Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1389, 141. löggjafarþing 661. mál: hlutafélög (réttindi hluthafa, EES-reglur).
Lög nr. 51 8. apríl 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum (EES-reglur).


1. gr.

     Við 86. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Í félögum þar sem hlutir hafa verið teknir til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði skal kröfu skv. 1. mgr. fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til félagsstjórnar eigi síðar en viku fyrir boðun aðalfundar samkvæmt fresti í 1. eða 2. mgr. 88. gr. a. Kröfu má gera síðar en þó í síðasta lagi tíu dögum fyrir aðalfundinn. Félagsstjórn skal a.m.k. þremur dögum fyrir fundinn upplýsa hluthafa með öruggum hætti um kröfuna og eftir atvikum tillöguna, svo og eftir atvikum endurskoðaða dagskrá fundarins, t.d. á vef félagsins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 27. mars 2013.