Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 24. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 39  —  24. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um afslátt af veiðigjöldum.

Frá Birni Vali Gíslasyni.


    Hversu mikill afsláttur af veiðigjaldi hefur verið veittur til félags eða einstaklings með atvinnurekstur á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða II í lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum:
     a.      í heild,
     b.      eftir útgerðarflokkum,
     c.      eftir félögum, skipt niður á einstök félög,
     d.      eftir einstaklingum með atvinnurekstur, skipt niður á einstaklinga?


Skriflegt svar óskast.