Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 20. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 68  —  20. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands,
með síðari breytingum (varúðarreglur, aðgangur að upplýsingum o.fl.).

Frá Jóni Þór Ólafssyni, Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafni Gunnarssyni.


    B-liður 4. gr. orðist svo: Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Framangreindum lögaðilum er skylt, að viðlögðum viðurlögum skv. 37. gr., að láta Seðlabankanum í té allar upplýsingar og gögn sem eru bankanum nauðsynleg í tengslum við eftirlit og athuganir á lausafjárstöðu og gjaldeyrisjöfnuði. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum samkvæmt þessu ákvæði.