Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 48. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 48  —  48. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um stöður náms- og starfsráðgjafa.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hefur ráðherra kynnt sér þann vanda sumra sveitarfélaga að engir náms- og starfsráðgjafar sækja um auglýstar stöður?
     2.      Hvaða kosti og ókosti telur ráðherra að því kunni að fylgja að ráða tímabundið ófaglærðan einstakling í starf náms- og starfsráðgjafa þegar enginn með tilskilda menntun sækir um stöðu?
     3.      Hefur ráðherra í hyggju að bregðast við framangreindum vanda og gera skólastofnunum kleift að ráða tímabundið ófaglærða einstaklinga í starf náms- og starfsráðgjafa?


Skriflegt svar óskast.