Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 33. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 98  —  33. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur
um rafrænt eftirlit með föngum.


     1.      Hversu margir einstaklingar biðu afplánunar 31. ágúst 2013?
    Afplánunar biðu 463 dómþolar.

     2.      Hversu margir af þeim sem bíða afplánunar í fangelsi gætu þess í stað verið undir rafrænu eftirliti?
    Samkvæmt gildandi lögum er hægt að heimila ákveðnum hópi fanga að ljúka afplánun með rafrænu eftirliti. Þeim föngum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga er gefinn kostur á því að ljúka afplánun undir rafrænu eftirliti.

     3.      Hvað kostar dvöl hvers fanga í fangelsi á ári?
    Kostnaður við dvöl hvers og eins fanga er mismunandi eftir fangelsi. Meðaltalskostnaður á hvern fanga í fangelsum ríkisins árið 2012 var tæplega 7,1 millj. kr.

     4.      Hvað kostar rafrænt eftirlit með hverjum fanga á ári?
    Miðað við reynslutölur síðastliðinna 18 mánaða má gera ráð fyrir að meðaltalskostnaður á hvern fanga í rafrænu eftirliti sé tæpar 2 millj. kr. á ári.