Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 550. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1250  —  550. mál.
Svarvelferðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur
um nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa.


     1.      Hvaða nefndir, þ.m.t. ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa, hefur ráðuneytið sett á stofn á tímabilinu 20. mars 2012 – 20. janúar 2013?
     2.      Hvað sitja margir í framangreindum nefndum? Hvert er hlutverk þeirra, er skipun þeirra samkvæmt heimild eða fyrirmælum í lögum, hver er skipunartíminn og hverjar þeirra hafa lokið störfum? Hver er launakostnaðurinn, sundurliðaður eftir nefndum?
     3.      Hvað hefur hver nefnd marga starfsmenn, hver er launakostnaður þeirra og eru einhverjir starfsmenn þeirra verktakar og ef svo er, hvað heita þeir og hvað hafa þeir fengið greitt úr ríkissjóði?
    Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða einstaklingar hafa verið skipaðir, tilnefndir eða valdir með öðrum hætti til setu í þessum nefndum, ráðum, verkefnisstjórnum og starfshópum, hver hafi skipað eða eftir atvikum tilnefnt þá og hvort störfin eru launuð eða ólaunuð.


    Svar við 1.–3. tölul. fyrirspurnarinnar er fyrst sundurliðað eftir nefndum með afmörkuð verkefni og síðan nefndum sem eru skipaðar samkvæmt lögum.

Verkefnanefndir sem hafa verið skipaðar á tímabilinu frá 20. mars 2012 – 20. janúar 2013.
     Verkefnisstjórn um málefni heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra einstaklinga. VEL12060123 og VEL13010222/03.04.01.
    Skipun: 16. janúar 2013.
    Starfslok: Gert er ráð fyrir því að verkefnisstjórnin skili tímasettri aðgerðaáætlun fyrir 1. maí 2013.
    Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að skilgreina markmið og leiðir í þjónustu við heyrnarskerta, heyrnarlausa og daufblinda einstaklinga, greina kostnað og móta skipulag til skemmri og lengri tíma.
    Verkefnisstjórnina skipa:
          Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar, formaður.
          Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, tilnefnd af Félagi heyrnarlausra.
          Hjördís Anna Haraldsdóttir, tilnefnd af Félagi heyrnarlausra.
          Daníel G. Björnsson, tilnefndur af Heyrnarhjálp.
          Ragnheiður Bóasdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
          Tómas Jónsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Guðný Katrín Einarsdóttir, tilnefnd af Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
    Ekki er greitt fyrir setu í verkefnisstjórninni.
    Verkefnisstjórnin er ekki með starfsmenn.

Starfshópur um stefnumörkun í tóbaksvörnum. VEL12090155/03.04.01.
    Skipun: 10. janúar 2013.
    Starfslok: Vorið 2013.
    Hlutverk starfshópsins er að leggja fram tillögur að heildstæðri stefnu í tóbaksvörnum. Tekið skal mið af áherslum í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eftir því sem við á, rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í tóbaksvörnum, lögum og öðrum stjórnvaldsfyrirmælum, nýjustu þekkingu og þróun í málaflokknum á umliðnum árum auk annars. Stefnt er að því að stefna og meginmarkmið liggi fyrir vorið 2013.
    Starfshópinn skipa:
          Margrét Björnsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar, formaður.
          Laufey H. Guðmundsdóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Viðar Jensson, tilnefndur af embætti landlæknis.
          Lilja Sigrún Jónsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis.
          Ögmundur H. Magnússon, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
          Erlendur Kristjánsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
          Rósa Magnúsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Varamenn:
          Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Valgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Sveinbjörn Kristjánsson, tilnefndur af embætti landlæknis.
          Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis.
          Margrét Á. Sigurðardóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
          Þórunn Jóna Hauksdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
          Óskar Ísfeld Sigurðsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Ekki er greitt fyrir setu í starfshópnum.
    Starfshópurinn er ekki með starfsmenn.
    
Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna. VEL12100264/03.04.01.
    Skipun: 20. desember 2012.
    Starfslok: 2014.
    Aðgerðahópurinn skal starfa í tilraunaskyni til tveggja ára með möguleika á framlengingu ákveði aðilar að halda beri samstarfinu áfram. Verkefni aðgerðahópsins er m.a. að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun, annast gerð áætlunar um kynningu jafnlaunastaðals, upplýsingamiðlun og ráðgjöf um launajafnrétti kynjanna til stofnana og fyrirtækja. Skal aðgerðahópurinn vinna að nánari útfærslu einstakra verkefna hópsins.
    Aðgerðahópurinn er þannig skipaður:
          Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur, formaður.
          Benedikt Valsson hagfræðingur, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Oddur S. Jakobsson hagfræðingur, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands.
          Hannes G. Sigurðsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.
          Sverrir Jónsson sérfræðingur, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
          Maríanna Traustadóttir sérfræðingur, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands.
          Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
          Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, tilnefnd af Bandalagi háskólamanna.
    Ekki hefur verið greitt fyrir setu í aðgerðahópnum.
    Auglýst hefur verið eftir starfsmanni til að vinna með aðgerðahópnum og er nú verið að vinna úr starfsumsóknum.

Starfshópur um hugsanlega sameiningu Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Tryggingastofnunar ríkisins. VEL12080152/03.04.01.
    Skipun: 12. desember 2012.
    Starfslok: Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum í apríl 2013.
    Hlutverk starfshópsins er að vinna að greiningu á kostum og göllum þess að sameina stofnanirnar.
    Í starfshópnum eru:
          Bolli Þór Bollason, staðgengill ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytisins, formaður.
          Ágúst Þór Sigurðsson, staðgengill skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu.
          Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
          Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
          Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu, tilnefnd af innanríkisráðuneyti.
          Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Ekki er greitt fyrir setu í starfshópnum.
    Starfshópurinn er ekki með starfsmenn.

Verkefnisstjórn sem sér um framkvæmd og hefur eftirlit með verkefninu Liðsstyrkur. VEL12120033/03.04.01.
    Skipun: 1. desember 2012.
    Starfslok: 31. desember 2013.
    Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 16. nóvember 2012 minnisblað velferðarráðherra um verkefnið Vinnu og virkni, (nú Liðsstyrkur), sem byggt var á tillögu stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, dags. 15. nóvember 2012. Velferðarráðuneytið hefur í ljósi þessarar samþykktar gert samstarfssamninga við sveitarfélög í samráði við hagsmunaaðila. Í samningunum er kveðið á um sérstaka verkefnisstjórn sem muni sjá um framkvæmd samningsins og eftirlit með honum. Hún leysir úr ágreiningsmálum sem upp kunna að koma og skal gera tillögur að endurskoðun samnings komi fram ósk viðkomandi sveitarfélags um slíkt.
    Verkefnisstjórn Liðsstyrks er þannig skipuð:
          Halldór Grönvold, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands, formaður.
          Álfheiður M. Sívertsen, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
          Bjarnheiður Gautadóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisins, án tilnefningar.
          Björn Rögnvaldsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
          Gissur Pétursson, tilnefndur af Vinnumálastofnun.
          Halldór Árnason, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.
          Helga Björg Ragnarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Hrafnhildur Tómasdóttir, tilnefnd af Vinnumálastofnun.
          María Rúnarsdóttir, tilnefnd af Bandalagi háskólamanna.
          Sólveig B. Gunnarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Stefán Einar Stefánsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.
          Þórarinn Eyfjörð Eiríksson, tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
          Þorsteinn Fr. Sigurðsson, tilnefndur af STARF, vinnumiðlun og ráðgjöf ehf.
          Vigdís Jónsdóttir, tilnefnd af VIRK, starfsendurhæfingarsjóði.
    Ekki er greitt fyrir setu í verkefnisstjórninni.
    Verkefnisstjórnin hefur ráðið verktaka, Runólf Ágústsson, til að sjá um verkefnisstjórn við verkefnið. Samningurinn gildir frá 1. desember 2012 og er til 10 mánaða og fær verktaki greiddar 1.072.113 kr. (auk vsk.) á mánuði á samningstímanum. Kostnaður vegna verkefnisins er greiddur af Atvinnuleysistryggingasjóði.

Nefnd sérfræðinga um úrræði fyrir börn sem eiga við alvarlegar þroska- og geðraskanir að etja VEL12100068/03.04.01.
    Skipun: 27. nóvember 2012.
    Starfslok: Ótilgreind.
    Hlutverk nefndarinnar er að vinna að því verkefni að samhæfa þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn sem eiga við alvarlegar þroska- og geðraskanir að etja. Er hér m.a. átt við það mikilvæga atriði hvar börnin geti átt heima fyrir 18 ára aldur og síðan eftir að þeim aldri er náð. Nefndin skal skilgreina ábyrgð hvers og eins þjónustuveitanda og hafa það að markmiði að koma á reglubundnu samstarfi ríkis og sveitarfélaga í þessum málum. Nefndin lýkur störfum sínum þegar slíku samstarfi hefur verið fundinn ákveðinn farvegur til framtíðar.
    Í nefndinni eru:
          Ingibjörg Broddadóttir, staðgengill skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu, formaður.
          Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, tilnefnd af Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL).
          Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs, tilnefndur af Barnaverndarstofu.
          Helga Jóna Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur, tilnefnd af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
          Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður og sérfræðingur í fötlunum barna, tilnefndur af Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
          Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Anna Rós Jóhannesdóttir, yfirfélagsráðgjafi LSH, tilnefnd af geðsviði Landspítala.
    Ekki er greitt fyrir setu í nefndinni.
    Þorgerður Benediktsdóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, starfar með nefndinni. Ekki er greitt sérstaklega fyrir þá vinnu.

Samráðshópur ríkis og sveitarfélaga um innleiðingu húsnæðisbótakerfis VEL12090018/ 03.04.01.
    Skipun: 25. september 2012.
    Starfslok: Ótilgreind.
    Hlutverk samráðshópsins er að vinna nánar að útfærslu og innleiðingu þeirra tillagna sem fram koma í skýrslu vinnuhóps um innleiðingu húsnæðisbóta í stað vaxta- og húsaleigubóta sem hefur skilað velferðarráðherra tillögum sínum um grunngerð nýs kerfis.
    Í samráðshópnum eru:
          Lúðvík Geirsson, án tilnefningar, formaður.
          Ingi Valur Jóhannsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Karl Björnsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Dan Jens Brynjarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Björk Vilhelmsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Guðni Geir Einarsson, tilnefndur af innanríkisráðuneyti.
          Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
    Ekki er greitt fyrir setu í samráðshópnum.
    Hrafnkell Hjörleifsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, starfar með samráðshópnum. Ekki er greitt sérstaklega fyrir þá vinnu.

Starfshópur um undirbúning frumvarps til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sbr. ályktun Alþingis, dags. 18. janúar 2012. VEL12090068/03.04.01.
    Skipun: 10. september 2012.
    Starfslok: Ótilgreind.
    Starfshópurinn skal skila velferðarráðherra texta frumvarps og greinargerðar sem byggir á bestu þekkingu og rannsóknum um málefnið, sbr. áskilnað Alþingis um faglegt mat og alþjóðlegar rannsóknir.
    Starfshópurinn er þannig skipaður:
          Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, formaður.
          Hrefna Friðriksdóttir lögfræðingur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.
          Sigurður Kristinsson heimspekingur, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri.
    Ekki hefur verið greitt fyrir setu í starfshópnum.
    Laufey Helga Guðmundsdóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, starfar með starfshópnum. Ekki er greitt sérstaklega fyrir þá vinnu.

Verkefnisstjórn um tilraunaverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur VEL12040139/ 03.04.01.
    Skipun: 10. september 2012.
    Starfslok: Ótilgreind.
    Með vísan til 7. liðar samkomulags milli velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, dags. 10. febrúar 2012, varðandi tilraunaverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur innan ramma laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, og laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir.
    Verkefnisstjórnin er þannig skipuð:
          Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar, formaður.
          Bjarnheiður Gautadóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Gissur Pétursson, tilnefndur af Vinnumálastofnun.
          Gylfi Arnbjörnsson, tilnefndur sameiginlega af Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands.
          Halldór Árnason, tilnefndur sameiginlega af Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands.
          Þorsteinn Fr. Sigurðsson, tilnefndur sameiginlega af Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands.
    Ekki er greitt fyrir setu í verkefnisstjórninni.
    Verkefnisstjórnin er ekki með starfsmenn.

Vinnuhópur um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs VEL12020113/03.04.01.
    Skipun: 26. júní 2012.
    Starfslok: 1. apríl 2013.
    Velferðarráðuneytið skipar vinnuhópinn í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa mun leggja til starfsmann til að vinna að verkefninu í samræmi við samning við Jafnréttisráð.
          Þórður Kristinsson, án tilnefningar, formaður.
          Maríanna Traustadóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands.
          Alda Hrönn Jóhannsdóttir, tilnefnd af Bandalagi háskólamanna.
          Gunnar Örn Gunnarsson, tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
          Hörður Vilberg, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.
          Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands og Femínistafélagi Íslands.
    Ekki hefur verið greitt fyrir setu í vinnuhópnum.
    Starfsmaður frá Jafnréttisstofu starfar með vinnuhópnum. Ekki er greitt sérstaklega fyrir þá vinnu.

Samráðshópur um aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks VEL12040003/03.04.01.
    Skipun: 12. júní 2012.
    Skili tillögum 1. nóvember 2012. Nefndin hefur ekki lokið störfum.
    Verkefni hópsins er að gera tillögu að stefnumótandi aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks þar sem fram komi skýr framtíðarsýn um margbreytilegt samfélag sem byggir á jafnrétti og jöfnum tækifærum. Tillagan skal innihalda skýr markmið og skilgreindar aðgerðir þar sem fram komi hver beri ábyrgð á þeim, hver sjái um framkvæmd, ásamt tímaáætlun, kostnaðarmati og árangursmælikvörðum.
    Í samráðshópnum eru:
          Hlédís Sveinsdóttir, fulltrúi velferðarráðherra, formaður.
          Greipur Gíslason, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra, formaður.
          Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, tilnefnd af umhverfisráðuneyti.
          Sveinn Máni Jóhannesson, tilnefndur af innanríkisráðuneyti.
          Íris Sævarsdóttir, tilnefnd af fjármálaráðuneyti.
          Steindór Grétar Jónsson, tilnefndur af efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
          Valur Rafn Halldórsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
          Arnar Benjamín Kristjánsson, tilnefndur af Rauða krossi Íslands.
          Guðni Gunnarsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.
          Guðrún Eyjólfsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
          Íris Davíðsdóttir, tilnefnd af BHM.
          Ágúst Bogason, tilnefndur af BSRB.
          Hrönn Baldursdóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Íslands.
          Agnar Jón Egilsson, leikstjóri og leikskáld, tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna.
          Viðar Sigurjónsson, tilnefndur af Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.
          Kristín Sigurðardóttir, tilnefnd af Íþróttasambandi fatlaðra.
          Sindri Snær Einarsson, tilnefndur af Landssambandi æskulýðsfélaga.
          Aðalbjörg Gunnarsdóttir, tilnefnd af Öryrkjabandalagi Íslands.
          Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Landssamtökunum Þroskahjálp.
          Eva Brá Axelsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema.
          Viktor Orri Valgarðsson, tilnefndur af Unghreyfingunni.
          Guðni Rúnar Jónasson, tilnefndur af Ungum jafnaðarmönnum.
          Hilmar Freyr Kristinsson, tilnefndur af Sambandi ungra sjálfstæðismanna, SUS.
          Ása María Guðmundsdóttir, tilnefnd af Sambandi ungra framsóknarmanna, SUF.
          Una Hildardóttir, tilnefnd af Ungum vinstri grænum, UVG.
          Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir, tilnefnd af Samtökum háskólanema.
          Jón Atli Hermannsson, tilnefndur af Samtökum háskólanema.
          Ari Klængur Jónsson, tilnefndur af Fjölmenningarsetri (skipaður frá 14. ágúst 2012).
          Héðinn Svarfdal Björnsson, tilnefndur af embætti landlæknis (skipaður frá 15. ágúst 2012).
    Tveir fulltrúar eru tilnefndir sameiginlega af Samtökum háskólanema, sem eru ekki til en samanstanda af Skólafélagi Háskólans á Bifröst, Nemendafélagi Listaháskóla Íslands, Nemendafélagi Landbúnaðarháskóla Íslands, Stúdentafélagi Háskólans á Hólum, Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri, Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík og Stúdentaráði Háskóla Íslands.
    Formenn hafa fengið greitt fyrir vinnu sína í nefndinni en ekki aðrir nefndarmenn. Formenn fengu 110.000 kr. á mánuði á tímabilinu 1. júní 2012 til 31. október 2012.
    Tveir sérfræðingar í velferðarráðuneytinu og tveir sérfræðingar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa starfað með samráðshópnum. Ekki er greitt sérstaklega fyrir þá vinnu.

Starfshópur um stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum VEL12060036/03.04.01 og VEL11110262.
    Skipun: 6. júní 2012.
    Skila átti drögum að aðgerðaáætlun í árslok 2012. Starfshópurinn er búinn að skila drögum að stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum.
    Verkefni starfshópsins eru að setja fram drög að framtíðarsýn, stefnumarkmið og starfsmarkmið í áfengis- og vímuvörnum og útbúa verkefnaáætlun um gerð samræmdrar aðgerðaáætlunar er lýtur að áfengis- og vímuvörnum.
    Í starfshópnum eru:
          Inga J. Arnardóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneyti, formaður.
          Einar Magnússon, sérfræðingur í velferðarráðuneyti.
          Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneyti.
          Valgerður Þ. Bjarnadóttir sérfræðingur, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
          Kristín I. Pálsdóttir bókmenntafræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti.
          Rafn M. Jónsson verkefnisstjóri, tilnefndur af embætti landlæknis.
    Ekki er greitt fyrir setu í starfshópnum.
    Starfshópurinn er ekki með starfsmenn.

Starfshópur til að meta innlagnir vegna vistunar á einkaheimilum eða stofnunum fyrir börn VEL11070180/06.51.03 + VEL12020209/03.04.01.
    Skipun: 4. apríl 2012.
    Skila átti tillögum fyrir 1. ágúst 2012. Nefndin hefur ekki lokið störfum.
    Starfshópurinn hefur það faglega verkefni að meta innlagnir vegna vistunar á einkaheimilum eða stofnunum fyrir börn og semja leiðbeinandi reglur um þær forsendur sem uppfylla þarf fyrir þeim vistunum.
          Páll Ólafsson, tilnefndur af Barnaverndarstofu, formaður.
          Heiða Björk Pálmadóttir, tilnefnd af Barnaverndarstofu.
          Guðlín Steinsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Guðrún Marinósdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg.
          Helga Jóna Sveinsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg.
          Rannveig Einarsdóttir, tilnefnd af Samtökum félagsmálastjóra.
    Ekki er greitt fyrir setu í starfshópnum.
    Starfshópurinn er ekki með starfsmenn.

Starfshópur um rekstur stofnana og heimila fyrir börn VEL11070180/06.51.03 + VEL12020209/03.04.01.
    Skipun: 30. mars 2012.
    Skila átti tillögum fyrir 1. ágúst 2012. Nefndin hefur ekki lokið störfum.
    Starfshópurinn hefur það verkefni að komast að niðurstöðu um rekstur þeirra stofnana sem starfræktar eru á vegum Reykjavíkurborgar, þ.e. að leiða til lykta valkosti viðvíkjandi rekstrarform, hugsanlega leigu/kaup á þeim fasteignum sem hýsa þá starfsemi sem um ræðir ásamt framkvæmdaratriðum er varða starfsmannamál eftir því sem við á.
          Björn Sigurbjörnsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar, formaður.
          Þorgerður Benediktsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Bragi Guðbrandsson, tilnefndur af Barnaverndarstofu.
          Stella K. Víðisdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg.
          Halldóra D. Gunnarsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg.
          Gyða Hjartardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Ekki er greitt fyrir setu í starfshópnum.
    Starfshópurinn er ekki með starfsmenn.

Verkefnahópur um framkvæmd breytinga á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands VEL12010255/03.04.01.
    Skipun: 19. mars 2012.
    Starfslok: Ótilgreind.
          Leifur Benediktsson, sérfræðingur í velferðarráðuneyti, án tilnefningar.
          Ægir Breiðfjörð Jóhannsson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
          Guðjón S. Brjánsson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
          Gunnar Einarsson, tilnefndur af Stykkishólmsbæ.
          Ásgeir Gunnar Jónsson, tilnefndur af Stykkishólmsbæ.
    Ekki er greitt fyrir setu í verkefnahópnum.
    Verkefnahópurinn er ekki með starfsmenn.

Verkefnisstjórn vegna félagsmálasjóðs Evrópu VEL12020204/03.04.01.
    Skipun: 19. mars 2012.
    Starfslok: Ótilgreind.
    Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að semja framkvæmdaáætlun vegna samstarfs við félagsmálasjóð Evrópu (European Social Fund, ESF) sem er einn af stoðkerfissjóðum Evrópusambandsins.
          Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar, formaður.
          Valgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Stefán Stefánsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
          Þorgeir Ólafsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
          Anna Guðrún Björnsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Ekki er greitt fyrir setu í verkefnisstjórninni.
    Helga Sverrisdóttir sérfræðingur hefur verið ráðin tímabundið til starfa fyrir verkefnisstjórnina frá 10. janúar 2013 og eru laun hennar 550.189 kr. á mánuði.

Lögbundnar nefndir sem hafa verið skipaðar á tímabilinu frá 20. mars 2012 – 20. janúar 2013.
Sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk skv. 14. gr. laga nr. 88/2011, um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. VEL12100032/03.04.01.
    Skipun: 15. nóvember 2012.
    Starfslok: 14. nóvember 2016.
          Felix Högnason þroskaþjálfi, formaður.
          Sigrún Hjartardóttir einhverfuráðgjafi, varaformaður.
          Atli Freyr Magnússon atferlisfræðingur.
          Ásta Birna Ólafsdóttir, þroskaþjálfi og sérkennari.
          Brynjar Emilsson sálfræðingur.
          Kristófer Þorleifsson geðlæknir.
          Kristrún Sigurjónsdóttir þroskaþjálfi.
    Formaður sérfræðiteymisins fær 54.600 kr. (30 þóknunareiningar) á mánuði fyrir setu í teyminu en aðrir í teyminu fá 27.300 kr. (15 þóknunareiningar).
    Sérfræðiteymið er ekki með starfsmenn.

Nefnd um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar, skv. 15. gr. laga nr. 88/2011 um réttindagæslu fyrir fatlað fólk VEL12100033/03.04.01.
    Skipun: 15. nóvember 2012.
    Starfslok: 14. nóvember 2016.
          Lára Björnsdóttir, formaður.
          Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.
          Karl Reynir Einarsson, geðlæknir á geðsviði Landspítala.
    Fyrir setu í nefndinni á að greiða formanni nefndarinnar 27.300 kr. (15 þóknunareiningar) fyrir hvern fund sem nefndin heldur og öðrum nefndarmönnum 18.200 kr. (10 þóknunareiningar).
    Nefndin er ekki með starfsmenn.

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála skv. 1. mgr. 5. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000. FEL09090065 og VEL12110378/03.02.09.
    Skipun: 9. nóvember 2012.
    Starfslok: 8. nóvember 2015.
    Aðalmenn:
          Jóna Björk Helgadóttir héraðsdómslögmaður, formaður.
          Gunnlaugur Sigurjónsson heimilislæknir, varaformaður.
          Heiða Gestsdóttir lögfræðingur.
    Varamenn:
          Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri.
          Ósk Ingvarsdóttir, sérfræðingur í kvenlækningum.
          Ásta Sigrún Helgadóttir lögfræðingur.
    Formaður nefndarinnar fær greiddar 131.040 kr. (72 þóknunareiningar) á mánuði fyrir setu í nefndinni en aðrir nefndarmenn 65.520 kr. (36 þóknunareiningar).
    Vera Dögg Guðmundsdóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, er starfsmaður nefndarinnar.

Stjórn Ábyrgðasjóðs launa, skv. 3. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, FEL08060064/VEL12010277 og VEL12080091/04.02.
    Skipun: 9. október 2012.
    Starfslok: 8. október 2016.
    Aðalmenn:
          Anna Kristín Gunnarsdóttir, án tilnefningar, formaður.
          Halldór Oddsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.
          Álfheiður Mjöll Sívertsen, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
    Varamenn:
          Sigríður Björk Jónsdóttir, án tilnefningar, varamaður formanns.
          Magnús M. Norðdahl, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.
          Kristín Þóra Harðardóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
    Fram til 30. júní 2012 fékk formaður stjórnar 26.325 kr. á mánuði og aðrir nefndarmenn 15.795 kr. Stjórnarmenn hafa ekki fengið greiðslur frá 1. júlí 2012.
    Björgvin Steingrímsson, deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun, er starfsmaður nefndarinnar en ekki er greitt sérstaklega fyrir þá vinnu.

Samstarfsnefnd um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar FEL08010053 + VEL11030262 + VEL12050094/021-9/03.03.22.
    Endurskipað ótímabundið frá 15. ágúst 2012.
    Starfslok: Ótímabundið.
    Aðalmenn:
          Gylfi Kristinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar, formaður.
          Magnús M. Norðdahl, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.
          Hrafnhildur Stefánsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
Varamenn:
          Rán Ingvarsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Maríanna Traustadóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands.
          Álfheiður M. Sívertsen, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
    Ekki er greitt fyrir setu í samstarfsnefndinni.
    Samstarfsnefndin er ekki með starfsmenn.

Lyfjagreiðslunefnd HBR08070056/03.02.05 – VEL12060061/03.02.05.
Endurskipað frá 15. ágúst 2012 – 14. ágúst 2016.
    Lyfjagreiðslunefnd er skipuð fimm mönnum skv. 43. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994, til fjögurra ára í senn. Lyfjagreiðslunefnd skal við ákvarðanir sínar hafa í huga það markmið laganna að halda lyfjakostnaði í lágmarki.
    Aðalmenn:
          Rúna Hauksdóttir Hvannberg, án tilnefningar, formaður.
          Björn Þór Hermannsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
          Matthías Halldórsson, tilnefndur af embætti landlæknis.
          Rannveig Gunnarsdóttir, tilnefnd af Lyfjastofnun.
          Katrín Eydís Hjörleifsdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands.
    Varamenn:
          Ágúst Ólafur Ágústsson, án tilnefningar, varaformaður.
          Guðrún Ögmundsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
          Gerður Gröndal, tilnefnd af embætti landlæknis.
          Jóhann M. Lenharðsson, tilnefndur af Lyfjastofnun.
          Steingrímur Ari Arason, tilnefndur af Sjúkratryggingum Íslands.
    Formaður nefndarinnar fær greiddar 112.840 kr. (62 þóknunareiningar) á mánuði fyrir setu í nefndinni en aðrir nefndarmenn 56.420 kr. (31 þóknunareiningar). Einn nefndarmanna, Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, fær ekki greidd nefndarlaun.
    Lyfjagreiðslunefnd er örstofnun með fjóra starfsmenn í 3,7 stöðugildum og eru laun starfsmanna samtals 1.734.050 kr. á mánuði.

Sérfræðinefnd um kynáttunarvanda skv. 5. gr. laga nr. 57/2012, um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda. VEL12070043/03.03.46.
    Skipun: 14. ágúst 2012 til fjögurra ára.
    Starfslok: 13. ágúst 2016.
    Hlutverk nefndarinnar er að staðfesta að umsóknaraðili sem uppfyllir öll skilyrði eftir greiningu og viðurkennda meðferð hjá teymi Landspítala um að hann tilheyri gagnstæðu kyni og ef við á skal nefndin einnig staðfesta að umsækjandi sé hæfur til kynleiðréttandi aðgerðar.
    Sérfræðinefnd um kynáttunarvanda er þannig skipuð:
          Geir Gunnlaugsson landlæknir, formaður.
          María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti.
          Engilbert Sigurðsson geðlæknir.
    Ekki er greitt fyrir setu í sérfræðinefndinni.
    Sérfræðinefndin er ekki með starfsmenn.

Prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga FEL08060115/VEL12080114/03.03.11.
    Endurskipun: 10. ágúst 2012.
    Starfslok: 9. ágúst 2016.
    Velferðarráðherra skipar prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga samkvæmt reglugerð um leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar, nr. 233/1996, sem standa skal fyrir námskeiði og prófi samkvæmt ákvæðum 7. mgr. 16. gr. a laga um fjöleignarhús, nr. 26/1994.
    Aðalmenn:
          Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir héraðsdómslögmaður, formaður.
          Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður.
          Magnús Sædal Svavarsson byggingarfulltrúi.
    Varamenn:
          Hulda Rúriksdóttir hæstaréttarlögmaður, varaformaður.
          Benedikt Bogason héraðsdómari.
          Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi.
    Þóknananefnd ákvarðar þóknun nefndarmanna á grundvelli upplýsinga um starfsemi nefndarinnar. Síðast var þóknun nefndarinnar metin fyrir tímabilið 1. janúar 2011 til 31. desember 2012. Samkvæmt þeirri ákvörðun var talið hæfilegt að greiða formanni nefndarinnar 136.500 kr. (75 þóknunareiningar) fyrir tímabilið og öðrum nefndarmönnum 91.000 kr. (50 þóknunareiningar).
    Björg Gunnarsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi í velferðarráðuneytinu, er ritari nefndarinnar.

Stjórn lýðheilsusjóðs VEL12060127/04.09.
    Skipun: 10. júlí 2012 til þriggja ára.
    Starfslok: 9. júlí 2015.
    Samkvæmt 4. gr. b laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, með síðari breytingum, skal starfrækja lýðheilsusjóð sem hefur það hlutverk að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laganna, bæði innan og utan embættisins. Stjórn lýðheilsusjóðs hefur á hendi stjórn sjóðsins og tekur ákvarðanir um úthlutun styrkja úr sjóðnum í samræmi við ákvæði 2. gr. reglugerðar um lýðheilsusjóð nr. 1260/2011 og starfsreglur er sjóðurinn setur sér. Embætti landlæknis annast daglega umsýslu og reikningshald sjóðsins. Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum hans.
    Stjórnin er þannig skipuð:
          Steinunn Sigurðardóttir, án tilnefningar, formaður.
    Embætti landlæknis hefur tilnefnt eftirtalda aðila í stjórn lýðheilsusjóðs:
          Rafn M. Jónsson, sérfræðing í áfengis- og vímuvörnum, varaformaður.
    Til vara: Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóra heilsueflandi skóla.
          Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sviðsstjóra áhrifaþátta heilbrigðis.
    Til vara: Báru Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra heilsueflandi leikskóla.
    Eftirfarandi aðilar hafa verið tilnefndir af fagráðum landlæknis um lýðheilsu til setu í stjórn lýðheilsusjóðs:
          Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands.
    Til vara: Helga Sif Friðjónsdóttir.
          Jóhanna Kristjánsdóttir, starfsmaður Reyksímans.
    Til vara: Karl Andersen læknir.
          Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi, forstöðumaður Geðheilsu – eftirfylgd og Hugarafls.
    Til vara: Björn Hjálmarsson barnalæknir, formaður Félags íslenskra barnalækna.
          Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við heilbrigðisvísindasvið HÍ.
    Til vara: Hróbjartur Darri Karlsson hjartalæknir.
    Stjórnarformaður sjóðsins fær 16.380 kr. (9 þóknunareiningar) á mánuði. Þeir stjórnarmenn sem tilnefndir eru af embætti landlæknis fá ekki greidd stjórnarlaun en aðrir stjórnarmenn fá 8.190 kr. (4,5 þóknunareiningar) fyrir hvern fund sem þeir sækja.
    Lýðheilsusjóður er ekki með starfsmenn.

Samstarfsnefnd um sóttvarnir VEL11070090/03.03.23.
    Skipun: 2. júlí 2012.
    Starfslok: 1. júlí 2016.
    Samstarfsnefnd um sóttvarnir er skipuð skv. 2. mgr. 11. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndarinnar er að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirumsjón með nauðsynlegum aðgerðum til að meta og uppræta smithættu eða hættu sem stafar af dýrum, matvælum, starfsemi, vatni, skolplögnum, loftræstingu eða öðru í umhverfinu sem getur dreift smitnæmum sjúkdómsvöldum, eiturefnum eða geislavirkum efnum sem ógna heilsu manna.
    Aðalmenn:
          Haraldur Briem sóttvarnalæknir, án tilnefningar, formaður.
          Sigurður M. Magnússon, tilnefndur af Geislavörnum ríkisins.
          Sigurborg Daðadóttir, tilnefnd af Matvælastofnun.
          Halldór Runólfsson, tilnefndur af Matvælastofnun.
          Sigríður Kristjánsdóttir, tilnefnd af Umhverfisstofnun.
          Guðmundur Bjarki Ingvarsson, tilnefndur af Umhverfisstofnun.
    Varamenn:
          Guðrún Sigmundsdóttir yfirlæknir, án tilnefningar.
          Sigurður Emil Pálsson, tilnefndur af Geislavörnum ríkisins.
          Sigurður Örn Hansson, tilnefndur af Matvælastofnun.
          Auður Lilja Arnþórsdóttir, tilnefnd af Matvælastofnun.
          Gunnlaug Einarsdóttir, tilnefnd af Umhverfisstofnun.
          Kristján Geirsson, tilnefndur af Umhverfisstofnun.
    Ekki er greitt fyrir setu í samstarfsnefndinni.
    Samstarfsnefndin er ekki með starfsmenn.

Samráðsnefnd gjaldskyldra aðila samkvæmt lögum um gjaldtöku vegna umboðsmanns skuldara VEL12040055/03.03.44.
    Skipun: 8. júní 2012.
    Starfslok: 7. júní 2015.
    Samkvæmt 3. gr. laga nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, skal velferðarráðherra skipa fjögurra manna samráðsnefnd gjaldskyldra aðila samkvæmt tilnefningum til þriggja ára í senn. Hlutverk samráðsnefndarinnar er að fjalla um skýrslu umboðsmanns skuldara skv. 2. gr. og skila áliti um skýrsluna til umboðsmanns skuldara.
          Gunnhildur Gunnarsdóttir, tilnefnd af Íbúðalánasjóði.
          Óskar Magnússon, tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða.
          Guðrún Gunnarsdóttir, tilnefnd af Samtökum fjármálafyrirtækja.
          Yngvi Örn Kristinsson, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja.
    Ekki er greitt fyrir setu í samráðsnefndinni.
    Samráðsnefndin er ekki með starfsmenn.

Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins VEL12050180/03. 03.45.
    Skipun: 1. júní 2012.
    Starfslok: 31. maí 2016.
    Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, skipar ráðherra þriggja manna færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi. Samkvæmt sömu grein reglugerðarinnar er ráðherra heimilt að skipa sex menn í færni- og heilsumatsnefnd í fjölmennum heilbrigðisumdæmum, svo sem heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins.
    Hlutverk færni- og heilsumatsnefnda er að annast mat á þörf einstaklinga fyrir dvöl í hjúkrunar- og dvalarrými. Auk þess metur nefndin þörf á hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.
    Aðalmenn:
          Pálmi V. Jónsson læknir, formaður.
          Unnur K. Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, varaformaður.
          Eyrún Jónatansdóttir félagsráðgjafi.
          Inga Valgerður Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur.
          Guðrún Reykdal félagsráðgjafi.
          Gríma Huld Blængsdóttir heilsugæslulæknir.
    Varamenn:
          Ásdís Geirsdóttir hjúkrunarfræðingur.
          Vilhelmína Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
          Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi.
          Guðleif Leifsdóttir félagsráðgjafi.
          Haukur Valdimarsson læknir.
          Ólafur Þór Gunnarsson læknir.
    Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sér um vinnu fyrir færni- og heilsumatsnefndina.

Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Vesturlands VEL12050181/03.03.45.
    Skipun: 1. júní 2012.
    Starfslok: 31. maí 2016.
    Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, skipar ráðherra þriggja manna færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi.
    Hlutverk færni- og heilsumatsnefnda er að annast mat á þörf einstaklinga fyrir dvöl í hjúkrunar- og dvalarrými. Auk þess metur nefndin þörf á hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.
    Aðalmenn:
          Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur, formaður.
          Guðmundur Sigurðsson læknir.
          Laufey Jónsdóttir, þroskaþjálfi og diplóma í öldrunarfræði.
    Varamenn:
          Hjördís Hjartardóttir félagsráðgjafi.
          Hallveig Skúladóttir hjúkrunarfræðingur.
          Ólafur Þór Gunnarsson læknir.
    Heilbrigðisstofnun Vesturlands sér um vinnu fyrir færni- og heilsumatsnefndina.

Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Vestfjarða VEL12050182/03.03.45.
    Skipun: 1. júní 2012.
    Starfslok: 31. maí 2016.
    Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, skipar ráðherra þriggja manna færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi.
    Hlutverk færni- og heilsumatsnefnda er að annast mat á þörf einstaklinga fyrir dvöl í hjúkrunar- og dvalarrými. Auk þess metur nefndin þörf á hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.
    Aðalmenn:
          Helgi Kr. Sigmundsson læknir, formaður.
          Þuríður Ingimundardóttir hjúkrunarfræðingur.
          Margrét Geirsdóttir félagsráðgjafi.
    Varamenn:
          Jón B. G. Jónsson læknir.
          Hulda Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur.
          Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsráðgjafi.
    Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sér um vinnu fyrir færni- og heilsumatsnefndina.

Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Norðurlands VEL12050183/03.03.45.
    Skipun: 1. júní 2012.
    Starfslok: 31. maí 2016.
    Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, skipar ráðherra þriggja manna færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi.
    Hlutverk færni- og heilsumatsnefnda er að annast mat á þörf einstaklinga fyrir dvöl í hjúkrunar- og dvalarrými. Auk þess metur nefndin þörf á hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.
    Aðalmenn:
          Arna Rún Óskarsdóttir læknir, formaður.
          Herdís Klausen hjúkrunarfræðingur.
          Anna Marit Níelsdóttir félagsráðgjafi.
    Varamenn:
          Gunnar Sandholt félagsráðgjafi.
          Anna Kristrún Sigmarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
          Guðrún Dóra Clarke læknir.
     Heilsugæslan á Akureyri sér um vinnu fyrir færni- og heilsumatsnefndina.

Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Austurlands VEL12050184/03.03.45.
    Skipun: 1. júní 2012.
    Starfslok: 31. maí 2016.
    Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, skipar ráðherra þriggja manna færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi.
    Hlutverk færni- og heilsumatsnefnda er að annast mat á þörf einstaklinga fyrir dvöl í hjúkrunar- og dvalarrými. Auk þess metur nefndin þörf á hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.
    Aðalmenn:
          Þórarinn Baldursson læknir, formaður.
          Svanbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur.
          Sigrún Harðardóttir félagsráðgjafi.
    Varamenn:
          Ólafur Sveinbjörnsson læknir.
          Guðbjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur.
          Hildur Bergsdóttir félagsráðgjafi.
    Heilbrigðisstofnun Austurlands sér um vinnu fyrir færni- og heilsumatsnefndina.
    
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Suðurlands VEL12050185/03.03.45.
    Skipun: 1. júní 2012.
    Starfslok: 31. maí 2016.
    Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, skipar ráðherra þriggja manna færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi.
    Hlutverk færni- og heilsumatsnefnda er að annast mat á þörf einstaklinga fyrir dvöl í hjúkrunar- og dvalarrými. Auk þess metur nefndin þörf á hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.
    Aðalmenn:
          Unnur Þormóðsdóttir hjúkrunarfræðingur, formaður.
          Þórir Kolbeinsson læknir.
          Kristjana Sigmundsdóttir félagsráðgjafi.
    Varamenn:
          Steinunn Birna Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
          María Kristjánsdóttir félagsráðgjafi.
          Arnar Þór Guðmundsson læknir.
     Heilbrigðisstofnun Suðurlands sér um vinnu fyrir færni- og heilsumatsnefndina.

Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Suðurnesja VEL12050186/03.03.45.
    Skipun: 1. júní 2012.
    Starfslok: 31. maí 2016.
     Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, skipar ráðherra þriggja manna færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi.
    Hlutverk færni- og heilsumatsnefnda er að annast mat á þörf einstaklinga fyrir dvöl í hjúkrunar- og dvalarrými. Auk þess metur nefndin þörf á hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.
    Aðalmenn:
          Rósa Víkingsdóttir hjúkrunarfræðingur, formaður.
          Sigurður Árnason læknir.
          Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi.
    Varamenn:
          Ása Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi.
          Bragi Þór Stefánsson læknir.
          Eyrún Sif Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur.
    Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sér um vinnu fyrir færni- og heilsumatsnefndina.
    
    Greiðslur til formanns og tveggja nefndarmanna í framantöldum færni- og heilsumatsnefndum eru samkvæmt eftirfarandi frá 1. júní 2012 (verð á mati):
              
Tegund rýmis
Mat í rými
Formaður Nefndarmaður Nefndarmaður Samtals kr.
Hjúkrunarrými Afgreidd möt 3.911 2.607 2.607 9.125
Hjúkrunarrými Endurmöt 2.794 1.860 1.860 6.514
Dvalarrými Afgreidd möt 3.911 2.607 2.607 9.125
Dvalarrými Endurmöt 2.794 1.860 1.860 6.514
Hvíldarrými Afgreidd möt 1.955 1.304 1.304 4.563

     Greiðslur til nefndarmanna í framantöldum færni- og heilsumatsnefndum eru verktakagreiðslur.

Réttindavakt fyrir fatlað fólk VEL12020106/03.03.43.
    Með vísan til 3. gr. laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011.
    Skipun: 21. maí 2012.
    Starfslok: 20. maí 2016.
    Samkvæmt 3. gr. laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, skal velferðarráðuneytið koma á fót sérstakri réttindavakt sem skal hafa yfirumsjón með réttindum fatlaðs fólks.
    Aðalmenn:
          Ingbjörg Broddadóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar, formaður.
          Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Rún Knútsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar.
          Hrefna K. Óskarsdóttir verkefnastjóri, tilnefnd af Öryrkjabandalagi Íslands.
          Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri LÞ, tilnefndur af Landssamtökunum Þroskahjálp.
          Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræðum, tilnefnd af Háskóla Íslands.
          Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Varamenn:
          Gerður A. Árnadóttir, formaður LÞ, tilnefnd af Landssamtökunum Þroskahjálp.
          Guðrún V. Stefánsdóttir, dósent í fötlunarfræðum, tilnefnd af Háskóla Íslands.
          Gyða Hjartardóttir félagsþjónustufulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Ekki er greitt fyrir setu í réttindavaktinni.
    Réttindavaktin er ekki með starfsmenn.

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða VEL12070015/ FEL08050066/03.02.07.
    Endurskipun: 15. maí 2012.
    Starfslok: 14. maí 2016.
    Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða er skipuð skv. 11. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með síðari breytingum. Hlutverk nefndarinnar er að kveða upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laganna.
    Aðalmenn:
          Brynhildur Georgsdóttir, formaður.
          Hulda Rós Rúriksdóttir.
          Helgi Áss Grétarsson.
    Varamenn:
          Þuríður Jónsdóttir, varaformaður.
          Ragnhildur Jónasdóttir.
          Laufey Jóhannsdóttir.
    Formaður úrskurðarnefndarinnar fær greiddar 177.450 kr. (97,5 þóknunareiningar) á mánuði fyrir setu í nefndinni en aðrir nefndarmenn 136.500 kr. (75 þóknunareiningar).
    Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, starfar fyrir nefndina.