Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 44, 142. löggjafarþing 2. mál: meðferð einkamála (flýtimeðferð).
Lög nr. 80 2. júlí 2013.

Lög um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum (flýtimeðferð).


1. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem hljóðar svo:
     Nú lýtur ágreiningur í dómsmáli að lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu eða að uppgjöri slíkra skuldbindinga og skal þá hraða meðferð slíks máls.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og falla úr gildi 1. janúar 2015.

Samþykkt á Alþingi 25. júní 2013.