Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 125. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 175  —  125. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur
um gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur verið skoðað að innheimta hærri gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu af þeim sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins?

    Þeir sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins og njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi greiða fullt gjald fyrir þjónustuna, sbr. reglugerð nr. 1101/2012, um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna. Reglugerð þessi er endurskoðuð árlega og gjöldum breytt með hliðsjón af verðlagsbreytingum. Þeir sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins greiða því nú þegar hærri gjöld en þeir sem búa innan svæðisins.