Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 126. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 141  —  126. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðisþjónustu við börn á Norður- og Austurlandi.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Hvað felst í samningi sem var gerður um geðheilbrigðisþjónustu við börn á Norður- og Austurlandi í október sl.?
     2.      Hverjir eru samningsaðilar?
     3.      Er þjónustan sambærileg við það sem hún var fyrir uppsagnir barna- og unglingageðlæknis og sálfræðings í apríl sl., m.a. varðandi þjónustu sálfræðings og greiðslur fyrir þjónustuna?
     4.      Er þjónustan sambærileg við þá þjónustu sem er veitt á höfuðborgarsvæðinu?
     5.      Hvenær rennur samningurinn út, hvaða geðheilbrigðisþjónusta verður þá í boði fyrir börn og unglinga á Norður- og Austurlandi og hvernig verður henni háttað?


Skriflegt svar óskast.