Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 98. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 101  —  98. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Björk Vilhelmsdóttur.


     1.      Hversu margir aldraðir eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og hversu margir þeirra eru með lögheimili í Reykjavík? Hver er framreiknuð þróun biðlista miðað við fyrirhugaða fjölgun hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu?
     2.      Hyggst ráðherra standa við viljayfirlýsingu sem gerð var milli velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar 23. apríl sl. um uppbyggingu hjúkrunarrýma og þjónustu fyrir aldraða í Reykjavík?
     3.      Hversu margir sjúklingar liggja og hve lengi að meðaltali á Landspítalanum eftir að meðferð er lokið vegna skorts á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu?


Skriflegt svar óskast.