Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 10. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 10  —  10. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um stofnun og tilgang ríkisolíufélags.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvernig hyggst ríkisstjórnin „stuðla að aukinni þekkingu á sviði leitar og vinnslu á olíu og gasi hjá íslenskum fyrirtækjum og stjórnkerfinu“ með því að stofna ríkisolíufélag, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar?
     2.      Felur stefnuyfirlýsingin í sér að ríkisolíufélag muni sinna öðrum verkefnum en einungis að hafa með höndum gæslu íslenskra hagsmuna vegna olíuvinnslu á þeim hluta Jan Mayen-hryggjarins sem tilheyrir norskri efnahagslögsögu, sbr. gagnkvæman samning við Noreg, eins og kynnt var þegar heimildar til stofnunar félagsins var aflað með lögum nr. 166/2008?
     3.      Kemur til greina að íslenska ríkið taki beinan þátt í vinnslu olíu og gass í gegnum ríkisolíufélag sem ríkisstjórnin hyggst stofna á grundvelli heimildar laga nr. 166/2008?
     4.      Hvenær hyggst ríkisstjórnin notfæra sér fyrrgreinda heimild og stofna ríkisolíufélag?