Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 82. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 153  —  82. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur
um fjölda iðnnema og námslok þeirra.


     1.      Hversu margir nemendur hafa lokið prófum í iðngreinum á undanförnum fimm árum og hversu margir þar af án sveinsprófs?
    Hagstofa Íslands safnar árlega upplýsingum um fjölda skráðra nemenda í framhaldsskólum og um fjölda brautskráðra, þ.m.t. fjölda þeirra sem ljúka sveinsprófum. Þær upplýsingar má sjá í eftirfarandi töflu:

Tafla 1. Fjöldi brautskráninga og sveinsprófa eftir árum.

Ár Fjöldi brautskráðra
af iðnnámsbrautum
Fjöldi nemenda sem luku sveinsprófi
2006–2007 693 664
2007–2008 723 678
2008–2009 764 736
2009–2010 778 644
2010–2011 691 560
Samtals 3.649 3.282

    Ekki var kannað sérstaklega hvort hér væri um sömu nemendur að ræða, þ.e. þá sem ljúka námi af iðnnámsbraut skóla og sveinsprófi ár hvert, en ætla má að svo sé.

     2.      Hve margir nemendur eru í hverri grein?
    Í töflu 2 kemur fram fjöldi skráðra nemenda í hverri grein á árunum 2007–2011, þ.m.t. í grunnnámi einstakra starfaflokka, en tölur Hagstofunnar miðast við stöðuna 15. október ár hvert.

Tafla 2. Skráðir nemendur á iðnnámsbrautum
framhaldsskóla eftir greinum og árum.

Iðnnámsbrautir 2007 2008 2009 2010 2011
Bakaraiðn 27 25 22 23 18
Bifreiðasmíði 23 21 29 31 27
Bifvélavirkjun 122 127 153 139 145
Bílamálun 25 24 24 31 27
Blikksmíði 10 14 10 6 7
Bókband 0 0 0 0 0
Framreiðsla 34 27 31 26 45
Grunnnám bíliðna 174 150 155 130 159
Grunnnám bygg. og mannvgr. 354 282 233 172 111
Grunnnám matvælagreina 70 66 61 173 46
Grunnnám málmiðna 212 214 296 339 391
Grunnnám rafiðna 416 511 562 506 490
Grunnnám uppl. og fjölmgr. 269 272 268 233 208
Gull- og silfursmíði 20 25 26 30 19
Hársnyrtiiðn 294 288 292 277 269
Húsasmíði 637 673 582 383 346
Húsgagnabólstrun 2 2 0 0 1
Húsgagnasmíði 31 21 23 38 79
Kjólasaumur 38 40 23 14 15
Kjötiðn 20 17 12 24 16
Klæðskurður 9 14 4 9 10
Ljósmyndun 2 11 22 12 15
Matreiðsla 143 133 126 127 136
Málaraiðn 50 81 55 52 36
Málmsuða 0 0 0 0 0
Múraraiðn 49 41 33 29 16
Netagerð 6 0 5 6 2
Pípulagnir 133 133 95 78 62
Prentsmíð 15 15 19 23 32
Prentun 2 3 5 3 0
Rafeindavirkjun 51 48 30 41 52
Rafveituvirkjun 19 0 0 1 0
Rafvélavirkjun 0 0 0 0 0
Rafvirkjun 306 187 161 208 198
Rennismíði 9 20 12 14 30
Símsmíði 0 0 0 0 0
Skósmíði 1 2 0 0 1
Skrúðgarðyrkja 9 21 22 29 21
Snyrtifræði 182 185 218 217 216
Stálsmíði 13 12 11 7 27
Steinsmíði 1 0 0 0 0
Söðlasmíði 2 3 0 0 0
Veggfóðrun og dúkalögn 4 3 3 1 1
Vélvirkjun 52 97 94 82 97
Samtals 3.836 3.808 3.717 3.514 3.371

     3.      Hve margir eru í hverjum framhaldsskóla?
    Í töflu 3, sem er unnin upp úr upplýsingakerfinu Innu, kemur fram hversu margir nemendur voru á iðnnámsbrautum framhaldsskóla árin 2007–2012.

Tafla 3. Fjöldi nemenda á iðnnámsbrautum eftir skólum.

Skóli 2007 2008 2009 2010 2011 2012
Borgarholtsskóli 373 359 385 362 438 404
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 107 101 105 103 100 95
Fjölbrautaskóli Snæfellinga 6
Fjölbrautaskóli Suðurlands 136 112 95 99 109 124
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 153 189 178 155 126 90
Fjölbrautaskóli Vesturlands 170 166 172 141 122 120
Fjölbrautaskóli nn í Breiðholti 427 446 503 450 474 430
Fjölbrautaskóli nn við Ármúla 14 5 0 0 0 1
Flensborgarskóli 49 45 38 35 40 36
Framhaldsskóli A-Skaftafellssýslu 5 1 1
Framhaldsskóli Vestmannaeyja 14 12 18 10 3 3
Iðnskólinn í Hafnarfirði 327 321 305 287 298 301
Menntaskólinn á Ísafirði 49 50 43 28 39 31
Menntaskólinn í Kópavogi 64 61 59 59 53 67
Tækniskólinn 957 971 984 840 756 637
Verkmenntaskóli Austurlands 86 58 68 101 91 64
Verkmenntaskólinn Akureyri 272 280 263 275 278 287
Samtals 3.198 3.175 3.221 2.945 2.934 2.691

    Hér kemur fram misræmi milli talna Hagstofunnar og Innu um nemendafjölda fyrir einstök ár. Skýringin kann að vera sú að Hagstofan telur alla nemendur, einnig þá sem eru á námssamningi og eru þar af leiðandi ekki skráðir í skóla á sama tíma, en Inna birtir eingöngu tölur um þá nema sem eru skráðir í viðkomandi skóla. Hér má t.d. bera saman fjölda nema í matvælagreinum annars vegar (bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu) og hins vegar fjölda nemenda á iðnnámsbrautum Menntaskólans í Kópavogi, þar sem flestir iðnnemar í matvælagreinum stunda nám sitt.

     4.      Hve margir þeirra sem luku námi síðustu ár hafa „komist á samning“?
    Erfitt er að henda reiður á hversu margir nemendur komust á námssamning hjá iðnfyrirtæki eða meistara að námi loknu, þar eð breytilegt getur verið hvenær nemendur gera samninga um vinnustaðanám. Nemendur geta verið á samningi enda þótt þeir stundi jafnhliða nám í skóla, þótt oft sé það þannig að þeir geri námssamning fyrst að loknu skólanámi. Upplýsingum um fjölda gerðra námssamninga fyrir tilgreint tímabil var aflað hjá Iðunni – fræðslusetri og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og má sjá þær í töflu 4.

Tafla 4. Fjöldi gerðra námssamninga árin 2007–2012.

Iðngreinar 2007 2008 2009 2010 2011 2012
Bakaraiðn 9 9 4 7 16 7
Bifreiðasmíði 7 6 12 3 9
Bifvélavirkjun 17 48 19 29 29 47
Bílamálun 9 8 5 6 7 16
Blikksmíði 5 8 3 3 1 9
Bókband 3 1 1
Framreiðsluiðn 17 13 20 24 40 38
Gull- og silfursmíði 6 3 1 5 4 12
Hársnyrtiiðn 97 74 68 64 57 52
Húsasmíði 180 169 95 77 79 73
Húsgagnabólstrun 1 1
Húsgagnasmíði 8 7 1 1 1 7
Kjólasaumur 1 9 7 8 9 17
Kjötiðn 1 9 3 8 11 14
Klæðskurður 2 7 4 8 8
Ljósmyndun 4 8 5 1 9 8
Matreiðsla 44 83 64 62 107 136
Málaraiðn 20 28 11 8 23 12
Múraraiðn 7 17 8 12 9 8
Netagerð 5 2 4
Pípulagnir 46 33 28 22 29 18
Prentsmíð 6 7 3 4 11 5
Prentun 1 3 3 4
Rafeindavirkjun 16 14 24 6 18 19
Rafvélavirkjun 1
Rafveituvirkjun 3 1 4 1
Rafvirkjun 150 138 115 71 92 77
Rennismíði 4 7 14 4 3 10
Skósmíði 1 1
Snyrtifræði 50 49 38 43 43 52
Söðlasmíði 2
Stálsmíði 12 8 9 4 10 15
Veggfóðrun og dúkalögn 3 1 1
Vélvirkjun 48 62 80 73 66 60
Samtals 769 687 507 485 695 739

    Almennt má segja um einstaka starfaflokka að í bíliðngreinum hefur orðið fjölgun í gerð námssamninga í seinni tíð. Í bygginga- og mannvirkjagreinum hefur verið lægð undanfarin ár vegna óvissunnar á vinnumarkaði. Í hönnunar- og handverksgreinum hefur ávallt verið erfitt að komast á samning, en þó hefur gerðum námssamningum fjölgað, einkum í kjólasaumi, klæðskurði og gull- og silfursmíði. Gott ástand er almennt í matvælagreinum, þó að erfitt hafi reynst að komast á samning í bakaraiðn. Í málmiðngreinum komast þeir á samning sem þess óska og sama má segja um rafiðngreinar. Í snyrtigreinum hefur verið tregða að taka nemendur á samning í hársnyrtiiðn vegna aukinnar verktöku í greininni, en þá starfa meistarar sjálfstætt og taka ekki nemendur. Í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum hefur verið lægð undanfarin ár, en hún birtist einnig í fjölda skráðra nemenda í skólum. Erfitt hefur verið fyrir nemendur að komast á samning í ljósmyndun, en þó virðist sem nokkuð hafi ræst úr með tilkomu vinnustaðanámssjóðs, sem á raunar við um fleiri greinar, t.d. matvælagreinar.