Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 115. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 118  —  115. mál.




Fyrirspurn


til félags- og húsnæðismálaráðherra um bótasvik í almannatryggingakerfinu.

Frá Þorsteini Magnússyni.


     1.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að stemma stigu við bótasvikum í almannatryggingakerfinu, m.a. með hliðsjón af ábendingum Ríkisendurskoðunar til velferðarráðuneytisins sem raktar eru í skýrslu til Alþingis frá því í febrúar sl.?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir lagabreytingum sem styrki eftirlitsheimildir Tryggingastofnunar og tryggi aðgengi hennar að upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að leggja mat á möguleg bótasvik?
     3.      Kemur að mati ráðherra til greina að auka heimildir Tryggingastofnunar til að beita stjórnsýsluviðurlögum í bótasvikamálum?


Skriflegt svar óskast.