Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 80. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 80  —  80. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um kvartanir og athugasemdir
við störf lögreglunnar.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvaða leiðir hefur fólk til þess að kvarta, gera athugasemdir eða eftir atvikum leita réttar síns telji það lögreglu hafa brotið á sér eða öðrum eða gegn lögum með störfum sínum?
     2.      Hvernig er haldið utan um og unnið með slíkar kvartanir og athugasemdir?
     3.      Hversu margar kvartanir og athugasemdir við störf lögreglu hafa borist frá almennum borgurum frá árinu 2002? Óskað er eftir að svarið verði sundurgreint eftir árum, eðli atvika, úrvinnslu mála og niðurstöðu þeirra.


Skriflegt svar óskast.