Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 36. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 36  —  36. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um lengd námstíma í framhaldsskólum.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hver er meðallengd námstíma í framhaldsskólum landsins, þ.e. tímans frá því að nemendur innritast og þar til þeir ljúka stúdentsprófi, sundurgreind eftir skólum?
     2.      Hver er meðallengd námstíma í þeim skólum sem þegar hafa innleitt nýtt kerfi samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 2008, þ.e. Kvennaskólanum í Reykjavík, Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og Menntaskólanum á Tröllaskaga?
     3.      Hver er meðallengd námstíma í skólum með áfangakerfi annars vegar og bekkjarskóla hins vegar?


Skriflegt svar óskast.