Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 52. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 169  —  52. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Árna Þór Sigurðssyni
um áætlaðar tekjur af legugjöldum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hverjar eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs vegna áforma um legugjöld á sjúkrahúsum á árinu 2014 og hvernig skiptast þær á einstakar stofnanir?
     2.      Hvaða forsendur liggja til grundvallar um fjölda legudaga og fjölda greiðenda, skipt á einstakar stofnanir?


    Í eftirfarandi töflu má sjá hvernig áætlaðar tekjur ríkissjóðs af legugjöldum skiptast á einstakar stofnanir, en samtals er gert ráð fyrir að þær verði um 290 millj. kr. á árinu 2014.

Heiti stofnunar Legudagar

Áætlaðar tekjur, millj. kr.

Heilbrigðisstofnun Austurlands
7.884 9,4
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 876 1,0
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 7.391 8,8
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9.636 11,5
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 4.380 5,2
Heilbrigðisstofnun Vesturlands 18.590 22,2
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 2.336 2,8
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi 876 1,0
Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð 876 1,0
Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði 584 0,7
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki 2.044 2,4
Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 2.044 1,8
Landspítali 168.760 199,5
Sjúkrahúsið á Akureyri 18.470 22,1
Samtals 244.747 289,4

    Við mat á áætluðum tekjum var almennt horft til mögulegs fjölda legudaga á stofnunum að gefnum fjölda sjúkrarýma. Áætluð tekjuaukning miðast við u.þ.b. 80% nýtingu á þeim sjúkrarýmum sem eru á stofnuninni. Í töflunni má sjá þann fjölda legudaga, skipt á einstakar stofnanir, sem liggur til grundvallar.
    Miðað er við að innheimta 1.200 kr. gjald fyrir hvern legudag og er gjaldinu ætlað að koma á móti svonefndum hótelkostnaði sjúkrahússins. Gjaldið er í samræmi við sólarhringsgjald sem innheimt er af sjúklingi sem dvelur á sjúkrahóteli. Á árinu 2012 var meðallengd legu á sjúkrahúsi á bilinu átta til níu dagar, en það þýðir 10–11 þús. kr. gjald fyrir legu að jafnaði. Að gefnum upplýsingum um meðallengd legu má ætla að fjöldi greiðenda gæti verið á bilinu 27–30 þúsund.