Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 667. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1203  —  667. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um ættleiðingar til samkynhneigðra.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Hefur ráðherra beitt sér fyrir því að Ísland nái ættleiðingarsamningi við land sem er tilbúið til að ættleiða til samkynhneigðra? Ef svo er, hvernig? Hvernig hyggst ráðherra vinna frekar að slíkum samningum?
     2.      Hve mörg íslensk pör af sama kyni hafa ættleitt börn innan lands frá því að lög númer 65/2006 tóku gildi?
     3.      Hve mörg íslensk pör af sama kyni hafa ættleitt börn erlendis frá síðan lög númer 65/2006 tóku gildi?


Skriflegt svar óskast.