Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 501. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1161  —  501. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki,
og lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (HHj, LRM, ÁÞS, SkH, EyH, LMós).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      A-liður falli brott.
                  b.      12.–14. tölul. b-liðar falli brott.
                  c.      15. tölul. b-liðar orðist svo: Endurverðbréfun (e. re-securitisation): Verðbréfun þar sem áhætta tengd undirliggjandi safni áhættuskuldbindinga er lagskipt í hluta og að lágmarki ein undirliggjandi áhættuskuldbinding er verðbréfuð staða.
                  d.      16. tölul. b-liðar orðist svo: Endurverðbréfuð staða: Áhættuskuldbinding vegna endurverðbréfunar.
     2.      3. gr. orðist svo:
                      4. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
                      Fjármálafyrirtæki skal tilgreina á vefsíðu nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár eða stofnfjár í fyrirtækinu á hverjum tíma. Fjármálafyrirtæki hefur fjóra daga til þess að uppfæra vefsíðuna frá því að eignarhald á hlut breytist. Sé lögaðili eigandi hlutafjár eða stofnfjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila. Með raunverulegum eiganda samkvæmt ákvæði þessu er átt við einstakling eða einstaklinga sem eiga beina eða óbeina hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir honum eða þeim kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags.
     3.      Í stað „1.–6.“ í 4. gr. komi: 1., 2., 4.–6.
     4.      5. gr. orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
                  a.      Orðin „og lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem það starfrækir útibú“ í 1. málsl. 5. mgr. falla brott.
                  b.      Á eftir 1. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem fjármálafyrirtæki starfrækir útibú um breytingar á áður veittum upplýsingum.
     5.      Á eftir 5. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:
                  a.      Orðin „og lögbærum yfirvöldum viðkomandi ríkis“ í 4. mgr. falla brott.
                  b.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem fjármálafyrirtækið veitir þjónustu um breytingar á áður veittum upplýsingum.
     6.      Í stað 1. efnismálsl. 7. gr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega einungis sinna þeim lögmannsstörfum fyrir annað fjármálafyrirtæki sem ekki geta valdið hættu á hagsmunaárekstrum á milli félaganna tveggja eða á fjármálamarkaði. Hyggist stjórnarmaður taka að sér lögmannsstörf fyrir annað fjármálafyrirtæki skal hann fá skriflegt samþykki stjórnar fjármálafyrirtækisins sem hann er stjórnarmaður í fyrir því að hann megi taka að sér umrætt starf, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfið sem hann hyggst taka að sér og upplýsa Fjármálaeftirlitið um eðli starfsins og umfang þess.
     7.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðsins „heimilisföng“ í fyrri málslið c-liðar komi: ríkisfang.
                  b.      Við síðari málslið c-liðar bætist: sbr. 4. mgr. 19. gr.
     8.      Í stað „99. gr.“ í 10. gr. komi: 108. gr.
     9.      14. gr. orðist svo:
                      Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Fjármálaeftirlitið skal við eftirlitsstörf sín, einkum í neyðartilfellum, taka tillit til mögulegra áhrifa ákvarðana og athafna eftirlitsins á fjármálastöðugleika hér á landi. Einnig skal Fjármálaeftirlitið hafa í huga að ákvarðanir og athafnir þess gætu haft áhrif í öðrum ríkjum og er Fjármálaeftirlitinu heimilt að eiga í samskiptum við eftirlitsaðila annarra ríkja í þeim tilfellum.