Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 601. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1323  —  601. mál.




Svar



fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar
um þróun ríkisútgjalda árin 1991–2011.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hefur skipting ríkisútgjalda A-hluta ríkissjóðs í fjárlögum eftir málaflokkum árin 1991–2011 verið, annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á verðlagi 2013? Svar óskast sundurliðað eftir eftirtöldum málaflokkum:
                  a.      almenn opinber þjónusta,
                  b.      löggæsla og öryggismál,
                  c.      fræðslumál,
                  d.      heilbrigðismál,
                  e.      almannatryggingar og velferðarmál,
                  f.      húsnæðis- og skipulags- og hreinsunarmál,
                  g.      menningarmál,
                  h.      eldsneytis- og orkumál,
                  i.      landbúnaðar- og sjávarútvegsmál,
                  j.      iðnaðarmál,
                  k.      samgöngumál,
                  l.      önnur útgjöld vegna atvinnuvega,
                  m.      önnur útgjöld ríkissjóðs.
     2.      Hver var skipting þessara útgjalda sem hlutfall af heildarútgjöldum í A-hluta ríkissjóðs á árunum 1991–2011?
     3.      Hver voru heildarríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu á framangreindum árum?

Almennt um talnaefnið.
    Í meðfylgjandi umfjöllun er fjallað um skiptingu ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs eftir málaflokkum á árunum 1998–2011 annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á verðlagi ársins 2013. Töflur og mynd sem vísað er til er að finna eftirfarandi. Umfjöllunin og sundurliðun útgjalda miðast við eftirfarandi forsendur:
          Gengið er út frá upplýsingum um þróun ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs miðað við árin 1998–2011 en ekki eru settar fram tölur fyrir árin 1991–1997. Ástæða þess er sú að árið 1998 voru gerðar miklar breytingar á reikningshaldsgrunni og framsetningu fjárlaga og ríkisreiknings í kjölfar nýrra laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997. Sú lagasetning hafði í för með sér miklar breytingar á framsetningu á veltu tekju- og gjaldahliðar í fjárlögum og ríkisreikningi og voru þær þess eðlis að tekjur og útgjöld ríkissjóðs stórhækkuðu frá því sem verið hafði. Vegna þessara víðtæku breytinga á fjárreiðum ríkisins árið 1998 er marklaust að bera saman útgjöld A-hluta ríkissjóðs eftir það við tölur frá fyrri tíð nema gera viðeigandi leiðréttingar og aðlaganir á eldri tölunum eða nota annan reikningshaldsgrunn sem hefur haldist óbreyttur yfir tímabilið, eins og grunn þjóðhagsreikninga. Mjög flókið og tímafrekt verk væri að reyna að breyta framsetningu reikninga fyrri ára með þessum hætti og hefur slík vinna ekki farið fram á gagnagrunnum ráðuneytisins.
          Tölurnar miðast við ríkisreikning viðkomandi ára en þó hafa verið gerðar nokkrar leiðréttingar á þeim í tengslum við breytta framsetningu á ýmsum útgjaldatilefnum sem gerð hefur verið á tímabilinu, svo sem vegna tilfæringa á liðum eftir hagrænni skiptingu. Af þeim leiðréttingum vegur þyngst að útgjöld áranna 1998–2010 hafa hér verið lækkuð sem nemur yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga til að gefa betri samanburð þegar horft er yfir lengra tímabil. Málefni fatlaðra voru að mestu leyti færð til sveitarfélaganna frá og með ársbyrjun 2011. Við það lækkuðu tekjur og útgjöld ríkissjóðs um 10,8 milljarða kr. á verðlagi ársins 2010 en ætla má að sú lækkun mundi nema um 12,3 milljörðum kr. á verðlagi ársins 2013.
          Í umfjölluninni er einnig gerður samanburður á útgjöldum með og án óreglulegra liða. Þegar útgjöld ríkissjóðs eru skoðuð yfir lengra tímabil er gagnlegt að undanskilja einskiptis og óreglulega útgjaldaliði sem geta haft mikil áhrif á einstökum árum og valdið skekkju í samanburði yfir lengri tímabil. Um er að ræða útgjaldaliði sem geta sveiflast mikið milli ára, svo sem vegna hagþróunar eða samkvæmt mati eftir á við reikningshaldslegt uppgjör, sem stjórnvöld geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k. ekki til skamms tíma. Með því að undanskilja óreglulega liði er unnt að greina betur undirliggjandi útgjaldaþróun í rekstri ríkissjóðs. Dæmi um slíka óreglulega liði eru afskriftir skattkrafna, lífeyrisskuldbindingar og ríkisábyrgðir. Má í því samhengi nefna 33 milljarða kr. styrk til Íbúðalánasjóðs á árinu 2010 sem óreglulegan lið. Í umfjölluninni hér eru vaxtagjöld ríkissjóðs og atvinnuleysisbætur einnig flokkaðar sem óreglulegir liðir nema þegar annað er tekið fram.
          Málaflokkaskiptingin sem stuðst við í þessari umfjöllun er byggð á svokölluðum COFOG-staðli 1 fjárlaga sem er alþjóðlegur staðall Sameinuðu þjóðanna og er sú flokkun í samræmi við fyrirspurnina. Þess ber þó að geta að í fjárlögum er notuð eldri útgáfa af staðlinum en tekin hefur verið upp í ríkisreikningi, sem er að vissu marki frábrugðin, en í því felst að stöðugleiki hefur verið í flokkuninni á útgjaldaþróuninni yfir tímabilið.
          Loks ber að nefna að við staðvirðingu útgjalda yfir á verðlag ársins 2013 var hver af fimm þáttum hagrænnar skiptingar 2 á útgjöldum ríkissjóðs staðvirtur með vísitölu sem ætla má að mæli betur verðþróun í þeim kostnaðarþáttum sem í hlut eiga. Var í því þeim tilgangi stuðst við meðalgengisvísitölu, vísitölu neysluverðs, verðvísitölu samneyslu, vísitölu byggingarkostnaðar og vísitölu fjármunamyndunar. Ætla má að slík vísitala gefi raunhæfari mynd af verðlagsþróun með tilliti til samsetningar á útgjöldum ríkissjóðs þegar þau eru færð til verðlags 2013 í stað þess að miða einungis við t.d. vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir ágætlega verðbreytingar í útgjaldakörfu heimilanna, t.d. matar- og fatainnkaup, og þar með kaupmátt fjármuna í hendi vísitölufjölskyldunnar, en á hins vegar ekki jafn vel við um samsetningu ríkisútgjaldanna í heild, sem spanna allt frá launagreiðslum og tryggingabótum yfir í byggingarkostnað jarðganga.

1. Skipting ríkisútgjalda A-hluta ríkissjóðs í fjárlögum eftir málaflokkum.
    Í eftirfarandi töflum 1 og 2 má sjá skiptingu ríkisútgjalda 1998–2011 miðað við framangreindar forsendur, annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á verðlagi ársins 2013. Stærstu útgjaldaliðirnir samkvæmt þessari flokkun eru almannatryggingar og velferðarmál, heilbrigðismál og önnur útgjöld ríkissjóðs en undir síðastnefnda málaflokkinn falla meðal annars vaxtagjöld. Útgjöld til þessara málaflokka námu á bilinu 120–150 milljörðum kr. á árinu 2011 miðað við verðlag ársins 2013 en hafa ber í huga að um 60% af öðrum útgjöldum ríkissjóðs á árinu 2011 voru vaxtagjöld. Á föstu verðlagi hafa heildarútgjöld ríkissjóðs vaxið um 166 milljarða kr. frá árinu 1998 til ársins 2011 eða sem svarar til um 36% aukningar. Á sama tíma hefur verg landsframleiðsla vaxið um rúmlega 38% á föstu verðlagi og hefur raunaukning ríkisútgjalda því verið nokkuð nálægt aukinni landsframleiðslu.
    Í töflum 3 og 4 má sjá sömu skiptingu og í töflum 1 og 2 nema að leiðrétt hefur verið fyrir óreglulegum liðum og vaxtagjöldum. Eins og sjá má í töflu 4 voru útgjöld ríkissjóðs tæpum 107 milljörðum kr. hærri árið 2011 en árið 1998 á föstu verðlagi eða sem svarar til um 30% aukningar. Með þessari framsetningu verður aukningin því talsvert minni en í töflu 2 og skýrist það að stærstum hluta af því að vaxtagjöld og atvinnuleysisbætur, sem hér eru frátaldar, hafa hækkað umtalsvert á tímabilinu. Framlög til almannatrygginga og velferðarmála hafa hækkað mest í krónum talið frá árinu 1998, eða um rúma 42 milljarða kr. (54%) á föstu verðlagi en um 62 milljarða kr. (73%) væru atvinnuleysisbætur meðtaldar. Þar á eftir koma framlög til heilbrigðismála með tæpa 26 milljarða kr. (25%) í aukningu og framlög til fræðslumála með um 13,3 milljarða kr. (35%). Þetta eru þrír útgjaldamestu flokkarnir í rekstri ríkissjóðs þegar óreglulegir liðir og vaxtagjöld eru frátalin og nemur hlutfallsleg aukning framlaga til þessara málaflokka 25–54% yfir fyrrgreint tímabil. Hlutfallslega hafa framlög til eldsneytis- og orkumála lækkað mest eða um 33% en um er að ræða útgjöld sem hafa afar lítið vægi með tilliti til heildarútgjalda ríkissjóðs. Einnig kemur fram að landbúnaðar- og sjávarútvegsmál hafa lækkað um 17,2% eða sem nemur 4,6 milljörðum kr. á verðlagi ársins 2013.

2. Hlutfall af heildarútgjöldum.

    Í töflum 5 og 6 má sjá þróun ríkisútgjalda í A-hluta eftir málaflokkum sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkissjóðs fyrir árin 1998–2011.
    Í töflu 5 hefur hvorki verið leiðrétt fyrir óreglulegum liðum né vaxtagjöldum og má þar sjá að málaflokkurinn önnur útgjöld ríkissjóðs er mjög umfangsmikill hluti ríkisútgjaldanna eða rúmlega 19% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Undir þann málaflokka falla stórir liðir á borð við vaxtagjöld, lífeyrisskuldbindingar og afskriftir skattkrafna o.fl. Í töflu 6 hefur verið leiðrétt fyrir óreglulegum liðum og gefur sú þróun betri mynd af framlagi ríkissjóðs til venjubundins reksturs. Þar má sjá að hlutfall útgjalda þriggja stærstu útgjaldaflokkana, þ.e. heilbrigðismála, fræðslumála og almannatrygginga og velferðarmála hefur samanlagt haldist nokkuð stöðugt frá árinu 1998 til ársins 2010. Á þeim árum var hlutfallið á bilinu 60–63% af útgjöldum ríkissjóðs en á árinu 2011 varð það talsvert hærra, eða 64,6%. Þó má sjá að framlög til heilbrigðismála voru komin undir 28% árið 2011 eftir að hafa verið á bilinu 28– 30% á árunum 1998–2010. Á móti því vegur að hlutfall almannatrygginga og velferðarmála af heildarútgjöldum ríkissjóðs var 26% árið 2011 sem er mun hærra hlutfall en á árunum 1998–2010 þegar það var á bilinu 21–23%. Það skýrist að miklu leyti af verulegum bótahækkunum sem gerðar voru á árinu 2011. Væru atvinnuleysisbætur meðtaldar færi hlutfall þessa málaflokks hins vegar úr 23% árið 1998 í tæplega 30% árið 2011. Í töflu 6 má sjá að útgjöld til samgöngumála voru árið 2011 rúmlega 5% sem er talsvert lægra hlutfall en áratuginn þar á undan þar sem hlutfallið var á bilinu 7–10%. Lækkun hlutfallsins skýrist aðallega af því að ekki hefur verið ráðist í jafn miklar vegaframkvæmdir eftir efnahagssamdráttinn í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 þar sem gripið til aðhaldsaðgerða með það að markmiði að koma á jöfnuði í ríkisfjármálum. Þó þarf að hafa í huga að framlög til samgöngumála voru 8,5–10% á árunum 2007–2009 sem var mun hærra hlutfall en hafði verið áratuginn þar á undan.

3. Heildarríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu.
    Í töflu 7 og á mynd má sjá þróun heildarútgjalda ríkissjóðs með og án óreglulegra liða ásamt þróun vaxtagjalda sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 1998–2011. Til samanburðar er einnig sýnd þróun frumútgjalda með og án óreglulegra liða sem hlutfall af VLF en þar er um að ræða útgjöld að frátöldum vaxtagjöldum. Frumútgjöldin gefa betri vísbendingu um þróun venjubundins reksturs ríkisins. Í tölum og línu á myndinni um heildargjöld án óreglulegra liða eru vaxtagjöldin hins vegar innifalin.
    Þegar heildarútgjöld ríkissjóðs með óreglulegum liðum eru skoðuð yfir þetta tímabil má sjá að þau voru á bilinu 28,5–33% af VLF á árunum 1998–2007 og að þau urðu ívið lægri í lok tímabilsins en í upphafi. Áhrif efnahagsáfallsins árið 2008 má sjá glögglega í þessum tölum þar sem heildarútgjöldin hækkuðu í 46% af VLF það ár, sem skýrist að miklu leyti af miklum einskiptisútgjöldum tengdum efnahagshruninu. Þar er aðallega um að ræða gjaldfærslur í tengslum við endurreisn fjárhags Seðlabanka Íslands og verulegt verðmætatap hjá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Útgjöldin lækkuðu í um 38% af VLF á árunum 2009 og 2010 þar sem saman fóru frekari útgjöld í tengslum við efnahagshrunið, svo sem aukinn vaxtakostnaður og atvinnuleysisbætur, og skarpur samdráttur í landsframleiðslu, en hún lækkaði um hátt í 11% á tveggja ára tímabili. Á móti því vógu aðhaldsaðgerðir stjórnvalda til lækkunar á útgjöldum. Hlutfall heildarútgjalda af VLF lækkaði enn frekar árið 2011 eða í 35% en þá mældist tæplega 3% hagvöxtur. Miðað við forsendur úr þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í nóvember 2012 og forsendur fjárlaga 2013 er gert ráð fyrir að hlutfallið lækki enn frekar árin 2012 og 2013 þannig að það lækki í nálægt 31%, sem er nokkuð sambærilegt því sem var á árunum fyrir hrun. Þegar óreglulegir liðir eru dregnir frá voru heildarútgjöld ríkissjóðs 27–30,5% af VLF fram til ársins 2008 en árin 2009–2011 voru útgjöldin hins vegar á bilinu 30–34%. Það skýrist að stórum hluta af auknum vaxtagjöldum sem voru 2–3 prósentustigum hærri en áratuginn þar á undan og hækkun útgjalda við atvinnuleysisbætur um yfir 20 milljarða kr.
    Til samanburðar er áhugavert að skoða þróun frumútgjalda ríkissjóðs yfir sama tímabil en þar hafa vaxtagjöld verið dregin frá heildarútgjöldunum eins og fyrr greinir. Á árunum 1998–2008 voru frumútgjöld án óreglulegra liða á bilinu 24–27% sem hlutfall af VLF að frátöldu árinu 2003 þegar hlutfallið var nærri 29%. Á árunum 2009–2011 voru þessi útgjöld um 27–28% af VLF en hins vegar er gert ráð fyrir að það hlutfall verði talsvert lægra á árunum 2012 og 2013 eða á bilinu 24,5–25%. Gangi það eftir verður undirliggjandi rekstrarkostnaður ríkissjóðs við skilyrði hagvaxtar orðinn nokkuð sambærilegur því sem hann var áratuginn fyrir efnahagshrunið haustið 2008. Þegar hægir á hagvexti eða samdráttar gætir, líkt og á árunum 2002–2003, má í kjölfarið búast við nokkurri hækkun á þessu hlutfalli þar sem landsframleiðslan vex þá hægar en útgjöldin við ríkisreksturinn. Sá megin munur er þó á ríkisútgjöldunum miðað við fyrri ár að samsetning þeirra hefur breyst á þá leið að vaxtakostnaður er orðinn miklu stærri hluti heildarútgjaldanna en áður. Tafla 1. Skipting ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs eftir málaflokkum 1998–2011 á verðlagi hvers árs.
Útgjöld í millj. kr. á verðlagi hvers árs 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Almenn opinber þjónusta 9,9 11,2 13,0 13,4 15,1 15,4 15,9 16,9 18,2 22,5 25,2 28,2 29,6 30,9
Eldsneytis- og orkumál 1,5 1,6 1,7 1,9 2,0 2,2 2,1 2,3 2,3 2,3 2,8 2,3 2,4 2,3
Fræðslumál 15,0 16,1 16,6 20,6 22,7 25,6 27,3 30,2 34,0 38,1 43,5 46,9 48,5 46,6
Heilbrigðismál 40,5 48,8 51,4 57,2 66,2 69,9 75,3 79,3 88,5 98,0 112,1 119,3 115,3 116,8
Iðnaðarmál 0,6 0,7 0,7 0,8 1,0 1,8 1,1 1,5 1,6 1,7 2,0 2,4 2,0 7,6
Löggæsla og öryggismál 8,0 9,0 9,8 10,8 11,5 12,5 12,5 13,5 15,2 17,5 21,6 24,1 21,5 22,4
Samgöngumál 10,2 11,9 13,4 15,9 16,1 18,3 20,3 18,5 21,9 26,4 38,1 36,2 29,1 22,7
Önnur útgjöld ríkissjóðs 44,9 37,0 55,2 31,7 47,8 37,2 45,2 40,8 48,1 66,2 296,8 132,3 113,6 111,2
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega 3,6 3,3 3,7 5,0 4,8 5,6 4,8 5,4 4,8 6,2 8,6 15,1 38,2 37,8
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál 10,8 11,5 11,6 13,5 14,0 14,9 14,4 17,0 16,3 16,8 18,6 18,9 19,3 20,3
Húsnæðis- og skipulags- og hreinsunarmál 1,6 1,8 1,8 2,0 2,2 2,9 3,1 3,3 3,6 5,4 5,7 6,0 38,1 5,0
Almannatryggingar og velferðarmál 33,5 35,1 37,8 42,5 49,2 58,8 61,3 61,7 64,5 72,9 86,7 119,6 118,5 136,8
Menningarmál 6,6 7,6 8,5 9,1 10,0 10,5 11,6 11,8 14,0 15,3 16,3 17,4 15,3 15,5
Samtals 186,6 195,8 225,3 224,5 262,7 275,7 294,9 302,3 333,1 389,2 678,1 568,7 591,2 575,9

Tafla 2. Skipting ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs eftir málaflokkum 1998–2011 á verðlagi ársins 2013.
Útgjöld í millj. kr.,
verðlag 2013
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Almenn opinber þjónusta 24,6 26,5 29,1 27,7 28,9 28,6 28,3 28,7 28,4 33,2 33,1 33,5 33,7 33,8
Eldsneytis- og orkumál 3,7 3,8 3,9 3,8 3,7 4,0 3,6 3,9 3,6 3,3 3,6 2,7 2,7 2,5
Fræðslumál 37,7 38,2 37,1 42,3 43,1 47,0 48,1 50,8 52,9 55,4 56,8 55,5 55,2 51,0
Heilbrigðismál 102,1 115,4 114,6 117,6 125,9 127,8 132,5 133,3 136,9 142,2 146,4 141,3 131,3 128,0
Iðnaðarmál 1,4 1,7 1,5 1,6 2,0 3,2 1,9 2,5 2,4 2,4 2,6 2,8 2,3 8,2
Löggæsla og öryggismál 20,2 21,2 22,0 22,3 21,9 23,0 22,0 22,8 23,7 25,5 28,3 28,4 24,4 24,5
Samgöngumál 24,9 28,0 30,4 32,9 31,4 34,8 37,6 33,6 36,1 40,9 50,6 42,2 32,5 24,7
Önnur útgjöld ríkissjóðs 107,9 84,4 121,3 61,4 90,0 68,8 80,9 71,3 77,9 102,1 393,9 153,8 128,2 121,2
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega 8,9 7,7 8,4 10,3 9,1 10,3 8,5 9,2 7,5 9,1 11,2 17,7 42,1 40,4
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál 26,8 27,1 25,9 27,6 26,7 27,3 25,4 28,6 25,2 24,3 24,3 22,4 22,0 22,2
Húsnæðis- og skipulags- og hreinsunarmál 3,8 4,2 4,1 4,1 4,2 5,3 5,5 5,6 5,7 8,1 7,4 7,0 41,7 5,4
Almannatryggingar og velferðarmál 84,6 83,0 84,1 87,3 93,5 107,4 107,5 103,4 99,4 105,3 113,1 141,7 135,1 150,0
Menningarmál 16,6 18,0 18,9 18,7 18,9 19,3 20,6 20,0 21,8 22,4 21,3 20,6 17,4 16,9
Samtals 463,2 459,4 501,1 457,6 499,3 506,9 522,6 513,8 521,5 574,2 892,8 669,7 668,6 628,9
Tafla 3. Skipting ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs eftir málaflokkum 1998–2011 á verðlagi hvers árs án óreglulegra liða.
Útgjöld í millj. kr. á verðlagi hvers árs 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Almenn opinber þjónusta 9,9 11,2 13,0 13,4 15,1 15,4 15,9 16,9 18,2 22,5 25,2 28,2 29,6 30,9
Eldsneytis- og orkumál 1,5 1,6 1,7 1,9 2,0 2,2 2,1 2,3 2,3 2,3 2,8 2,3 2,4 2,3
Fræðslumál 15,0 16,1 16,6 20,6 22,7 25,6 27,3 30,2 34,0 38,1 43,5 46,9 48,5 46,6
Fræðslumál 15,0 16,1 16,6 20,6 22,7 25,6 27,3 30,2 34,0 38,1 43,5 46,9 48,5 46,6
Heilbrigðismál 40,5 48,8 51,4 57,2 66,2 69,9 75,3 79,3 88,5 98,0 112,1 119,3 115,3 116,8
Iðnaðarmál 0,6 0,7 0,7 0,8 1,0 1,8 1,1 1,5 1,6 1,7 2,0 2,4 2,0 2,7
Löggæsla og öryggismál 8,0 9,0 9,8 10,8 11,5 12,5 12,5 13,5 15,2 17,5 21,6 24,1 21,5 22,4
Samgöngumál 10,2 11,9 13,4 15,9 16,1 18,3 20,3 18,5 21,9 26,4 38,1 36,2 29,1 22,7
Önnur útgjöld ríkissjóðs 3,0 4,3 4,4 6,2 6,4 7,2 7,2 8,1 9,9 13,1 14,3 15,3 17,4 16,9
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega 3,6 3,3 3,7 4,6 4,9 5,6 4,8 5,1 4,8 6,2 8,5 10,4 10,6 11,2
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál 10,8 11,5 11,6 13,5 14,0 14,9 14,4 17,0 16,3 16,8 18,6 18,9 19,3 20,3
Húsnæðis- og skipulags- og hreinsunarmál 1,6 1,8 1,8 2,0 2,2 2,9 3,1 3,3 3,6 5,4 5,7 6,0 5,1 5,0
Almannatryggingar og velferðarmál 31,1 33,2 36,3 40,9 46,2 54,5 56,7 58,4 61,9 70,2 81,8 94,0 94,2 109,9
Menningarmál 6,6 7,6 8,5 9,1 10,0 10,5 11,6 11,8 14,0 15,3 16,3 17,4 15,3 15,5
Samtals 142,3 161,1 173,1 197,0 218,3 241,4 252,3 265,9 292,3 333,5 390,7 421,5 410,2 423,3

Tafla 4. Skipting ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs eftir málaflokkum 1998–2011 á verðlagi ársins 2013 án óreglulegra liða og vaxtagjalda.
Útgjöld í millj. kr., verðlag 2013 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Almenn opinber þjónusta 24,6 26,5 29,1 27,7 28,9 28,6 28,3 28,7 28,4 33,2 33,1 33,5 33,7 33,8
Eldsneytis- og orkumál 3,7 3,8 3,9 3,8 3,7 4,0 3,6 3,9 3,6 3,3 3,6 2,7 2,7 2,5
Fræðslumál 37,7 38,2 37,1 42,3 43,1 47,0 48,1 50,8 52,9 55,4 56,8 55,5 55,2 51,0
Heilbrigðismál 102,1 115,4 114,6 117,6 125,9 127,8 132,5 133,3 136,9 142,2 146,4 141,3 131,3 128,0
Iðnaðarmál 1,4 1,7 1,5 1,6 2,0 3,2 1,9 2,5 2,4 2,4 2,6 2,8 2,3 3,0
Löggæsla og öryggismál 20,2 21,2 22,0 22,3 21,9 23,0 22,0 22,8 23,7 25,5 28,3 28,4 24,4 24,5
Samgöngumál 24,9 28,0 30,4 32,9 31,4 34,8 37,6 33,6 36,1 40,9 50,6 42,2 32,5 24,7
Önnur útgjöld ríkissjóðs 7,5 10,1 9,9 12,8 12,1 13,2 12,6 13,6 15,3 18,9 18,7 18,1 19,9 18,6
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega 8,9 7,7 8,4 9,4 9,3 10,3 8,5 8,6 7,5 9,1 11,1 12,3 12,1 12,3
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál 26,8 27,1 25,9 27,6 26,7 27,3 25,4 28,6 25,2 24,3 24,3 22,4 22,0 22,2
Húsnæðis- og skipulags- og hreinsunarmál 3,8 4,2 4,1 4,1 4,2 5,3 5,5 5,6 5,7 8,1 7,4 7,0 5,7 5,4
Almannatryggingar og velferðarmál 78,4 78,6 80,9 84,0 87,8 99,6 99,5 97,8 95,4 101,5 106,8 111,5 107,4 120,5
Menningarmál 16,6 18,0 18,9 18,7 18,9 19,3 20,6 20,0 21,8 22,4 21,3 20,6 17,4 16,9
Samtals 356,7 380,6 386,5 404,9 415,9 443,5 446,2 449,9 454,9 487,1 511,2 498,4 466,8 463,5

Tafla 5. Hlutfallsleg skipting ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs eftir málaflokkum 1998–2011.
Hlutfall af heildarútgjöldum 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Almenn opinber þjónusta 5,3% 5,7% 5,8% 6,0% 5,7% 5,6% 5,4% 5,6% 5,5% 5,8% 3,7% 5,0% 5,0% 5,4%
Eldsneytis- og orkumál 0,8% 0,8% 0,8% 0,8% 0,7% 0,8% 0,7% 0,8% 0,7% 0,6% 0,4% 0,4% 0,4% 0,4%
Fræðslumál 8,1% 8,2% 7,4% 9,2% 8,6% 9,3% 9,3% 10,0% 10,2% 9,8% 6,4% 8,2% 8,2% 8,1%
Heilbrigðismál 21,7% 24,9% 22,8% 25,5% 25,2% 25,3% 25,5% 26,2% 26,6% 25,2% 16,5% 21,0% 19,5% 20,3%
Iðnaðarmál 0,3% 0,4% 0,3% 0,3% 0,4% 0,6% 0,4% 0,5% 0,5% 0,4% 0,3% 0,4% 0,3% 1,3%
Löggæsla og öryggismál 4,3% 4,6% 4,4% 4,8% 4,4% 4,5% 4,2% 4,5% 4,6% 4,5% 3,2% 4,2% 3,6% 3,9%
Samgöngumál 5,5% 6,1% 6,0% 7,1% 6,1% 6,7% 6,9% 6,1% 6,6% 6,8% 5,6% 6,4% 4,9% 3,9%
Önnur útgjöld ríkissjóðs 24,0% 18,9% 24,5% 14,1% 18,2% 13,5% 15,3% 13,5% 14,4% 17,0% 43,8% 23,3% 19,2% 19,3%
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega 1,9% 1,7% 1,7% 2,2% 1,8% 2,0% 1,6% 1,8% 1,5% 1,6% 1,3% 2,7% 6,5% 6,6%
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál 5,8% 5,9% 5,2% 6,0% 5,3% 5,4% 4,9% 5,6% 4,9% 4,3% 2,7% 3,3% 3,3% 3,5%
Húsnæðis- og skipulags- og hreinsunarmál 0,8% 0,9% 0,8% 0,9% 0,8% 1,0% 1,1% 1,1% 1,1% 1,4% 0,8% 1,0% 6,4% 0,9%
Almannatryggingar og velferðarmál 18,0% 17,9% 16,8% 18,9% 18,7% 21,3% 20,8% 20,4% 19,4% 18,7% 12,8% 21,0% 20,0% 23,8%
Menningarmál 3,5% 3,9% 3,8% 4,1% 3,8% 3,8% 3,9% 3,9% 4,2% 3,9% 2,4% 3,1% 2,6% 2,7%
Samtals 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%

Tafla 6. Hlutfallsleg skipting ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs eftir málaflokkum 1998–2011 án óreglulegra liða og vaxtagjalda.

Hlutfall af heildarútgjöldum 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Almenn opinber þjónusta 6,9% 7,0% 7,5% 6,8% 6,9% 6,4% 6,3% 6,4% 6,3% 6,8% 6,5% 6,7% 7,2% 7,3%
Eldsneytis- og orkumál 1,0% 1,0% 1,0% 0,9% 0,9% 0,9% 0,8% 0,9% 0,8% 0,7% 0,7% 0,6% 0,6% 0,5%
Fræðslumál 10,6% 10,0% 9,6% 10,5% 10,4% 10,6% 10,8% 11,3% 11,6% 11,4% 11,1% 11,1% 11,8% 11,0%
Heilbrigðismál 28,6% 30,3% 29,6% 29,0% 30,3% 28,8% 29,7% 29,6% 30,1% 29,2% 28,6% 28,4% 28,1% 27,6%
Iðnaðarmál 0,4% 0,4% 0,4% 0,4% 0,5% 0,7% 0,4% 0,6% 0,5% 0,5% 0,5% 0,6% 0,5% 0,6%
Löggæsla og öryggismál 5,7% 5,6% 5,7% 5,5% 5,3% 5,2% 4,9% 5,1% 5,2% 5,2% 5,5% 5,7% 5,2% 5,3%
Samgöngumál 7,0% 7,4% 7,9% 8,1% 7,5% 7,9% 8,4% 7,5% 7,9% 8,4% 9,9% 8,5% 7,0% 5,3%
Önnur útgjöld ríkissjóðs 2,1% 2,6% 2,6% 3,2% 2,9% 3,0% 2,8% 3,0% 3,4% 3,9% 3,7% 3,6% 4,3% 4,0%
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega 2,5% 2,0% 2,2% 2,3% 2,2% 2,3% 1,9% 1,9% 1,6% 1,9% 2,2% 2,5% 2,6% 2,7%
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál 7,5% 7,1% 6,7% 6,8% 6,4% 6,2% 5,7% 6,4% 5,5% 5,0% 4,7% 4,5% 4,7% 4,8%
Húsnæðis- og skipulags- og hreinsunarmál 1,1% 1,1% 1,1% 1,0% 1,0% 1,2% 1,2% 1,2% 1,2% 1,7% 1,5% 1,4% 1,2% 1,2%
Almannatryggingar og velferðarmál 22,0% 20,7% 20,9% 20,8% 21,1% 22,5% 22,3% 21,7% 21,0% 20,8% 20,9% 22,4% 23,0% 26,0%
Menningarmál 4,7% 4,7% 4,9% 4,6% 4,5% 4,3% 4,6% 4,4% 4,8% 4,6% 4,2% 4,1% 3,7% 3,7%
Samtals 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%

Tafla 7. Ríkisútgjöld í A-hluta ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1998–2011.
Útgjöld, % af VLF 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Frumútgjöld ríkissjóðs 29,0% 28,5% 30,7% 26,8% 30,2% 30,9% 30,2% 28,2% 27,2% 28,0% 43,4% 32,4% 34,1% 31,3%
Frumútgjöld ríkissjóðs án óreglulegra liða 24,2% 25,5% 25,3% 25,5% 26,7% 28,7% 27,1% 25,9% 25,0% 25,5% 26,4% 28,2% 26,7% 26,0%
Vaxtagjöld 2,7% 2,4% 2,2% 2,3% 2,0% 1,8% 1,5% 1,3% 1,3% 1,7% 2,4% 5,6% 4,4% 4,0%
Heildarútgjöld ríkissjóðs 31,7% 31,0% 33,0% 29,1% 32,2% 32,8% 31,7% 29,5% 28,5% 29,7% 45,8% 38,0% 38,5% 35,3%
Heildarútgjöld ríkissjóðs án óreglulegra liða 26,9% 27,9% 27,6% 27,8% 28,7% 30,5% 28,6% 27,2% 26,3% 27,2% 28,8% 33,8% 31,2% 30,0%


Mynd. Ríkisútgjöld í A-hluta ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1998–2011.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Neðanmálsgrein: 1
1     Classification of the Functions of Government.
Neðanmálsgrein: 2
2     Rekstur, vaxtagjöld, tilfærslur, viðhald og stofnkostnaður.