Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 104. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 107  —  104. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um tekjur ríkissjóðs.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hverjar voru heildartekjur ríkissjóðs af eftirtöldum skattstofnum árin 2009–2012, sundurgreindar eftir sveitarfélögum og árum:
                  a.      tekjuskatti einstaklinga,
                  b.      tekjuskatti lögaðila,
                  c.      tryggingagjaldi,
                  d.      eignarsköttum,
                  e.      veiðigjöldum?
     2.      Hverjar voru meðaltekjur ríkissjóðs af hverjum íbúa árin 2009–2012, sundurgreindar eftir sveitarfélögum, skattstofnum og árum?


Skriflegt svar óskast.