Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 646. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1145  —  646. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um útgjöld ríkissjóðs.


Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hver voru heildarútgjöld ríkissjóðs samkvæmt a) fjárlögum, b) fjáraukalögum fyrir árin 2009, 2010 og 2011? Voru allir liðir í fjáraukalögum ófyrirséðir þegar fjárlög viðkomandi árs voru samþykkt?
     2.      Hver voru endanleg heildarútgjöld ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi fyrir árin 2009, 2010 og 2011?
     3.      Hvaða einstakir gjaldaliðir eru hærri í ríkisreikningi 2009, 2010 og 2011 en í fjárlögum og fjáraukalögum fyrir viðkomandi ár, þ.e. árin 2009, 2010 og 2011? Ekki er óskað eftir upplýsingum um gjaldaliði þar sem munurinn er undir 10 millj. kr. hvert ár.
     4.      Hver ber ábyrgð á þeim útgjöldum í ríkisreikningi sem eru umfram fjárlög eða fjáraukalög, sbr. 41. gr. stjórnarskrárinnar?


Skriflegt svar óskast.