Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 179. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1333  —  179. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til umferðarlaga.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (ÓGunn, ÓÞ, SkH, PGM, ÁI).


     1.      Á eftir 26. tölul. 1. mgr. 3. gr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Umráðamaður: Sá sem með samþykki eiganda ökutækis hefur umráð yfir því. Aðili telst ekki umráðamaður nema hann sé skráður sem slíkur í ökutækjaskrá.
     2.      Við 1. mgr. 16. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama á við um almenna reiðstíga sem skipulagðir hafa verið á vegum sveitarfélags og eru merktir sem slíkir.
     3.      3. mgr. 27. gr. orðist svo:
                      Eigi má stöðva vélknúið ökutæki eða leggja því á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja, svo sem gangstétt, göngustíg, göngugötu eða hjólastíg, nema annað sé ákveðið, sbr. 1. mgr. 81. gr. Sama á við um umferðareyjar og grassvæði.
     4.      Við 48. gr.
                  a.      3. málsl. 3. mgr. orðist svo: Aðrar rannsóknir og klínískt mat skal framkvæmt af lækni eða öðrum til þess bærum heilbrigðisstarfsmanni.
                  b.      Lokamálsliður 3. mgr. falli brott.
                  c.      4. mgr. orðist svo:
                      Um rannsókn skv. 2. mgr. fer samkvæmt lögum um meðferð sakamála nema fyrir liggi ótvírætt samþykki ökumanns.
     5.      1. mgr. 49. gr. orðist svo:
                      Eiganda, eða eftir atvikum umráðamanni ökutækis, er skylt, þegar lögreglan krefst þess, að gera grein fyrir hver hafi stjórnað því á tilteknum tíma.
     6.      9. mgr. 55. gr. falli brott.
     7.      Orðið „(umráðamaður)“ í 2. mgr. 68. gr. falli brott og jafnframt sama orð, innan sviga, í öllum beygingarföllum, í 2., 4. og 6. mgr. 72. gr., 2. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. 111. gr. og tvívegis í 2. mgr. 112. gr.
     8.      Síðari málsliður 1. mgr. 72. gr. orðist svo: Ákvæðið gildir þó ekki um dráttarvélar, létt bifhjól í flokki I, torfærutæki og vinnuvélar.
     9.      Við 74. gr.
                  a.      Síðari málsliður 2. mgr. falli brott.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                      Barn sem er undir 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar.
     10.      Við 92. gr.
                  a.      5. mgr. orðist svo:
                       Stjórnvaldssekt skv. 4. mgr. rennur í ríkissjóð.
                  b.      Fyrri málsliður 6. mgr. orðist svo: Heimilt er að kæra ákvörðun um stjórnvaldssekt til ráðherra innan mánaðar frá því að ákvörðun var tilkynnt aðila.
     11.      Við 99. gr.
                  a.      Við fyrri málslið 2. mgr. bætist: til viðbótar við afsláttinn sem tilgreindur er í 1. mgr.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Réttur til afsláttar gildir ekki um brot gegn ákvæðum 45., 46., 55. og 59. gr. Sama gildir ef ökumaður hefur verið sviptur ökurétti skv. 100. gr.
     12.      Í stað orðanna „svipta hann ökurétti“ í 101. gr. komi: svipta hann tímabundið ökurétti.
     13.      Við 110. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                      Gjald skv. 1. mgr. skal lagt á með skriflegri tilkynningu sem fest skal við ökutækið eða afhent ökumanni.
                  b.      Fyrri málsliður 6. mgr. orðist svo: Ráðherra setur nánari reglur um hvernig gjaldið skuli lagt á og innheimt, þar á meðal um greiðslu- og kærufrest.