Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 111. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 114  —  111. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vaxtakostnað ríkissjóðs af erlendum lánum.


Frá Vigdísi Hauksdóttur.


    Hvað þarf íslenska ríkið að greiða aukalega á ári í vaxtakostnað af erlendum lánum vegna þess að skuldabréfaútgáfa upp á einn milljarð bandaríkjadala á 6% vöxtum var nýtt til að greiða niður lán Norðurlandanna sem voru á gjalddaga á árunum 2016–2021 og báru meðalvexti upp á 3,2%?


Skriflegt svar óskast.