Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 33. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 78  —  33. mál.
Frumvarp til laga

um veitingu ríkisborgararéttar.


Flm.: Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson,
Ögmundur Jónasson, Páll Valur Björnsson, Helgi Hjörvar.


1. gr.

    Ríkisborgararétt skal öðlast: Snowden, Edward Joseph, f. 21. júní 1983 í Bandaríkjunum.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Flutningsmenn leggja til að Edward Joseph Snowden fái íslenskan ríkisborgararétt nú þegar en skv. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum.