Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 151. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 174  —  151. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um innheimtu dómsekta.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Tekur ráðherra undir sjónarmið í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá október 2012, Skýrsla um eftirfylgni: Eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar (2009), um að bæta þurfi núverandi kerfi við innheimtu dómsekta?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir þeim ábendingum sem koma fram í skýrslunni?
     3.      Hvað líður heildarendurskoðun laga um fullnustu refsinga, nr. 49/2005, en leggja átti slíkt frumvarp fram á síðasta ári?
     4.      Telur ráðherra eðlilegt að hægt sé að fullnusta fésektir vegna skattalagabrota með samfélagsþjónustu?
     5.      Hvað áætla stjórnvöld að innheimtist af fésektum vegna skattalagabrota á árinu 2014?