Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 65. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 65  —  65. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Hafa verið unnir gæðastaðlar og gerðar verklagsreglur um þjónustu við fatlað fólk og eftirlit með henni, sbr. ábendingar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um þjónustu við fatlaða frá því í ágúst 2010 og reglugerð nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu?
     2.      Hefur ráðuneytið skilgreint lykilupplýsingar um faglegt starf þjónustuaðila og kallað eftir þeim eftir að þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga?
     3.      Telur ráðherra að ákvæði reglugerðar nr.1054/2010 fullnægi ábendingum Ríkisendurskoðunar um nauðsyn reglna um hámarksbiðtíma eftir þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu?
     4.      Hefur verið kallað eftir upplýsingum um lengd biðtíma hjá þjónustuaðilum?
     5.      Hver hafa orðið afdrif umsókna um þjónustu eftir gildistöku reglugerðar nr. 1054/2010? Óskað er eftir sundurliðun samkvæmt eftirfarandi flokkun:
                  a.      Gengið frá samningum innan tólf mánaða frá því að umsókn barst.
                  b.      Umsækjendum tilkynnt að ekki væri hægt að ganga frá samningi innan tólf mánaða og því þyrfti að gera nýjan samning.
                  c.      Umsókn varð meira en tólf mánaða gömul án þess að gengið væri frá samningi eða haft samband við umsækjanda til að gera nýjan samning.


Skriflegt svar óskast.