Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 20. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 74  —  20. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands,
með síðari breytingum (varúðarreglur, aðgangur að upplýsingum o.fl.).

Frá Jóni Þór Ólafssyni, Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafni Gunnarssyni.


     Varatillaga (sbr. breytingartillögu á þskj. 68):
    B-liður 4. gr. falli brott.

Greinargerð.


    Vinna við ný ákvæði um upplýsingaöflun Seðlabankans þarf aukinn tíma til að fullt tillit sé tekið til persónuverndarsjónarmiða. Þar sem friðhelgi einkalífsins skal njóta vafans er lagt til að ákvæði um upplýsingaskyldu verði fellt brott.