Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 261, 143. löggjafarþing 23. mál: geislavarnir (heildarendurskoðun, EES-reglur).
Lög nr. 121 4. desember 2013.

Lög um breytingu á lögum um geislavarnir, nr. 44/2002, með síðari breytingum (breytingar á eftirliti, niðurlagning geislavarnaráðs o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þess skal gætt við ákvörðun um notkun geislunar að gagnsemi hennar fyrir einstaklinginn eða þjóðfélagið sé meiri en hugsanlegur skaði af hennar völdum og að geislun fólks sé eins lítil og unnt er að teknu skynsamlegu tilliti til tilgangs geislunar hverju sinni og efnahags- og þjóðfélagslegra aðstæðna.
  2. Í stað orðanna „við geislavá“ í 2. mgr. kemur: vegna geislavár.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „við alla starfsemi“ í 1. tölul. kemur: við allar aðstæður og alla starfsemi.
  2. Í stað orðanna „við starfsemi sem leiðir“ í 2. tölul. kemur: við starfsemi eða aðstæður sem leiða.
  3. Í stað orðanna „við hvers kyns geislavá“ í 5. tölul. kemur: vegna hvers kyns geislavár.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. 4. tölul. orðast svo: Geislatæki: Tæki sem ganga fyrir rafmagni og mynda geislun, t.d. línuhraðlar, röntgentæki, sólarlampar og leysibendar.
  2. 5. tölul. orðast svo: Læknisfræðileg geislun: Eftirfarandi geislun telst læknisfræðileg geislun:
    1. geislun einstaklinga til greiningar eða meðferðar sjúkdóms,
    2. geislun aðstandenda sjúklings og annarra, þó ekki starfsmanna heilbrigðisstofnana, meðan á greiningu eða meðferð stendur,
    3. geislun þátttakenda í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði.
  3. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Réttarfarsleg geislun: Geislun einstaklinga í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum, svo sem vegna rannsóknar sakamála eða í öryggisskyni.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 5. gr. laganna:
  1. Orðin „og reglum“ í 1. tölul. og orðin „eða reglum“ í 2. tölul. falla brott.
  2. Á eftir orðinu „starfsemi“ í 4. tölul. kemur: og aðstæðum.
  3. Í stað orðanna „við hvers kyns geislavá“ í 9. tölul. kemur: vegna hvers kyns geislavár.


5. gr.

     6. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „afhending“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: notkun, endurvinnsla, endurnýting.
  2. Við 1. málsl. 3. mgr. bætist: nema geislun frá þeim sé undir mörkum sem Geislavarnir ríkisins ákveða.
  3. Á eftir 3. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  4.      Notkun tilkynningarskyldra geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun er háð leyfi Geislavarna ríkisins. Breytingar á starfsemi sem hafa áhrif á geislavarnir eru einnig háðar leyfi Geislavarna ríkisins. Leyfisveiting er háð skilyrðum sem stofnunin setur. Umsóknum um leyfi þessi skal skilað á eyðublöðum stofnunarinnar eða á öðru formi sem stofnunin samþykkir. Sé um að ræða nýja tegund starfsemi skal sérstaklega gerð grein fyrir mati á notkuninni, sbr. 8. gr.
         Viðgerðir og uppsetning á tilkynningarskyldum geislatækjum sem gefa frá sér jónandi geislun mega þeir einir annast sem uppfylla kröfur Geislavarna ríkisins um þekkingu og reynslu. Þeir sem taka að sér uppsetningu slíkra geislatækja skulu tilkynna Geislavörnum ríkisins um uppsetninguna innan fjögurra vikna frá því að henni lýkur.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „starfsemi“ í 1. málsl. kemur: eða tækja.
  2. 2. málsl. orðast svo: Aðilar er hyggjast hefja slíka starfsemi, framleiða eða flytja inn slík tæki skulu senda Geislavörnum ríkisins greinargerð um slíkt mat á fyrirhugaðri starfsemi eða notkun.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um mat á gagnsemi og áhættu við notkun á jónandi geislun, svo og um réttarfarslega geislun.


8. gr.

     1. mgr. 9. gr. laganna fellur brott.

9. gr.

     Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um viðbúnað og viðbrögð við geislaslysum, þ.m.t. upplýsingagjöf til almennings og viðmiðunarmörk fyrir styrk geislavirkra efna í matvælum.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Geymsla, meðferð og förgun geislavirkra efna og geislavirks úrgangs er á ábyrgð leyfishafa.
  2. Í stað orðsins „tæki“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: leyfisskylt tæki.
  3. Í stað orðanna „í samræmi við reglur sem ráðherra setur skv. 4. mgr. 10. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Geislavarna ríkisins skv. 17. gr.
  4. Við 3. málsl. 2. mgr. bætist: eða eru ekki í öruggri vörslu að mati stofnunarinnar.
  5. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  6.      Notkun geislavirkra efna skal vera með þeim hætti að sem minnstur geislavirkur úrgangur myndist. Leyfishafi skal gera Geislavörnum ríkisins árlega grein fyrir því magni geislavirks úrgangs sem starfsemi hans myndar.
         Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun, geymslu, meðferð og förgun geislavirkra efna og geislavirks úrgangs.


11. gr.

     Á eftir 12. gr. laganna kemur ný grein, 12. gr. a, svohljóðandi:
     Íblöndun geislavirkra efna við framleiðslu matvæla, fóðurs, leikfanga, skartgripa og snyrtivara er bönnuð. Innflutningur slíks varnings sem geislavirkum efnum hefur verið blandað í er jafnframt bannaður.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „vegna“ í 1. mgr. kemur: aðstæðna og.
  2. 3. mgr. orðast svo:
  3.      Við starfsemi eða aðstæður sem hafa í för með sér aukna náttúrulega jónandi geislun skal gripið til viðeigandi aðgerða til þess að verja fólk gegn slíkri geislun.
  4. Á eftir orðinu „almennings“ í 4. mgr. kemur: hámarksstyrk náttúrulegra geislavirkra efna og kröfur um úrbætur sé styrkur ofan leyfilegra marka.


13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig skal taka mið af gagnsemi og áhættu af notkun annarrar tækni sem fyrir hendi er og nýtir minni eða enga jónandi geislun.
  2. Í stað orðanna „Við læknisfræðilega geislun skal ábyrgðarmaður“ í 3. mgr. kemur: Við sjúkdómsgreiningu og rannsóknir skal ábyrgðarmaður eða sá sem hann hefur falið framkvæmdina.
  3. Við 4. mgr. bætist: þ.m.t. mati á geislun sjúklinga samkvæmt leiðbeiningum sem Geislavarnir ríkisins gefa út.
  4. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, 5. mgr., svohljóðandi:
  5.      Við meðferð sjúkdóms skal ábyrgðarmaður eða sá sem hann hefur falið framkvæmdina tryggja að geislun á vef utan meðferðarsvæðis sé eins lítil og unnt er í samræmi við markmið meðferðarinnar. Þess skal gætt að fólk verði ekki fyrir geislun af slysni eða vegna mistaka. Ábyrgðarmaður skal tilkynna slíka geislun til Geislavarna ríkisins og gera grein fyrir mati á afleiðingum.
  6. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  7.      Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um réttarfarslega geislun eftir því sem við á.


14. gr.

     Við 16. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um geislavarnir við skoðanir á hópi fólks, þ.m.t. viðmið geislunar.

15. gr.

     Við 1. mgr. 17. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eftirlitið skal taka mið af þeirri áhættu sem notkuninni fylgir.

16. gr.

     IX. kafli laganna, Uppsetning og viðgerðir á geislatækjum, 20. gr., fellur brott ásamt fyrirsögn.

17. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2014.

Samþykkt á Alþingi 27. nóvember 2013.