Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 141. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Prentað upp.

Þingskjal 158  —  141. mál.
Orðalag.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um lóðarleigusamninga innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.


Frá Bjarkeyju Gunnarsdóttur.



     1.      Hversu margir lóðarleigusamningar eru við eigendur sumarhúsa innan þjóðgarðsins á Þingvöllum? Óskað er eftir að samningarnir verði flokkaðir í 5–10 hópa eftir fjárhæð leigu þar sem fram komi fjöldi samninga í hverjum hópi.
     2.      Hver er upphæð ársleigu hjá þeim tíu sumarhúsaeigendum sem greiða hæsta lóðarleigu?
     3.      Hvert er leiguverð á fermetra innan þjóðgarðsins? Óskað er eftir verðsamanburði við lóðarleigu á vinsælum sumarhúsasvæðum sem ráðuneytið telur sambærileg við þjóðgarðinn á Þingvöllum.


Skriflegt svar óskast.