mgr., gildir umboð hans frá þeim degi þegar úrskurður er auglýstur. Sama gildir um varamenn.
8. 44. gr. (sem verði 45. gr.) orðist svo:
Alþingi kemur saman eigi síðar en tveimur vikum eftir almennar alþingiskosningar. Forseti Alþingis undirbýr setningu nýkjörins þings.
Starfstíma Alþingis á hverju kjörtímabili má í þingsköpum skipta í aðgreind löggjafarþing og skal þá miða við almanaksárið eða hluta þess.
9. 46. gr. (sem verði 47. gr.) orðist svo:
Forseti Íslands setur nýkjörið Alþingi þegar það kemur fyrst saman að loknum almennum alþingiskosningum.
Forseti Íslands setur einnig Alþingi að tillögu forseta þess eða fjórðungs þingmanna.
10. Orðin „þegar kosning hans hefur verið tekin gild“ í 47. gr. (sem verði 48. gr.) falli brott.
11. 3. mgr. 49. gr. (sem verði 50. gr.) falli brott.
12. 52. gr. (sem verði 53. gr.) orðist svo:
Alþingi kýs sér forseta með 3/ 5 hlutum atkvæða í upphafi hvers kjörtímabils. Sitji forseti ekki út kjörtímabil skal sami háttur hafður á við kosningu nýs forseta. Nánari ákvæði um kjör forseta skal setja í lögum.
Forseti stýrir störfum Alþingis. Hann ber ábyrgð á rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess. Með forseta starfa varaforsetar sem eru staðgenglar hans. Um kosningu þeirra skal mælt fyrir í lögum.
13. Við 53. gr. (sem verði 54. gr.) bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Breytingar á þingsköpum verða aðeins gerðar með samþykki 3/ 5 hluta atkvæða á Alþingi.
14. Við 54. gr. (sem verði 55. gr.) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þingnefnd getur ákveðið að fundur hennar sé opinn samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum.
15. 55. gr. (sem verði 56. gr.) ásamt fyrirsögn orðist svo:
Fundir Alþingis.
Fundir Alþingis eru haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn sem til er tekið í þingsköpum lagt til að umræður um þingmál fari fram fyrir luktum dyrum enda krefjist öryggi ríkisins eða brýnir þjóðarhagsmunir þess. Þingfundur sker úr hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum og þarf 3/ 5 hluta atkvæða til að tillagan teljist samþykkt.
16. Við 56. gr. (sem verði 57. gr.)
a. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá geta ráðherrar lagt fram skýrslur á Alþingi.
b. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Með lögum skal ákveða hvenær þingmál falla niður.
17. 3. mgr. 57. gr. (sem verði 58. gr.) og 2. mgr. 58. gr. (sem verði 59. gr.) falli brott.
18. Við lokamálslið 1. mgr. 65. gr. (sem verði 66. gr.) bætist: eða fresta gildistöku þeirra þar til atkvæðagreiðslan hefur farið fram.
19. Í stað orðsins „Atkvæðagreiðsla“ í 3. mgr. 66. gr. (sem verði 67. gr.) komi: Þjóðaratkvæðagreiðsla.
20. Við 67. gr. (sem verði 68. gr.)
a. 3. málsl. 1. mgr. falli brott.
b. Við 1. mgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur þar um skal leita álits Lögréttu.
c. Á eftir orðinu „kynningu“ í 2. mgr. komi: meðferð málsins á Alþingi.
21. Við 69. gr. (sem verði 70. gr.)
a. Við 1. mgr. bætist: eða fjáraukalögum.
b. Á eftir orðinu „ráðherra“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: sem ber ábyrgð á fjárlögum ríkisins.
22. Við 3. mgr. 72. gr. (sem verði 73. gr.) bætist nýr málsliður, 1. málsl., svohljóðandi: Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila.
23. 74. gr. (sem verði 75. gr.) orðist svo:
Alþingi kýs forstöðumann Ríkisendurskoðunar til fimm ára. Ríkisendurskoðun skal vera sjálfstæð í störfum sínum. Hún endurskoðar fjárreiður ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja í umboði Alþingis. Um hlutverk hennar skal nánar mælt fyrir í lögum.
Endurskoðaðan ríkisreikning næstliðins árs ásamt athugasemdum ríkisendurskoðanda skal leggja fyrir Alþingi til samþykktar fyrir 2. umræðu fjárlaga.
24. Við 75. gr. (sem verði 76. gr.)
a. 2. mgr. falli brott.
b. 3. mgr. orðist svo:
Um starfsemi umboðsmanns Alþingis og hlutverk hans skal nánar mælt fyrir í lögum.
25. Lokamálsliður 81. gr. (sem verði 82. gr.) falli brott.
26. Í stað „ 2/ 3“ í fyrri málslið 2. mgr. 83. gr. (sem verði 84. gr.) komi: 3/ 4.
27. Í stað 2. mgr. 84. gr. (sem verði 85. gr.) komi þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga í samræmi við 74. gr.
Tuttugu af hundraði kjósenda geta enn fremur krafist þess að forseti verði leystur frá embætti með þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram innan sex mánaða frá því að krafa kemur fram.
Forseta má leysa frá embætti brjóti hann af ásetningi gegn stjórnarskránni eða öðrum lögum. Hæstiréttur dæmir slík mál að kröfu 3/ 4 hluta þingmanna. Með lögum skal mæla nánar fyrir um fyrirkomulag saksóknar. Heimilt er Hæstarétti að víkja forseta tímabundið úr embætti á meðan málið er til meðferðar. Forseti Íslands verður ekki sóttur til refsingar nema með samþykki Alþingis.
28. Á eftir 85. gr. (sem verði 86. gr.) komi ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Ríkisráð.
29. Á eftir fyrri málslið 1. mgr. 87. gr. (sem verði 89. gr.) komi nýr málsliður, svohljóðandi: Forsætisráðherra ber ábyrgð á því að stefna ríkisstjórnar sé samræmd.
30. Á eftir orðunum „svara fyrirspurnum“ í 1. mgr. 89. gr. (sem verði 91. gr.) komi: flytja skýrslur.
31. Við 91. gr. (sem verði 93. gr.)
a. Við bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Forsætisráðherra getur krafist traustsyfirlýsingar Alþingis. Fái hann ekki slíka yfirlýsingu frá meiri hluta þingmanna verður Alþingi að kjósa nýjan forsætisráðherra innan 30 daga eftir reglum 92. gr. eða samþykkja traustsyfirlýsingu gagnvart starfandi forsætisráðherra, að öðrum kosti skal forseti Íslands rjúfa Alþingi og boða til nýrra kosninga í samræmi við 74. gr. Forsætisráðherra er heimilt að tengja traustsyfirlýsinguna við samþykkt tiltekins lagafrumvarps eða annarrar tillögu til Alþingis.
Að minnsta kosti tveir sólarhringar verða að líða milli kröfu um traustsyfirlýsingu og atkvæðagreiðslu um hana.
b. Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Vantraust og traustsyfirlýsing.
32. Við 96. gr. (sem verði 98. gr.)
a. Í stað síðari málsliðar 3. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Áður en tillaga er borin upp við forseta skal ráðherra afla umsagnar sjálfstæðrar hæfnisnefndar. Um skipan nefndar og störf skal mælt nánar fyrir í lögum.
b. Í stað orðanna „að fenginni tillögu“ í fyrri málslið 4. mgr. komi: en áður skal hann afla umsagnar.
c. Í stað „ 2/ 3“ í síðari málslið 4. mgr. komi: 3/ 5.
33. Í stað „ 2/ 3“ í fyrri og síðari málslið 97. gr. (sem verði 99. gr.) komi: 3/ 5.
34. 2. mgr. 101. gr. (sem verði 103. gr.) orðist svo:
Með lögum má undanskilja lögsögu Hæstaréttar mál sem sæta úrlausn sérdómstóla á einu dómstigi.
35. Við 102. gr. (sem verði 104. gr.)
a. Orðið „endanlega“ í síðari málslið 2. mgr. falli brott.
b. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Dómarar verða heldur ekki fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra nema þegar svo stendur á að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana.
36. Orðin „eða samtaka í umboði þeirra“ í 106. gr. (sem verði 108. gr.) falli brott.
37. Við 109. gr. (sem verði 111. gr.)
a. Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. komi: utanríkisráðherra.
b. Á eftir orðunum „upplýsingar um“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: mikilvæg.
c. Í stað orðanna „Ráðherra skal hafa“ í síðari málslið 2. mgr. komi: Ríkisstjórnin skal leitast við að hafa.
38. Við 110. gr. (sem verði 112. gr.)
a. Í stað orðsins „Ráðherra“ í fyrri málslið komi: Utanríkisráðherra.
b. Orðin „eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum“ í síðari málslið falli brott.
39. 111. gr. (sem verði 113. gr.) orðist svo:
Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga í þágu friðar, efnahagssamvinnu eða réttarvörslu sem fela í sér framsal tiltekinna þátta ríkisvalds sem íslensk stjórnvöld fara með samkvæmt stjórnarskrá þessari til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að eða ef um er að ræða alþjóðasamvinnu sem Ísland tekur þátt í. Þó er óheimilt að framselja ríkisvald til að breyta stjórnarskránni eða mörkum íslensks yfirráðasvæðis eða til takmörkunar á mannréttindum umfram heimildir í stjórnarskrá.
Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Dómstólar geta ávallt endurmetið efni, umfang og lögmæti framsals í ljósi meðferðar alþjóðastofnunar á framseldum valdheimildum á hverjum tíma.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Lög sem heimila framsal ríkisvalds þurfa samþykki 3/ 5 hluta atkvæða á Alþingi. Náist ekki sá meiri hluti atkvæða en þó einfaldur meiri hluti skulu lögin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
Við gerð þjóðréttarsamninga um aðild Íslands að alþjóðastofnunum sem fara með yfirþjóðlegt vald og falla undir 1.–3. mgr. skulu heimildarlög borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
40. 2. mgr. 112. gr. (sem verði 114. gr.) falli brott.
41. Við 113. gr. (sem verði 115. gr.)
a. 1. mgr. orðist svo:
Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst 3/ 5 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Sé frumvarpið samþykkt með 3/ 5 hlutum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni skal það staðfest af forseta Íslands innan tveggja vikna og telst þá gild stjórnarskipunarlög.
b. 2. mgr. falli brott.
42. Við 114. gr. (sem verði 116. gr.) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir 1. mgr. tekur ákvæði 17. gr. ekki gildi fyrr en 1. júní 2017.
43. 1. mgr. ákvæðis um stundarsakir falli brott.