Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 215. máls.

Þingskjal 277  —  215. mál.Frumvarp til laga

um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2008/98/EB, rafhlöður og rafgeymar, raf- og rafeindatæki, drykkjarvöruumbúðir).

(Lagt fyrir Alþingi á 143. löggjafarþingi 2013–2014.)
1. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:
    Markmið laga þessara er að stuðla að meðhöndlun úrgangs fari þannig fram að ekki skapist hætta fyrir heilbrigði manna og dýra og að umhverfið verði ekki fyrir skaða og þá einkum:
     a.      að ekki skapist áhætta fyrir vatn, loft, jarðveg, gróður eða dýr,
     b.      að ekki skapist óþægindi vegna hávaða eða ólyktar og
     c.      að ekki komi fram skaðleg áhrif á landslag eða staði sem hafa sérstakt gildi.
    Jafnframt er markmið laga þessara að:
     a.      meðhöndlun úrgangs verði markviss og hagkvæm og að úrgangur sem fellur til fái viðeigandi meðhöndlun,
     b.      stuðla að sjálfbærri auðlindanotkun með aðgerðum og fræðslu til að draga úr myndun úrgangs og auka nýtingu hráefna úr úrgangi sem fellur til og
     c.      handhafar úrgangs greiði kostnað við meðhöndlun úrgangs.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „3. mgr. 5. gr.“ kemur: 3. mgr. 14. gr.
     b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
              Lög þessi taka ekki til:
              a.      loftkenndra efna sem losuð eru út í andrúmsloftið,
              b.      landsvæða (á upphaflegum stað), þ.m.t. óuppgrafins, mengaðs jarðvegs og bygginga sem eru varanlegar á landsvæðinu,
              c.      ómengaðs jarðvegs og annars efniviðar úr náttúrulegu umhverfi, sem grafinn er upp við byggingarstarfsemi, sé öruggt að efniviðurinn verði notaður í byggingarstarfsemi eins og hann kemur fyrir og á staðnum þar sem hann var grafinn upp,
              d.      geislavirks úrgangs,
              e.      sprengiefnis sem tekið hefur verið úr notkun,
              f.      saurefnis, sem ekki fellur undir b-lið 3. mgr., hálms og annars náttúrulegs, hættulauss efniviðar, sem tengist landbúnaði eða skógrækt og notaður er í búskap, við skógrækt eða slíks lífmassa sem er notaður til orkuframleiðslu með vinnslu eða aðferðum sem skaða ekki umhverfið eða stofna heilbrigði manna í hættu.
             Lögin taka enn fremur ekki til eftirfarandi atriða að því marki sem þau falla undir aðra löggjöf hér á landi:
              a.      skólps,
              b.      aukaafurða úr dýrum að undanteknum þeim sem eiga að fara í brennslu, til urðunar eða til notkunar í lífgas- eða myltingarstöð,
              c.      hræja af dýrum sem hafa drepist á annan hátt en við slátrun, þ.m.t. dýr sem hafa verið drepin til að útrýma dýrafarsóttum, og sem er fargað í samræmi við lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „hitinn“ í skilgreiningunni Brennslustöð kemur: varminn.
     b.      Skilgreiningin Endurnotkun orðast svo: hvers kyns aðgerð þar sem vörur eða íhlutir, sem ekki eru úrgangur, eru notuð í sama tilgangi og þau voru ætluð til í upphafi.
     c.      Skilgreiningin Endurnýting orðast svo: aðgerð þar sem aðalútkoman er sú að úrgangur verður til gagns þar eð hann kemur í stað annars efniviðar sem hefði annars verið notaður í tilteknum tilgangi, eða hann er útbúinn til þeirrar notkunar, í stöðinni eða úti í hagkerfinu.
     d.      Skilgreiningin Flokkunarmiðstöð fellur brott.
     e.      Orðið „endurnotkunar“ í skilgreiningunni Flutningur fellur brott.
     f.      Í stað skilgreiningarinnar Framleiðandi og innflytjandi kemur ný skilgreining, svohljóðandi:
                  Framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja:   aðili sem, óháð þeirri sölutækni sem er notuð,
                  i.      framleiðir og selur raf- og rafeindatæki undir eigin vörumerki,
                  ii.      endurselur raf- og rafeindatæki, undir eigin vörumerki, sem aðrir birgjar framleiða; endursöluaðilinn telst þó ekki vera framleiðandi ef vörumerki framleiðandans er á tækjabúnaðinum eins og kveðið er á um í i-lið, eða
                  iii.      flytur raf- og rafeindatæki inn eða út úr landinu í atvinnuskyni.
     g.      Skilgreiningin Framleiðandi úrgangs orðast svo: hver sá er stundar starfsemi þar sem úrgangur fellur til, þ.e. upphaflegur framleiðandi úrgangs, eða hver sá sem stundar forvinnslu, blöndun eða aðra starfsemi sem veldur breytingum á eðli eða samsetningu þessa úrgangs.
     h.      Í stað skilgreiningarinnar Förgun úrgangs kemur ný skilgreining, svohljóðandi:
                       Förgun: hvers kyns aðgerð sem er ekki endurnýting, jafnvel þótt aðgerðin hafi að auki í för með sér endurheimt efna eða orku.
     i.      Skilgreiningin Grunnvatn orðast svo: vatn, kalt eða heitt, sem er neðan jarðar í samfelldu lagi, kyrrstætt eða rennandi, og fyllir að jafnaði allt samtengt holrúm í viðkomandi jarðlagi.
     j.      Orðin „flokkunarmiðstöðvar og“ í skilgreiningunni Móttökustöð fellur brott.
     k.      Skilgreiningin Raf- og rafeindatækjaúrgangur frá heimilum fellur brott.
     l.      Skilgreiningin Skilakerfi fellur brott.
     m.      Í stað orðanna „sbr. 29. gr.“ í skilgreiningunni Spilliefni kemur: sbr. 43. gr.
     n.      Skilgreiningin Úrgangur orðast svo: hvers kyns efni eða hlutir sem handhafi úrgangs ákveður að losa sig við, ætlar að losa sig við eða er gert að losa sig við.
     o.      Við bætast 11 nýjar skilgreiningar á viðeigandi stað í stafrófsröð, svohljóðandi:
                  1.      Drykkjarvöruumbúðir: umbúðir drykkjarvara úr áli, gleri, plasti eða stáli sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar eða átappaðar hérlendis.
                  2.      Endurvinnsla: hvers kyns endurnýtingaraðgerð sem felst í því að endurvinna úrgangsefni í vörur, efnivið eða efni, hvort sem er til notkunar í upphaflegum tilgangi eða í öðrum tilgangi. Undir þetta fellur uppvinnsla á lífrænum efniviði, en ekki orkuvinnsla og uppvinnsla sem skilar efni sem á að nota sem eldsneyti eða til fyllingar.
                  3.      Framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru: aðili sem, óháð þeirri sölutækni sem er notuð,
                      i.      framleiðir og selur drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum, eða
                      ii.      flytur drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum inn eða út úr landinu í atvinnuskyni.
                  4.      Handhafi úrgangs: framleiðandi úrgangs eða einstaklingurinn eða lögaðilinn sem hefur hann í vörslu sinni.
                  5.      Lífrænn úrgangur: lífbrjótanlegur garðaúrgangur, matar- og eldhúsúrgangur frá heimilum, veitingastöðum, veisluþjónustufyrirtækjum og smásölum og sambærilegur úrgangur frá vinnslustöðvum matvæla.
                  6.      Sérstök söfnun: söfnun þar sem straumi úrgangs er haldið aðskildum, á einhverjum tímapunkti í söfnuninni eða flokkun úrgangsins, eftir tegund og eðli til að auðvelda tiltekna meðhöndlun.
                  7.      Sigvatn: vökvi sem seytlar í gegnum urðunarstað og er veitt frá eða geymist í honum.
                  8.      Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir: lögaðili sem tekur að sér ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á drykkjarvöruumbúðum.
                  9.      Söfnun: það að safna úrgangi saman, þ.m.t. forflokkun og bráðabirgðageymsla úrgangs fyrir flutning á móttökustöð.
                  10.      Undirbúningur fyrir endurnotkun: hvers kyns aðgerðir, sem felast í skoðun, hreinsun eða viðgerð, þar sem vörur eða íhlutir þeirra, sem eru orðin að úrgangi, eru útbúin þannig að þau megi endurnota án annarrar forvinnslu.
                  11.      Úrgangsforvarnir: ráðstafanir sem gerðar eru áður en efni, efniviður eða vara er orðin að úrgangi og draga úr:
                      i.      magni úrgangs, þ.m.t. með endurnotkun vara eða framlengingu á notkunartíma vara,
                      ii.      neikvæðum áhrifum á umhverfið og heilbrigði manna vegna úrgangs sem hefur myndast, eða
                      iii.      innihaldi skaðlegra efna.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      2. mgr. orðast svo:
                 Heilbrigðisnefndir annast eftirlit með meðhöndlun á úrgangi, sbr. 9. gr., og eftirlit með atvinnurekstri sem heilbrigðisnefndir gefa út starfsleyfi fyrir, sbr. 2. mgr. 14. gr. Umhverfisstofnun annast eftirlit með atvinnurekstri sem stofnunin gefur út starfsleyfi fyrir, sbr. 2. mgr. 14. gr. Umhverfisstofnun fer með eftirlit með framkvæmd laga þessara að öðru leyti.
     b.      3.–5. mgr. falla brott.

5. gr.

    Á eftir 4. gr. laganna koma níu nýjar greinar sem orðast svo ásamt fyrirsögnum og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:

    a. (5. gr.)

Stefna um meðhöndlun úrgangs.

    Ráðherra gefur út almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs til tólf ára í senn sem gildir fyrir landið allt. Í stefnunni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála í landinu, hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs og stefnu til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun.
    Ráðherra gefur út almenna stefnu um úrgangsforvarnir til tólf ára í senn sem gildir fyrir landið allt. Heimilt er að hafa stefnuna sem aðgreindan hluta af stefnu um meðhöndlun úrgangs, sbr. 1. mgr. Stefnan skal taka mið af lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs. Í stefnunni skulu m.a. koma fram markmið um úrgangsforvarnir, lýsing á þeim ráðstöfunum sem þegar eru fyrir hendi til að minnka úrgang og mat á gagnsemi tiltekinna ráðstafana.
    Umhverfisstofnun vinnur tillögu að stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir og leggur fyrir ráðherra. Umhverfisstofnun skal við gerð tillögunnar hafa samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, hlutaðeigandi haghafa og fleiri aðila eftir því sem við á. Ráðherra skal auglýsa drög að stefnu í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við þau. Ráðherra gefur stefnu út að loknu umsagnarferli og skal hún vera aðgengileg almenningi. Ráðherra skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða stefnuna. Í þeim tilvikum þegar stefna þarfnast endurskoðunar skal hún unnin í samræmi við þessa grein. Ráðherra er þó heimilt að uppfæra stefnu án þess að auglýsa slíkar uppfærslur sérstaklega.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir, sbr. 43. gr.

    b. (6. gr.)

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

    Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir, sbr. 5. gr. Áætlunin skal taka mið af lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Í áætluninni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og hvernig sveitarstjórn hyggst ná markmiðum stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Í áætluninni skal jafnframt fjalla um úrgangsforvarnir. Við gerð áætlunarinnar skal sveitarstjórn auglýsa hana í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Kynna skal áætlunina í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana. Sveitarstjórn skal að því loknu staðfesta áætlunina og skal hún vera aðgengileg almenningi. Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Í þeim tilvikum þegar áætlunin þarfnast endurskoðunar skal hún unnin í samræmi við þessa grein. Sveitarstjórn er þó heimilt að uppfæra áætlunina án þess að auglýsa slíkar uppfærslur sérstaklega.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, sbr. 43. gr.

    c. (7. gr.)

Forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs.

    Við meðhöndlun úrgangs og setningu reglna um stjórnun og stefnu í úrgangsmálum skal eftirfarandi forgangsröðun lögð til grundvallar:
     a.      úrgangsforvarnir,
     b.      undirbúningur fyrir endurnotkun,
     c.      endurvinnsla,
     d.      önnur endurnýting, t.d. orkuvinnsla, og
     e.      förgun.
    Við forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs skal leitast við að velja þá kosti sem skila bestri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið. Heimilt er að tilteknir straumar úrgangs víki frá forgangsröðuninni þegar slíkt er réttlætanlegt út frá sjónarmiðum um áhrif alls vistferilsins á myndun og stjórnun slíks úrgangs.
    Við nánari útfærslu í stefnu, svæðisáætlunum og ákvörðunum um fyrirkomulag við meðhöndlun úrgangs skal hafa að leiðarljósi sjónarmið um að gætt sé varúðar til að umhverfið verði ekki fyrir skaða að teknu tilliti til tæknilegs framkvæmanleika og hagkvæmni.

    d. (8. gr.)

Fyrirkomulag við söfnun og meðhöndlun úrgangs.

    Sveitarstjórn skal ákveða fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs og skal sjá um að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu, eftir atvikum í samstarfi við aðrar sveitarstjórnir.
    Sveitarstjórn setur sérstaka samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu þar sem tilgreind eru atriði um meðhöndlun úrgangs umfram það sem greinir í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Heimilt er að samþykkt taki til tveggja eða fleiri sveitarfélaga. Í slíkri samþykkt er heimilt að kveða á um fyrirkomulag sorphirðu, skyldu einstaklinga og lögaðila til að flokka úrgang, stærð, gerð, staðsetningu og merkingu sorpíláta og sambærileg atriði. Um gerð og staðfestingu samþykktarinnar fer skv. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.

    e. (9. gr.)

Söfnun og meðhöndlun úrgangs.

    Allur úrgangur skal færður til meðhöndlunar í söfnunar- eða móttökustöð eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð eða samþykktum sveitarfélaga. Allur úrgangur skal fá viðeigandi meðferð áður en til förgunar kemur samkvæmt nánari reglum þar um.
    Óheimilt er að skilja eftir, flytja, dreifa eða geyma úrgang á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýtum á umhverfinu.
    Opin brennsla úrgangs er óheimil. Þetta á þó ekki við um skipulagðar brennur, svo sem áramótabrennur, sem starfsleyfi hefur verið veitt fyrir samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

    f. (10. gr.)

Endurnotkun og endurvinnsla.

    Almennt skal við meðhöndlun úrgangs stuðlað að endurnotkun á vörum og undirbúningi fyrir endurnotkun og að komið verði á fót endurnotkunar- og endurvinnslukerfum.
    Almennt skal við meðhöndlun úrgangs stuðlað að endurvinnslu og skal í því skyni koma upp sérstakri söfnun á úrgangi þar sem það er tæknilega, umhverfislega og efnahagslega gerlegt og viðeigandi til að uppfylla nauðsynlega gæðastaðla í viðkomandi endurvinnslugeira.
    Sérstök söfnun skal vera á a.m.k. eftirfarandi úrgangstegundum: pappír, málmum, plasti og gleri, sbr. þó 2. mgr. 11. gr. Jafnframt skal tryggja að sérstök söfnun fari fram með þeim hætti að unnt sé að losa slíkan úrgang á aðgengilegan hátt við íbúðarhús í þéttbýli.

    g. (11. gr.)

Endurnýting.

    Úrgangur skal endurnýttur í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr., og með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., að eins miklu leyti og unnt er.
    Safna skal úrgangi sérstaklega ef það er nauðsynlegt til að fara að 1. mgr. og til að auðvelda eða bæta endurnýtingu og ef það er tæknilega, umhverfislega og efnahagslega gerlegt. Við sérstaka söfnun, flokkun og aðra meðhöndlun úrgangs skal reynt að forðast að blanda honum saman við annan úrgang eða efnivið sem hefur aðra eiginleika ef það leiðir til þess að úrgangurinn verði ekki endurnýttur.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um endurnýtingu úrgangs og aðgerðir við endurnýtingu hans, sbr. 43. gr.

    h. (12. gr.)

Förgun.

    Úrgangi, sem ekki er endurnýttur skv. 11. gr., skal fargað með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., sem og í samræmi við önnur ákvæði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um förgun úrgangs og aðgerðir við förgun hans, sbr. 43. gr.

    i. (13. gr.)

Töluleg markmið og viðmiðanir.

    Við meðhöndlun úrgangs skal ná tilteknum tölulegum markmiðum eða viðmiðunum um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um töluleg markmið og viðmiðanir um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun, sbr. 43. gr.

6. gr.

    Í stað orðanna „skv. 9. gr.“ í j-lið 8. gr. laganna, sem verður 17. gr., kemur: skv. 19. gr.

7. gr.

    Á eftir 8. gr., sem verður 17. gr., kemur ný grein, 18. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:

Lágmarkskröfur.

    Ráðherra er heimilt að setja ákvæði í reglugerð um lágmarkstæknikröfur fyrir meðhöndlun úrgangs sem starfsleyfisskyldum fyrirtækjum samkvæmt lögum þessum og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er gert að uppfylla, sbr. 43. gr.

8. gr.

    9. gr. laganna, sem verður 19. gr., orðast svo:
    Rekstraraðilar skulu fyrir 1. maí ár hvert skila til Umhverfisstofnunar skýrslu um þann úrgang sem meðhöndlaður var á undangengnu almanaksári. Skal skýrslan innihalda upplýsingar um tegundir úrgangsins og magn, uppruna og ráðstöfun hverrar tegundar. Skýrslan skal vera á því formi sem Umhverfisstofnun leggur til. Framleiðendur úrgangs sem farga eigin úrgangi á framleiðslustað eða flytja utan eigin úrgang til meðhöndlunar skulu fyrir 1. maí ár hvert skila til Umhverfisstofnunar sambærilegri skýrslu með upplýsingum um tegundir úrgangsins og magn og ráðstöfun hverrar tegundar. Afrit skýrslunnar skal senda heilbrigðisnefnd á starfssvæði rekstraraðila.
    Rekstraraðilar skulu fyrir 1. maí ár hvert skila skýrslu fyrir undangengið almanaksár til útgefanda starfsleyfis skv. 2. mgr. 14. gr. um eftirlit með umhverfi og rekstrarþáttum sem geta valdið mengun eða losun út í umhverfið, eftir því sem nánar greinir í starfsleyfi og 71. gr. að því er varðar urðunarstaði.
    Varðandi framangreinda upplýsingagjöf er heimilt að vísa til skýrslu um grænt bókhald samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir eða til ársskýrslu ef þar er að finna sömu upplýsingar.
    Umhverfisstofnun getur óskað eftir upplýsingum um magn, tegund og uppruna úrgangs frá rekstraraðila og skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir.

9. gr.

    10. gr. laganna, sem verður 20. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:

Aukaafurðir.

    Efni eða hlutur, sem verður til í framleiðsluferli þar sem frumtilgangurinn er ekki framleiðsla þess efnis eða hlutar, telst vera aukaafurð en ekki úrgangur að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
     a.      öruggt er að efnið eða hluturinn verða notuð áfram,
     b.      nota má efnið eða hlutinn beint án frekari vinnslu, í stað þeirrar sem er viðtekin venja í iðnaði,
     c.      efnið eða hluturinn eru framleidd sem óaðskiljanlegur hluti í framleiðsluferli og
     d.      frekari notkun er lögmæt, þ.e. efnið eða hluturinn uppfyllir allar sértækar vöru-, umhverfis- og heilsuverndarkröfur vegna viðkomandi notkunar og mun ekki hafa í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið eða heilbrigði manna þegar til heildarinnar er litið.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um aukaafurðir, sbr. 43. gr.

10. gr.

    Á eftir 10. gr. laganna, sem verður 20. gr., koma tvær nýjar greinar, 21. og 22. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögnum og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:

    a. (21. gr.)

Lok úrgangsfasa.

    Sérstakur úrgangur af tilteknu tagi hættir að vera úrgangur þegar hann hefur farið í gegnum endurnýtingaraðgerð, m.a. endurvinnslu, og uppfyllir þær sértæku viðmiðanir sem ráðherra setur í reglugerð um lok úrgangsfasa, sbr. 43. gr., í samræmi við eftirfarandi skilyrði:
     a.      efnið eða hluturinn eru yfirleitt notuð í sérstökum tilgangi,
     b.      markaður eða eftirspurn er eftir slíku efni eða hlut,
     c.      efnið eða hluturinn uppfyllir tæknilegu kröfurnar fyrir þennan sérstaka tilgang og samræmist þeirri löggjöf og þeim stöðlum sem gilda um vörur, og
     d.      notkun á efninu eða hlutnum hefur ekki neikvæð áhrif fyrir umhverfið eða heilbrigði manna þegar til heildarinnar er litið.
    Viðmiðanir skv. 1. mgr. skulu m.a. felast í viðmiðunarmörkum fyrir mengunarvalda, ef nauðsyn krefur, og í þeim skal taka tillit til allra hugsanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa vegna efnisins eða hlutarins.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um sérstakar viðmiðanir um lok úrgangsfasa, sbr. 43. gr.

    b. (22. gr.)

Skrá yfir úrgang.

    Ráðherra skal setja í reglugerð skrá yfir úrgang, sbr. 43. gr. Skráin skal m.a. taka til spilliefna og taka tillit til uppruna og samsetningar úrgangsins og, ef nauðsyn krefur, viðmiðunarmarka fyrir styrk hættulegra efna. Skráin skal tilgreina með skýrum hætti hvort úrgangur sé spilliefni eður ei og er sú tilgreining bindandi.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna, sem verður 23. gr.:
     a.      Í stað orðanna „sbr. 31. gr.“ og „sbr. 3. mgr. 5. gr.“ í 1. mgr. kemur: sbr. 45. gr.; og: sbr. 3. mgr. 14. gr.
     b.      Í stað 1. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Sveitarfélög skulu innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Jafnframt er sveitarfélögum heimilt að innheimta gjald fyrir tengda starfsemi sem samræmist markmiðum laga þessara, svo sem þróun nýrrar tækni við meðhöndlun úrgangs, rannsóknir, fræðslu og kynningarmál.

12. gr.

    Á eftir 11. gr., sem verður 23. gr., kemur ný grein, 24. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:

Fræðsla til almennings.

    Umhverfisstofnun skal sjá um gerð almenns fræðsluefnis og upplýsa og fræða almenning um meðhöndlun úrgangs í samvinnu við sveitarfélög, Úrvinnslusjóð, þá sem bera framleiðendaábyrgð, rekstraraðila og aðra eftir því sem við á.
    Sveitarstjórnir skulu annast gerð upplýsingaefnis um meðferð úrgangs í sveitarfélaginu og fræða almenning, rekstraraðila og handhafa úrgangs um úrgangsmál í samvinnu við hlutaðeigandi heilbrigðisnefndir.

13. gr.

    Í stað orðanna „sbr. 14. gr.“ og „sbr. 15. gr.“ í 16. gr. laganna, sem verður 29. gr., kemur: sbr. 27. gr.; og: sbr. 28. gr.

14. gr.

    Í stað orðanna „5. mgr. 4. gr.“ í 1. mgr. 20. gr. laganna, sem verður 33. gr., kemur: 8. gr.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna, sem verður 34. gr.:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Rafhlöður og rafgeymar sem falla undir þessi lög, tollskrárnúmer þeirra og flokkun eru tilgreind í viðaukum X og XI við lög um úrvinnslugjald.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                      Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á rafhlöðum og rafgeymum, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva og verslana, og fjármagna upplýsingagjöf samkvæmt ákvæðum 35. gr. sem og fjármagna rekstur skráningarkerfis samkvæmt ákvæðum 36. gr.
     c.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Óheimilt er að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni rafhlöður og rafgeyma sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þeirra greiði úrvinnslugjald, sbr. lög um úrvinnslugjald.
                      Úrvinnslusjóður skal:
                  a.      safna upplýsingum um magn rafhlaðna og rafgeyma sem sett eru á markað, um magn rafhlaðna og rafgeyma sem safnað er og ráðstöfun þeirra og skila þeim til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið ár og
                  b.      ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun rafhlaðna og rafgeyma.

16. gr.

    23. gr. laganna, sem verður 36. gr., ásamt fyrirsögn orðast svo:

Skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma.

    Framleiðanda og innflytjanda rafhlaðna og rafgeyma ber að skrá sig hjá Umhverfisstofnun a.m.k. 15 dögum áður en vara sem fellur undir lög þessi er sett á markað, seld eða tekin til eigin nota hér á landi. Umhverfisstofnun er heimilt að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds samkvæmt lögum um úrvinnslugjald við skráningu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma.
    Umhverfisstofnun skal halda skrá yfir framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma hér á landi.
    Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar að setja reglugerð um skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma. Í reglugerðinni skal fjallað um skyldu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma til að skrá sig og skila upplýsingum um innflutning eða framleiðslu á rafhlöðum og rafgeymum til Umhverfisstofnunar og á hvaða hátt það skuli gert.
    Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnunarinnar vegna rafhlaðna og rafgeyma. Upphæð gjalda skal nema kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla. Úrvinnslusjóður skal, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma, standa skil á gjöldum sem þeir bera vegna reksturs skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar til stofnunarinnar.

17. gr.

    Á eftir 23. gr., sem verður 36. gr., kemur ný grein, 37. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:

Eftirlit með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma.

    Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma. Eftirlit Umhverfisstofnunar felst m.a. í að seljendur rafhlaðna og rafgeyma taki við notuðum rafhlöðum og rafgeymum á sölu- eða dreifingarstað og að framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma séu skráðir í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.
    Umhverfisstofnun er heimilt að óska eftir upplýsingum frá toll- og skattyfirvöldum um heildarmagn, magn í einstökum flokkum, sbr. 34. gr., og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma vegna framleiðslu og innflutnings á rafhlöðum og rafgeymum sem falla undir lögin. Ákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, skulu ekki vera því til fyrirstöðu að starfsmenn toll- og skattyfirvalda veiti Umhverfisstofnun upplýsingar samkvæmt þessari grein.
    Til að sannreyna framleiðslu-, innflutnings- og sölumagn rafhlaðna og rafgeyma er Umhverfisstofnun heimilt að óska eftir gögnum um sölu rafhlaðna og rafgeyma úr bókhaldi framleiðanda og innflytjanda. Löggiltur endurskoðandi skal staðfesta með undirskrift sinni að gögn og upplýsingar skv. 1. málsl. séu réttar. Skylt er að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra er óskað.
    Umhverfisstofnun er bundin þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem hún fær vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum og eðli máls.

18. gr.

    Í stað orðanna „6. gr.“, „sbr. 26. gr.“ og „sbr. 28. gr.“ í 25. gr. laganna, sem verður 39. gr., kemur: 15. gr.; sbr. 40. gr.; og: sbr. 42. gr.

19. gr.

    Í stað orðanna „8., 26. og 27. gr.“ í 1. mgr. 28. gr. laganna, sem verður 42. gr., kemur: 17., 40. og 41. gr.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna, sem verður 43. gr.:
     a.      Á eftir orðunum „Samband íslenskra sveitarfélaga“ í 1. málsl. kemur: og hlutaðeigandi haghafa.
     b.      Í stað orðsins „lista“ í a-lið kemur: skrá.
     c.      E-liður orðast svo: töluleg markmið um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun úrgangs, reikniaðferðir og hlutverk Umhverfisstofnunar við að hafa eftirlit með því að sett markmið náist, sbr. 13. gr.
     d.      Á eftir e-lið koma sjö nýir stafliðir, svohljóðandi:
              f.      skrá yfir endurnýtingaraðgerðir, sbr. 11. gr., og skrá yfir förgunaraðgerðir, sbr. 12. gr.,
              g.      viðmiðanir fyrir úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun, sbr. 13 gr.,
              h.      aukaafurðir og viðmiðanir sem tiltekin efni eða hlutir þurfa að uppfylla til að teljast vera aukaafurðir, sbr. 20. gr.,
              i.      lok úrgangsfasa, sbr. 21. gr.,
              j.      lágmarkstæknikröfur fyrir meðhöndlun úrgangs sem starfsleyfisskyldum fyrirtækjum samkvæmt lögum þessum og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er gert að uppfylla, sbr. 18. gr.,
              k.      spilliefni, umbúðir og merkingar spilliefna, blöndun spilliefna, auðkennisskírteini og gögn sem þar koma fram og skráningu spilliefna, sbr. 64.–66. gr.,
              l.      lífrænan úrgang, svo sem meðhöndlun úrgangsins og takmörkun eða bann við urðun hans, sbr. 67. gr.
     e.      G-liður, sem verður n-liður, orðast svo: nánari atriði um innihald stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir, sbr. 14. gr., sem og svæðisáætlana sveitarstjórna, sbr. 15. gr.
     f.      Í stað orðanna „skv. 31. gr.“ í h-lið kemur: skv. 45. gr.
     g.      Í stað orðanna „skv. 33. gr.“ í j-lið kemur: skv. 47. gr.
     h.      Í stað orðanna „skv. 17. gr.“ í m-lið kemur: skv. 30. gr.

21. gr.

    30. gr. laganna, sem verður 44. gr., orðast svo:
    Söfnunarstöðvar sem sveitarstjórnir sjá um að starfræktar séu í sveitarfélagi, sbr. ákvæði 8. gr., skulu hafa aðstöðu fyrir móttöku á raf- og rafeindatækjaúrgangi eins og nánar er kveðið á um í reglugerð. Ber söfnunarstöðvum að taka við slíkum úrgangi gjaldfrjálst.
    Sveitarfélög skulu veita leiðbeiningar um hvernig beri að flokka raf- og rafeindatækjaúrgang og skila honum til söfnunarstöðva sveitarfélaga og upplýsa um að raf- og rafeindatækjaúrgangur megi ekki fara með öðrum úrgangi.

22. gr.

    31. gr. laganna, sem verður 45. gr., orðast svo:
    Framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja bera ábyrgð á raf- og rafeindatækjum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn. Raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög, tollskrárnúmer þeirra og flokkun eru tilgreind í viðauka XIX við lög um úrvinnslugjald. Í ábyrgð framleiðanda og innflytjanda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva, og fjármagna upplýsingagjöf samkvæmt ákvæðum 46. gr. sem og rekstur skráningarkerfis skv. 50. gr. Seljandi raf- og rafeindatækja sem falla undir lög þessi og seld eru í tollfrjálsri verslun hér á landi og ætluð til innlendra nota ber ábyrgð framleiðanda og innflytjanda samkvæmt lögum þessum.
    Óheimilt er að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þeirra greiði úrvinnslugjald, sbr. lög um úrvinnslugjald.

23. gr.

    Orðin „frá heimilum“ í 32. gr., sem verður 46. gr., falla brott.

24. gr.

    34. gr. laganna, sem verður 48. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:

Hlutverk framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja.

    Framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja skulu:
     a.      kosta geymslu raf- og rafeindatækjaúrgangs á söfnunarstöðvum sveitarfélaga,
     b.      tryggja söfnun og móttöku raf- og rafeindatækjaúrgangs alls staðar á landinu, svo sem frá söfnunarstöðvum sveitarfélaga,
     c.      tryggja að raf- og rafeindatækjaúrgangur sé meðhöndlaður af atvinnurekstri sem hefur gilt starfsleyfi og
     d.      upplýsa Umhverfisstofnun fyrir 1. apríl ár hvert um heildarmagn raf- og rafeindatækja í kílóum sem þeir hafa sett á markað eða tekið til eigin nota fyrir undangengið ár óski stofnunin eftir því.

25. gr.

    35. gr. laganna, sem verður 49. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:

Hlutverk Úrvinnslusjóðs.

    Úrvinnslusjóður skal:
     a.      safna upplýsingum um magn raf- og rafeindatækja sem sett eru á markað, um magn raf- og rafeindatækjaúrgangs sem safnað er og ráðstöfun hans og skila þeim til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið ár og
     b.      ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs.

26. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna sem verður 50. gr.:
     a.      2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Umhverfisstofnun er heimilt að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds samkvæmt lögum um úrvinnslugjald við skráningu framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.
     b.      3. málsl. 3. mgr. fellur brott.

27. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna sem verður 51. gr.:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                      Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja. Eftirlit Umhverfisstofnunar felst m.a. í að framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja séu skráðir í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.
     b.      Orðin „sem og stýrinefnd“ hvarvetna í 2.–4. mgr. falla brott.
     c.      Í stað orðanna „sbr. 31. gr.“ í 2. mgr. kemur: skv. 45. gr.

28. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna sem verður 52. gr.:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úrvinnslusjóður skal, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja, standa skil á gjöldum til Umhverfisstofnunar sem framleiðendur og innflytjendur bera vegna reksturs skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar.
     b.      2. mgr. fellur brott.

29. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna sem verður 53. gr.:
     a.      Í stað orðanna „stýrinefnd, skilakerfum og“ í 1. málsl. kemur: Samtökum atvinnulífsins og.
     b.      A-liður fellur brott.
     c.      Í stað orðanna „sbr. ákvæði 32., 33. og 34. gr.“ í e-lið kemur: sbr. ákvæði 46., 47. og 49. gr.
     d.      H-liður orðast svo: þau tölulegu markmið sem Úrvinnslusjóði, og/eða framleiðanda og innflytjanda, ber að ná árlega um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs og hlutverk Umhverfisstofnunar við að hafa eftirlit með því að þau markmið náist.
     e.      I–m-liðir falla brott.

30. gr.

    Á eftir VII. kafla laganna koma þrír nýir kaflar, VIII. kafli, Drykkjarvöruumbúðir úr áli, gleri, plasti og stáli, með tíu nýjum greinum, 54.–63. gr., IX. kafli, Spilliefni, með þremur nýjum greinum, 64.–66. gr., og X. kafli, Lífrænn úrgangur, með einni nýrri grein, 67. gr., og breytist töluröð annarra greina og kafla samkvæmt því. Hinar nýju greinar orðast svo:

    a. (54. gr.)

Ábyrgð framleiðanda og innflytjanda drykkjarvara á drykkjarvöruumbúðum.

    Framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru ber ábyrgð á þeim drykkjarvöruumbúðum sem framleiddar eru hér á landi eða fluttar inn og eru settar á markað hér á landi. Í reglugerð er heimilt að tilgreina þær drykkjarvöruumbúðir sem rétt þykir að falli ekki undir þessi lög, sbr. 63. gr. Í ábyrgð framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöru felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða, m.a. með því að tryggja skipulega söfnun og móttöku þeirra, ná lágmarkshlutfalli við endurheimt drykkjarvöruumbúða og stuðla að því að drykkjarvöruumbúðum sé ekki hent á víðavangi.
    Framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru skulu uppfylla skyldur sínar með rekstri eigin skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir eða með aðild að sameiginlegu kerfi fleiri framleiðenda og innflytjenda. Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir annast framkvæmd á ábyrgð framleiðenda og innflytjenda drykkjarvara á drykkjarvöruumbúðum, sbr. 1. mgr. Óheimilt er að forsvarsmenn framleiðenda og innflytjenda, sem hafa markaðsráðandi stöðu samkvæmt samkeppnislögum, nr. 44/2005, sitji á sama tíma í stjórn skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir.
    Hver sá sem framleiðir drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lögin eða flytur slíka vöru inn til endursölu skal vera aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir áður en varan er sett á markað.
    Ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða nær til landsins alls án tillits til hvar drykkjarvörur í drykkjarvöruumbúðum eru markaðssettar og skulu allar notaðar drykkjarvöruumbúðir sem safnað er fara til meðhöndlunar. Seljandi drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lög þessi og seldar eru í tollfrjálsri verslun hér á landi ber ábyrgð framleiðanda og innflytjanda samkvæmt lögum þessum.
    Framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöru er skylt að merkja drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum með þeim hætti sem ráðherra ákveður, sbr. 63. gr.
    Ráðherra er heimilt að veita tímabundna undanþágu frá 1. og 3. mgr. ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
    Ráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um rekstur og stjórnun skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir, svo og eftirlit með þeim, sbr. 63. gr.

    b. (55. gr.)

Hlutverk skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir.

    Hlutverk skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir er að:
     a.      kosta meðhöndlun drykkjarvöruumbúða,
     b.      tryggja söfnun og móttöku á drykkjarvöruumbúðum,
     c.      ná árlega lágmarksmarkmiðum um endurheimt drykkjarvöruumbúða, endurnýtingu og endurvinnslu,
     d.      greiða skilagjald til þeirra sem skila drykkjarvöruumbúðum og
     e.      tryggja að þeir sem meðhöndla notaðar drykkjarvöruumbúðir hafi gilt starfsleyfi.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal hafa nægt fjármagn frá framleiðendum og innflytjendum til að tryggja að það geti staðið undir skuldbindingum fyrir hönd viðskiptavina sinna, sbr. 1. mgr. 54. gr.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal kosta meðhöndlun drykkjarvöruumbúða.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal sjá til þess að koma á söfnun og móttöku á drykkjarvöruumbúðum að lágmarki í einum byggðarkjarna í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. Skilakerfi eins framleiðanda og innflytjanda getur sótt um undanþágu til ráðherra frá því að sinna söfnun og móttöku drykkjarvöruumbúða um land allt að því tilskildu að skilakerfi geti sýnt fram á að það nái endurnýtingarmarkmiði með öðrum hætti. Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal á heimasíðu sinni birta upplýsingar um það hvar, hvernig og hvenær unnt er að skila drykkjarvöruumbúðum.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir ber að leggja fram tryggingu um fjárhagslega ábyrgð vegna starfsemi sinnar. Miða skal við að upphæð tryggingar skuli duga fyrir söfnun og meðhöndlun drykkjarvöruumbúða í að a.m.k. þrjá mánuði. Ráðherra ákveður í reglugerð, sbr. 63. gr., upphæð og form hinnar fjárhagslegu ábyrgðar en það getur m.a. verið ábyrgðartrygging, bundinn bankareikningur eða tiltekið lágmarkshlutfall sem eigið fé skilakerfisins þarf að vera.
    Skilakerfi skal eigi síðar en 1. apríl ár hvert gera Umhverfisstofnun grein fyrir eftirfarandi atriðum varðandi undangengið ár:
     a.      hvaða framleiðendur og innflytjendur séu aðilar að skilakerfinu,
     b.      hvert sé magn drykkjarvöruumbúða sem hver og einn framleiðandi og innflytjandi hefur sett á markað,
     c.      hverjar endurheimtur drykkjarvöruumbúða hafi verið og
     d.      hvar unnt sé að skila drykkjarvöruumbúðum og fá skilagjald greitt fyrir þær.

    c. (56. gr.)

Markaðssetning.

    Óheimilt er að setja á markað eða selja drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum nema innflytjandi og framleiðandi sé aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir og skráður hjá Umhverfisstofnun, sbr. 59. gr.
    Óheimilt er að tollafgreiða drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lögin nema innflytjandi sýni fram á að hann sé aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir.
    Til að sannreyna uppgefið sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum er skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir heimilt að óska eftir gögnum varðandi sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum úr bókhaldi þeirra framleiðenda eða innflytjenda sem eiga aðild að hlutaðeigandi skilakerfi. Löggiltur endurskoðandi skal staðfesta með undirskrift sinni að gögn eða upplýsingar skv. 1. málsl. séu réttar. Skylt er að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra var óskað.

    d. (57. gr.)

Leyfisumsókn.

    Áður en skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir hefur starfsemi skal það afla leyfis Umhverfisstofnunar til að reka skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Með umsókn um leyfi ber að upplýsa um eftirfarandi:
     a.      hvaða framleiðendur og innflytjendur séu aðilar að skilakerfinu,
     b.      fyrirhuguð skilyrði fyrir aðgangi að skilakerfinu,
     c.      hvernig fyrirhugað sé að ná markmiði um söfnun,
     d.      hvar, hvernig og hvenær verði unnt að skila drykkjarvöruumbúðum,
     e.      hvernig skilakerfi ætli að stuðla að því að drykkjarvöruumbúðum sé ekki hent á víðavangi,
     f.      hvaða merkingar muni verða notaðar í kerfinu og
     g.      tryggingu um fjárhagslega ábyrgð.

    e. (58. gr.)

Veiting leyfis.

    Leyfi til rekstrar skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir skal því aðeins veitt að skilyrði fyrir aðgangi að skilakerfinu séu uppfyllt og að umsækjandi leggi fram tryggingu um fjárhagslega ábyrgð.
    Nú hefur umsækjandi markaðsráðandi stöðu samkvæmt samkeppnislögum, nr. 44/2005, og skal þá í leyfinu kveðið á um að hlutaðeigandi skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir tryggi jafnan aðgang allra framleiðenda og innflytjenda að skilakerfinu og að skilyrði er varða hönnun og eiginleika drykkjarvöruumbúða gildi jafnt um alla framleiðendur og innflytjendur sem eru aðilar að skilakerfinu. Ákvæði 1. málsl. á ekki við um eigið skilakerfi eins framleiðanda og innflytjanda.
    Umhverfisstofnun skal birta á heimasíðu sinni upplýsingar um þau skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir sem hafa leyfi stofnunarinnar til rekstrar skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir og hvar móttaka og greiðsla skilagjalds fyrir drykkjarvöruumbúðir fer fram.

    f. (59. gr.)

Skráning framleiðenda og innflytjenda drykkjarvöru.

    Framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöru ber að skrá sig hjá Umhverfisstofnun a.m.k. 15 dögum áður en vara sem fellur undir lög þessi er sett á markað hér á landi. Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal skrá þá framleiðendur og innflytjendur drykkjarvara sem eru aðilar að skilakerfinu hjá Umhverfisstofnun.
    Umhverfisstofnun skal halda skrá með upplýsingum um alla framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru hér á landi.

    g. (60. gr.)

Eftirlit með framleiðendum og innflytjendum drykkjarvöru
og með starfsemi skilakerfa.

    Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framleiðendum og innflytjendum drykkjarvöru og með starfsemi skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir. Eftirlit stofnunarinnar felst m.a. í að:
     a.      fylgjast með því að framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru séu aðilar að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir,
     b.      meta hvort skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir nái markmiðum um endurheimt drykkjarvöruumbúða og lágmarkshlutfalli við endurvinnslu og endurnýtingu drykkjarvöruumbúða,
     c.      meta hvort skilyrði leyfis séu virt sé um að ræða sameiginlegt skilakerfi sem hefur markaðsráðandi stöðu og
     d.      meta hvort skilakerfi uppfylli skyldur þessa kafla að öðru leyti.
    Umhverfisstofnun er heimilt að óska eftir upplýsingum frá toll- og skattyfirvöldum um heildarmagn drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum drykkjarvöru vegna framleiðslu og innflutnings á drykkjarvörum í umbúðum sem falla undir lög þessi. Ákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, skulu ekki vera því til fyrirstöðu að starfsmenn toll- og skattyfirvalda veiti stofnuninni upplýsingar samkvæmt þessari grein.
    Uppfylli skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir ekki skyldur sínar samkvæmt þessum kafla er Umhverfisstofnun heimilt að beita skilakerfi þvingunarúrræðum samkvæmt lögum þessum.

    h. (61. gr.)

Skilagjald.

    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal við móttöku greiða hverjum þeim sem skilar drykkjarvöruumbúðum, frá framleiðendum og innflytjendum sem eru aðilar að skilakerfi, skilagjald sem nemur 15 kr. að lágmarki á hverja umbúðaeiningu.

    i. (62. gr.)

Gjaldtaka.

    Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta þjónustugjald fyrir útgáfu leyfis til handa skilakerfum, sbr. 58. gr., skráningu framleiðenda og innflytjenda, sbr. 59. gr., sem og eftirlit með framleiðendum og innflytjendum drykkjarvöru og skilakerfum, sbr. 60. gr. Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnunarinnar vegna drykkjarvöruumbúða. Upphæð gjalda skal taka mið af kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla.

    j. (63. gr.)

Reglugerðir um drykkjarvöruumbúðir.

    Að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, sem skal leita umsagnar hjá starfandi skilakerfum um drykkjarvöruumbúðir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi haghöfum, er ráðherra heimilt að setja reglugerð um eftirtalin atriði:
     a.      tollskrárnúmer drykkjarvöruumbúða sem þykir rétt að falli ekki undir þessi lög,
     b.      framkvæmd endurgreiðslu skilagjalds,
     c.      nánari skilyrði fyrir leyfi til reksturs skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir,
     d.      rekstur og stjórnun skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir, eftirlit með þeim og jafnan aðgang innflytjenda og framleiðenda að skilakerfum,
     e.      gerð og efnisval drykkjarvöruumbúða,
     f.      kröfur um meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða og móttökuskilyrði,
     g.      skyldu framleiðenda og innflytjenda til að merkja drykkjarvöruumbúðir,
     h.      lágmarksmarkmið um endurheimt drykkjarvöruumbúða, endurnýtingu og endurnotkun þeirra, sem skilakerfi ber að ná árlega, svo og hlutverk Umhverfisstofnunar við að hafa eftirlit með því að sett markmið náist og
     i.      upphæð og form fjárhagslegrar ábyrgðar.

    k. (64. gr.)

Spilliefni.

    Framleiðsla, söfnun og flutningur spilliefna, sem og geymsla þeirra og önnur meðhöndlun, skal vera í samræmi við markmið laganna skv. 1. gr.
    Spilliefnum og umbúðum þeirra má hvorki blanda saman við önnur spilliefni né annan úrgang, efni eða efnivið. Þynning spilliefna telst vera blöndun.
    Þrátt fyrir 2. mgr. er fyrirtæki, sem hefur starfsleyfi skv. 14. gr., heimilt að annast blöndun spilliefna að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
     a.      að höfð sé hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., og neikvæðar afleiðingar af meðhöndlun spilliefna aukist ekki og
     b.      að bestu fáanlegu tækni sé beitt við blöndunina.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um meðhöndlun spilliefna, sbr. 43. gr.

    l. (65. gr.)

Merking spilliefna.

    Við söfnun, flutning og tímabundna geymslu spilliefna skal setja þau í viðeigandi umbúðir og þau merkt á viðeigandi hátt.
    Við flutning spilliefna á milli staða skal fylgja þeim auðkennisskírteini þar sem fram koma m.a. helstu upplýsingar um spilliefnin.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um merkingu spilliefna og auðkennisskírteini, sbr. 43. gr.

    m. (66. gr.)

Skráning spilliefna.

    Handhafi spilliefna skal halda skrár um magn og gerð spilliefna og tilgreina ráðstöfun þeirra.
    Allar færslur skulu varðveittar í a.m.k. þrjú ár og skulu eftirlitsaðilar hafa aðgang að þeim.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um skráningu spilliefna, sbr. 43. gr.

    n. (67. gr.)

Lífrænn úrgangur.

    Lífrænn úrgangur skal meðhöndlaður með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., og í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr., að eins miklu leyti og unnt er, einkum með því að:
     a.      nota hann í moltugerð og/eða gasvinnslu,
     b.      nota hann sem áburð, svo sem í ræktun, landgræðslu eða skógrækt, eða
     c.      nota efni sem eru framleidd úr honum.
    Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að markmiðum sem sett eru um lífrænan úrgang skv. 13. gr. sé náð á sínu svæði.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um nýtingu og aðra meðhöndlun lífræns úrgangs, sbr. 43. gr.

31. gr.

    Í stað orðanna „6. gr.“ í 40. gr. laganna, sem verður 68. gr., kemur 15. gr.

32. gr.

    Í stað orðanna „8. gr.“ í 1. mgr. og „skv. 33. gr.“ í 2. mgr. 41. gr. laganna, sem verður 69. gr., kemur: 17. gr.; og: skv. 47. gr.

33. gr.

    Í stað orðanna „skv. 31. gr.“ í 4. mgr. 43. gr. laganna, sem verður 71. gr., kemur: skv. 45. gr.

34. gr.

    Í stað orðanna „6. gr.“ í 44. gr. laganna, sem verður 72. gr., kemur: 15. gr.

35. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. laganna sem verður 76. gr.:
     a.      Í stað orðanna „raf- og rafeindatækjaúrgang“ í 7. mgr. kemur: drykkjarvöruumbúðir.
     b.      Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                      Umhverfisstofnun er heimilt að takmarka markaðssetningu drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lög þessi ef framleiðandi eða innflytjandi þeirra er ekki aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Í þessu felst m.a. að Umhverfisstofnun getur tekið úr sölu eða dreifingu drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum þar til framleiðandi eða innflytjandi þeirra hefur gerst aðili að skilakerfi.

36. gr.

    3. mgr. 49. gr. laganna, sem verður 77. gr., orðast svo:
    Rísi ágreiningur um ákvarðanir Umhverfisstofnunar sem varðar framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru eða skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal vísa málinu til úrskurðar ráðherra.

37. gr.

Innleiðing.

    Á eftir 50. gr. laganna, sem verður 81. gr., kemur ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
    Lög þessi eru sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:
     1.      Tilskipun 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana sem vísað er til í lið 32ff í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2011.
     2.      Tilskipun 1999/31/EB um urðun úrgangs sem vísað er til í lið 32d í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2001.
     3.      Tilskipun 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki sem vísað er til í lið 32e í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2003.
     4.      Tilskipun 2000/76/EB um brennslu úrgangs sem vísað er til í lið 20 í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2003.
     5.      Tilskipun 2002/96/EB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang sem vísað er til í lið 32fa í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2004.
     6.      Tilskipun 2003/108/EB um breytingu á tilskipun 2002/96/EB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang, sem vísað er til í lið 32fa í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2004.
     7.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs sem vísað er til í lið 32c í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 73/2008.
     8.      Tilskipun 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði og breytingu á tilskipun 2004/35/EB sem vísað er til í lið 1i í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2009.
     9.      Tilskipun 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma og um niðurfellingu tilskipunar 91/157/EBE sem vísað er til í lið 12x í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007.

38. gr.

Gildistaka.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2014. Þó skal 3. mgr. f-liðar 5. gr. öðlast gildi 1. janúar 2015. 1. janúar 2015 falla úr gildi lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum.

39. gr.

Breytingar á öðrum lögum.

    Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, með síðari breytingum:
     a.      Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Úrvinnslugjald sem lagt er á raf- og rafeindatæki skal standa undir greiðslum við að ná tölulegum markmiðum, sbr. 3. mgr. 15. gr., um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun úrgangsins.
     b.      Á eftir 2. mgr. 4. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Fjárhæð úrvinnslugjalds vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs skal taka mið af áætlun Úrvinnslusjóðs um þær greiðslur sem bjóða þarf til að ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun úrgangsins, sbr. 4. mgr. 3. gr., svo og greiðslur vegna flutnings raf- og rafeindatækjaúrgangs innan lands.
     c.      Orðin „og um skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðum með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plastefnum“ í 5. mgr. 7. gr. a laganna falla brott.
     d.      Við 1. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Raf- og rafeindatæki: sbr. viðauka XIX.
     e.      Við 2. málsl. 5. mgr. 8. gr. laganna bætist: og fjármagna upplýsingagjöf og rekstur skráningarkerfis og eftirlits samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.
     f.      3. málsl. 5. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.
     g.      Við 8. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
                      Framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja bera ábyrgð á þeim raf- og rafeindatækjum sem eru framleidd hér á landi eða flutt inn og falla undir viðauka XIX. Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á raf- og rafeindatækjaúrgangi, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva sveitarfélaga, og fjármagna upplýsingagjöf, skráningarkerfi og eftirlit samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.
                      Framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja er heimilt, einum sér eða í samvinnu við aðra framleiðendur og innflytjendur, að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og geta viðkomandi framleiðendur og innflytjendur þá fengið álagt úrvinnslugjald endurgreitt skv. 10. gr. b, að frátöldu gjaldi vegna skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar, í hlutfalli við ráðstafað magn af raf- og rafeindatækjaúrgangi, enda hafi þeir sýnt fram á að þeir hafi safnað úrgangi um allt land og ráðstafað honum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og reglugerðir settar samkvæmt þeim.
     h.      Á eftir 10. gr. a laganna kemur ný grein, 10. gr. b, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Endurgreiðsla úrvinnslugjalds til framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja.

                      Framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja, sem hefur, einn sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, ákveðið að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum með viðeigandi hætti, getur fengið álagt úrvinnslugjald endurgreitt, að frátöldu gjaldi fyrir skráningarkerfi og eftirlit Umhverfisstofnunar, í hlutfalli við ráðstafað magn af raf- og rafeindatækjaúrgangi af sömu tegund vöru sem úrvinnslugjald hefur verið greitt af. Aðili sem óskar endurgreiðslu skv. 1. málsl. skal tilgreina í sérstakri skýrslu til ríkisskattstjóra um magn vöru og fjárhæð þess úrvinnslugjalds sem sannanlega hefur verið greitt af viðkomandi vöru og magn raf- og rafeindatækjaúrgangs sem hefur verið safnað og hvar honum var safnað, sem og magn ráðstafaðs raf- og rafeindatækjaúrgangs og staðfestingu á ráðstöfuninni. Skýrslu skal skilað eigi síðar en 15 dögum fyrir gjalddaga úrvinnslugjalds. Endurgreiðsla skal fara fram á gjalddaga, enda hafi úrvinnslugjald vegna viðkomandi tímabils verið greitt. Fjárhæð sem sótt er um endurgreiðslu á hverju sinni skal vera að lágmarki 10.000 kr. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd endurgreiðslu.
     i.      Við 3. mgr. 15. gr. laganna bætist: sem og tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs.
     j.      2. mgr. 19. gr. laganna fellur brott.
     k.      Við 21. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                      Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum Úrvinnslusjóðs að setja reglugerð um hvernig standa skuli að greiðslum til að ná þeim tölulegu markmiðum sem sett eru um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs, endurgreiðslur vegna útflutnings raf- og rafeindatækja og endurgreiðslur til framleiðanda eða innflytjanda sem, einn sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, hefur ákveðið að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum með viðeigandi hætti.
            

Ákvæði til bráðabirgða.

    Fyrsta almenna stefna um úrgangsforvarnir, sbr. 2. mgr. a-liðar 5. gr. laga þessara, skal gefin út fyrir 1. janúar 2015.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

I. Inngangur.
    Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, hvað varðar innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana og framleiðendaábyrgð á rafhlöðum og rafgeymum, raf- og rafeindatækjum og drykkjarvöruumbúðum, og því samfara nauðsynlegar breytingar á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald. Í frumvarpi þessu er lagt til að lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, verði felld úr gildi.
    Frumvarp þetta var samið í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Við samningu frumvarpsins var m.a. leitað til Umhverfisstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Endurvinnslunnar hf., Samtaka verslunar og þjónustu, Félags atvinnurekenda, RR-SKILA, Samskila og Úrvinnslusjóðs, sbr. umfjöllun í V. kafla hér á eftir.

II. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
Innleiðing á tilskipun 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana.
    Frumvarp þetta er í fyrsta lagi lagt fram til innleiðingar á tilskipun 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana sem felld var inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2011 frá 1. júlí 2011.
    Í frumvarpi þessu eru lagðar til nauðsynlegar breytingar á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, til að innleiða tilskipun 2008/98/EB. Í frumvarpi þessu hefur almennt verið miðað við að innleiða einungis þau ákvæði tilskipunarinnar sem nauðsynlegt er til að uppfylla skuldbindingar Íslands á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Ákveðið var að bíða með að innleiða þau ákvæði tilskipunarinnar sem gefa aðildarríkjum Evrópusambandsins val um leiðir til innleiðingar þar sem ráðuneytið telur að útfærsla innleiðingar á þeim ákvæðum kalli á frekara samráð við önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila.

Rafhlöður og rafgeymar.
    
Með frumvarpi þessu eru í öðru lagi gerðar breytingar á framleiðendaábyrgð vegna rafhlaðna og rafgeyma. Úrvinnslusjóður hefur gert nokkrar athugasemdir við útfærslu framleiðendaábyrgðar vegna rafhlaðna og rafgeyma í lögum nr. 55/2003 og komið með tillögu að annarri útfærslu, einkum hvað varðar rekstur á skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma. Verður að telja rétt að gera breytingar á framleiðendaábyrgð á rafhlöðum og rafgeymum með hliðsjón af fram komnum ábendingum um það sem betur má fara og því er lagt til að breytingar verði gerðar á framleiðendaábyrgð á rafhlöðum og rafgeymum sem nánar er gerð grein fyrir í III. kafla hér á eftir.

Raf- og rafeindatæki.
    Með frumvarpi þessu eru í þriðja lagi gerðar breytingar á framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatækjum. Ráðuneytinu hafa borist fjölmargar athugasemdir við útfærslu framleiðendaábyrgðar á raf- og rafeindatækjum í lögum nr. 55/2003, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, RR-SKILUM, Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi atvinnurekenda. Í framangreindum athugasemdum er þess óskað að framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatækjum verði útfærð með þeim hætti að úrvinnslugjald verði lagt á raf- og rafeindatæki samkvæmt lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald.
    Verður að telja rétt að gera breytingar á framleiðendaábyrgð vegna raf- og rafeindatækja með hliðsjón af fram komnum athugasemdum og því eru lagðar til breytingar á framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatækjum sem nánar er gerð grein fyrir í III. kafla hér á eftir.

Drykkjarvöruumbúðir.
    Með frumvarpi þessu eru í fjórða lagi lagðar til breytingar á framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðum.
    Frá árinu 1989 hefur verið sérstakur farvegur fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir þegar sett voru sérstök lög um málaflokkinn, sbr. lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Um nokkurt skeið hefur verið fyrirhugað að færa framkvæmd vegna drykkjarvöruumbúða í þá átt sem önnur meðhöndlun úrgangs er í dag, þ.e. til aukinnar framleiðendaábyrgðar. Þegar lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, voru sett í desember 2002 var gert ráð fyrir að starfsemi Endurvinnslunnar hf., sbr. lög nr. 52/1989, yrði óbreytt til ársins 2008 og þá falla úr gildi þegar drykkjarvöruumbúðir mundu bera úrvinnslugjald og falla undir Úrvinnslusjóð. Við frekari skoðun undanfarin ár og í samræmi við það skref sem stigið var varðandi framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatækjum var ákveðið að fara ekki þá leið sem mörkuð var árið 2002 heldur setja drykkjarvöruumbúðir í svipað kerfi og raf- og rafeindatæki, sbr. ákvæði laga nr. 55/2003. Á 139. löggjafarþingi (þskj. 203, 186. mál) lagði ráðherra fram frumvarp þar sem lagt var til að sett yrði framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum, í stað núverandi skilagjalds og umsýsluþóknunar á einnota drykkjarvöruumbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum. Sú breyting náði ekki fram að ganga, m.a. sökum gagnrýni sem fram kom á frumvarpið í meðförum Alþingis.
    Endurvinnslan hf. hefur óskað eftir breytingu á lögum nr. 52/1989 og m.a. lagt til að tekin verði upp framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðum.
    Verður að telja eðlilegt að taka upp framleiðendaábyrgð drykkjarvöruumbúða með hliðsjón af aukinni áherslu sem lögð er á framleiðendaábyrgð á sviði úrgangsmála, sem og ósk Endurvinnslunnar hf., og því eru lagðar til breytingar á fyrirkomulagi vegna drykkjarvöruumbúða sem nánar er gerð grein fyrir í III. kafla hér á eftir.

III. Meginefni frumvarpsins.
Innleiðing á tilskipun 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana.
    Með tilskipun 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana eru settar fram leiðir til að vernda umhverfið og heilsu manna með því að koma í veg fyrir eða draga úr óæskilegum áhrifum sem myndun og meðhöndlun úrgangs hefur og með því að minnka heildaráhrif af því og bæta nýtingu auðlinda.
    Tilskipunin kemur í stað þriggja eldri tilskipana sem falla úr gildi, þ.e. tilskipun 2006/ 12/EB um úrgang, tilskipun 91/689/EBE um hættulegan úrgang, sem var breytt með tilskipun 94/31/EB, og tilskipun 75/439/EBE um förgun olíuúrgangs. Um er að ræða samþættingu og endurskoðun eldri úrgangsgerða.
    Aðalmarkmið stefnu aðildarríkja í úrgangsmálum er að lágmarka þau neikvæðu áhrif sem myndun og meðhöndlun úrgangs hefur á heilsu manna og umhverfið. Þá skal beita nauðsynlegum leiðum til að tryggja að meðhöndlun úrgangs skapi ekki hættu. Í frumvarpi þessu er lagt til að markmiðsákvæði laga nr. 55/2003 verði breytt þannig að það endurspegli betur þau markmið sem ná á fram með lögunum með hliðsjón af ákvæðum tilskipunar 2008/98/EB.
    Meginreglan í þeim efnum er svokölluð greiðsluregla, en inntak hennar er að sá borgi sem mengi eða sá sem hefur með höndum umsvif sem hafa áhrif á umhverfið. Í ljósi þess skal handhafi úrgangs standa straum af kostnaði við meðhöndlun úrgangsins. Í frumvarpi þessu er lagt til að 11. gr. laga nr. 55/2003 verði breytt til að uppfylla kröfu tilskipunar 2008/98/EB um að greiðslureglan skuli vera lögð til grundvallar. Í 2. mgr. 11. gr. segir að sveitarfélögum sé heimilt að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Í frumvarpi þessu er lagt til að þessari heimild sveitarfélaga verði breytt í skyldu, þ.e. að sveitarfélögum verði skylt að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs.
    Tilskipunin miðar að framangreindu sem og þeirri stefnu í úrgangsmálum að hafa að markmiði að draga úr nýtingu auðlinda. Í samræmi við það er sett fram forgangsröðun í tilskipuninni sem aðildarríki skulu leitast við að fylgja, þ.e. í fyrsta lagi að draga úr myndun úrgangs, í öðru lagi að undirbúa endurnotkun, í þriðja lagi endurvinnsla, í fjórða lagi önnur endurnýting (t.d. orkuvinnsla) og loks kemur förgun úrgangs. Í frumvarpi þessu er lagt til að framangreind forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs verði lögð til grundvallar við meðhöndlun úrgangs hér á landi sem og við stefnumótun og áætlanagerð í málaflokknum.
    Tilskipunin kallar á að aðildarríki ráðist í áætlanagerð um meðhöndlun úrgangs. Þar eigi að koma fram mat á núverandi stöðu úrgangsmeðhöndlunar á viðkomandi landsvæði, þær leiðir sem valdar eru til að bæta umhverfisvæna endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun úrgangs og mat á því hvernig áætlanir muni styðja við framkvæmd markmiða og ákvæða tilskipunarinnar. Í tilskipuninni er að finna nánari útlistun á þeim atriðum sem áætlunin skal taka til. Þá skal gefa út áætlanir sem fjalla um leiðir til að koma í veg fyrir myndun úrgangs, en áætlanir skulu endurmetnar á a.m.k. sex ára fresti og endurskoðaðar ef þurfa þykir. Í frumvarpi þessu er lagt til að ráðherra gefi út almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir þar sem fram komi stefna til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun sem og aðgerðir til að draga úr myndun úrgangs. Þá er lagt til að ráðherra gefi ekki út sérstaka landsáætlun um meðhöndlun úrgangs heldur taki svæðisáætlanir sveitarfélaga við hlutverki landsáætlunarinnar. Lagt er til að sveitarstjórnir staðfesti áætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir viðkomandi svæði til 12 ára í senn. Sveitarstjórnir geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín svæði. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að slíkar áætlanir nái yfir landið allt.
    Í frumvarpi þessu er lagt til að komið verði á sérstakri söfnun á a.m.k. pappír, málmum, plasti og gleri. Jafnframt skuli tryggja að sérstök söfnun fari fram með þeim hætti að unnt verði að losa slíkan úrgang á aðgengilegan hátt við íbúðarhús í þéttbýli. Til þess að auka flokkun á úrgangi og tryggja að hann sé í meira mæli endurunninn er nauðsynlegt að kveða skýrt á um að þessum flokkum úrgangs skuli safnað sérstaklega á einhverjum tímapunkti í meðhöndlun hans.
    Í frumvarpi þessu er lagt til að aukin áhersla verði lögð á fræðslu til almennings. Mikilvægt er að fræðsla til almennings verði aukin og því lagt til að Umhverfisstofnun og sveitarfélög fái aukið hlutverk í því sambandi. Þess má geta að fyrirtæki í meðhöndlun úrgangs hafa á undanförnum árum stuðlað að aukinni fræðslu meðal almennings um meðhöndlun úrgangs og þess er vænst að sú þróun haldi áfram.
    Í frumvarpi þessu er jafnframt ákvæði um spilliefni og meðhöndlun á lífrænum úrgangi.

Rafhlöður og rafgeymar.
    Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á útfærslu framleiðendaábyrgðar rafhlaðna og rafgeyma í kjölfar athugasemda Úrvinnslusjóðs, sbr. umfjöllun í II. kafla hér að framan. Úrvinnslusjóður hefur bent á að skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma, sem Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að halda utan um, ætti betur heima hjá Umhverfisstofnun, einkum þar sem Umhverfisstofnun væri með skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja og hagkvæmast væri að reka þessi tvö skráningarkerfi samhliða. Í ljósi þessa er rétt að búa svo um að sama stofnun haldi utan um bæði skráningarkerfin og því er lagt til í frumvarpi þessu að Umhverfisstofnun taki við skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma. Umhverfisstofnun hefur nú þegar komið upp skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja og er stofnunin því í stakk búin til að taka við verkefninu. Enn fremur er lagt til í frumvarpinu að stofnunin sjái um skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda drykkjarvöruumbúða. Verður að telja eðlilegast að stofnunin sjái um þessi þrjú skráningarkerfi, það auki hagkvæmni og samræmingu.
    Í frumvarpi þessu er einnig lagt til að framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma verði gert skylt að skrá sig í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma. Í núgildandi lögum er ekki lögð skylda á framleiðendur og innflytjendur til að skrá sig í skráningarkerfið. Það hefur leitt til ákveðinna vandræða við skráningu á þeim í skráningarkerfið. Þá er lagt til að Umhverfisstofnun hafi heimild til að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds samkvæmt lögum um úrvinnslugjald við skráningu framleiðenda og innflytjenda.
    Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma greiði fyrir rekstur á skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda og að ráðherra setji gjaldskrá vegna verkefna Umhverfisstofnunar varðandi rafhlöður og rafgeyma.
    Að lokum er lagt til að Umhverfisstofnun hafi eftirlit með framkvæmd varðandi rafhlöður og rafgeyma, einkum að seljendur rafhlaðna taki við notuðum rafhlöðum á sölu- eða dreifingarstað og að framleiðendur og innflytjendur séu skráðir í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.

Raf- og rafeindatæki.
    Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á framleiðendaábyrgð raf- og rafeindatækja í kjölfar fjölda athugasemda sem ráðuneytinu hafa borist um útfærslu framleiðendaábyrgðar raf- og rafeindatækja í lögunum, sbr. umfjöllun í II. kafla hér að framan. Verður að telja rétt að gera breytingar á framleiðendaábyrgð raf- og rafeindatækja með hliðsjón af fram komnum athugasemdum.
    Með frumvarpinu er lagt til að úrvinnslugjald samkvæmt lögum um úrvinnslugjald verði lagt á raf- og rafeindatæki og að Úrvinnslusjóður sjái um að tryggja söfnun og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs sem og að ná lágmarksmarkmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs.
    Því eru lagðar til fjölmargar breytingar á VII. kafla laganna vegna framangreindrar breytingar á útfærslu framleiðendaábyrgðar raf- og rafeindatækja sem og breytingar á lögum um úrvinnslugjald.

Drykkjarvöruumbúðir.
    Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á framleiðendaábyrgð drykkjarvöruumbúða í kjölfar beiðni Endurvinnslunnar hf. um breytingar á framleiðendaábyrgðinni, sbr. umfjöllun í II. kafla hér að framan.
    Gerð er tillaga um að framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðum verði útfærð með svipuðum hætti og framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatækjum, þó með einfaldari hætti. Lagt er til að framleiðendur og innflytjendur drykkjarvara þurfi að vera aðilar að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Skilakerfi mun sjá um framkvæmd framleiðendaábyrgðar fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda sem eru aðilar að skilakerfi. Skilakerfum er gert að starfa á tilteknum landsvæðum og taka á móti drykkjarvöruumbúðum og greiða skilagjald til þeirra sem koma með þær. Umhverfisstofnun heldur utan um skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda, gefur út leyfi fyrir skilakerfi og hefur eftirlit með framkvæmd framleiðendaábyrgðar á drykkjarvöruumbúðum.
    Í frumvarpi þessu eru því lagðar til nýjar greinar við lögin og lagt til að lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, falli úr gildi.

IV. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Að mati ráðuneytisins gefur frumvarpið ekki tilefni til að skoða samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.
    Frumvarpið er m.a. sett fram til að uppfylla þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með aðild að samningi um Evrópska efnahagssvæðið, eins og fram hefur komið.

V. Samráð.
    Umhverfisráðuneytið, og frá 1. september 2012 umhverfis- og auðlindaráðuneytið, hefur haft víðtækt samráð um innleiðingu tilskipunar 2008/98/EB. Ráðuneytið óskaði haustið 2011 eftir hugmyndum vegna innleiðingar á tilskipun 2008/98/EB frá almenningi, stjórnvöldum og hagsmunaaðilum og má þar m.a. nefna önnur ráðuneyti, Umhverfisstofnun, Úrvinnslusjóð, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Sorpu bs., Endurvinnsluna hf., Gámaþjónustuna, Íslenska gámafélagið og Samtök iðnaðarins. Jafnframt fundaði ráðuneytið með mörgum aðilum vegna innleiðingar á tilskipuninni. Ráðuneytið vann úr fram komnum hugmyndum og umræðum og gerði drög að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun 2008/98/EB sem var sett í almennt umsagnarferli í mars 2012. Ráðuneytinu bárust fjölmargar athugasemdir um frumvarpsdrögin sem gáfu tilefni til að skoða tiltekin atriði betur, þó svo að flest þeirra vörðuðu ekki innleiðingu tilskipunarinnar beint. Má þar nefna athugasemdir varðandi breytingar á gjaldtökuheimild sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs og gjaldtöku við móttöku úrgangs á endurvinnslustöðvum. Horfið hefur verið frá þessum breytingum.
    Ráðherra skipaði starfshóp í júlí 2012 með fulltrúum frá ráðuneytinu, Samtökum atvinnulífsins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Úrvinnslusjóði og Umhverfisstofnun. Starfshópurinn hafði það hlutverk að meta að hvaða leyti endurskoða þyrfti úrgangslöggjöfina samhliða innleiðingu tilskipunar 2008/98/EB.
    Ráðuneytið ákvað, með hliðsjón af athugasemdum við frumvarpsdrögin og umræðum í starfshópnum um framangreind atriði, að frumvarp þetta mundi að meginstefnu einskorðast við þær breytingar á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, sem gera þyrfti vegna innleiðingar á tilskipun 2008/98/EB. Jafnframt ákvað ráðuneytið að gera breytingar á framleiðendaábyrgð vegna raf- og rafeindatækja og drykkjarvöruumbúða. Frumvarp þetta hefur verið kynnt í framangreindum starfshóp og fulltrúum hans gefinn kostur á að koma með athugasemdir og sjónarmið um efni þess sem hefur leitt til breytinga á frumvarpinu er snúa einkum að orðalagi, skilgreiningum, röðun ákvæða frumvarpsins og skýrari efnisákvæðum.
    Áður en frumvarpið var lagt fram á Alþingi var það kynnt fyrir Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins, Endurvinnslunni hf., Úrvinnslusjóði, Umhverfisstofnun, Félagi atvinnurekanda, Samtökum verslunar og þjónustu, RR-SKILUM og Samskilum. Ráðuneytinu bárust nokkrar ábendingar og athugasemdir um það sem betur mætti fara í frumvarpinu. Frumvarpinu var breytt í kjölfar framangreindra ábendinga, þ.e. orðalagsbreytingar voru gerðar, röðun ákvæða breytt og dregið úr áhrifum einstakra ákvæða frumvarpsins. Ein helsta athugasemdin sem gerð var við frumvarpið varðar ákvæði þess um sérstaka söfnun tiltekinna úrgangstegunda og hvernig standa skuli að henni. Ákvæðið felur í sér skyldu til að safna sérstaklega tilteknum úrgangstegundum og lagt var til að það yrði jafnframt gert með þeim hætti að unnt yrði að losa sig við slíkan úrgang við íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, lögbýli og í nánd við sumarhúsahverfi. Í frumvarpinu er nú einungis kveðið á um að neytendur geti losað sig við tilteknar úrgangstegundir við íbúðarhús í þéttbýli. Þá er hnykkt á því að sérstök söfnun sé söfnun úrgangs þar sem honum er haldið aðgreindum á einhverjum tímapunkti í söfnun eða flokkun.

VI. Mat á áhrifum.
    Frumvarp þetta mun hafa áhrif á almenning, stofnanir, sveitarstjórnir og fyrirtæki í landinu.
    Markmið með frumvarpinu er að stuðla að meðhöndlun úrgangs fari fram með þeim hætti að ekki skapist hætta fyrir heilbrigði manna og hún skaði ekki umhverfið. Markmið með frumvarpinu er jafnframt að tryggja markvissa og hagkvæma meðhöndlun úrgangs, stuðla að sjálfbærri auðlindanotkun með því að draga úr myndun úrgangs og nýta hráefni úr úrgangi sem fellur til. Frumvarpið er því til hagsbóta fyrir alla landsmenn og komandi kynslóðir.
    Frumvarpið hefur það í för með sér að neytendur í þéttbýli geta losað sig við endurvinnanlegan úrgang við íbúðarhús sín og þurfa þar af leiðandi ekki að gera sér aukaferð á endurvinnslustöð vilji þeir flokka úrgang.
    Frumvarpið mun hafa í för með sér aukna umsýslu hjá Umhverfisstofnun og Úrvinnslusjóði þar sem þeim verða falin ný verkefni.
    Frumvarpið mun hafa áhrif á sveitarstjórnir. Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs sem sveitarstjórnir skulu taka mið af við ákvörðun um skipulag meðhöndlunar úrgangs í sveitarfélaginu og við vinnu við svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs. Þá er lögð skylda á sveitarstjórnir til að skipuleggja sérstaka söfnun á tilteknum úrgangstegundum við íbúðarhús í þéttbýli.
    Efni frumvarpsins hefur áhrif á atvinnulífið þar sem það leggur skyldur á fyrirtæki hvað varðar meðhöndlun úrgangs og ábyrgð á þremur úrgangstegundum, þ.e. raf- og rafeindatækjum, rafhlöðum og rafgeymum og drykkjarvöruumbúðum. Sömu eða sambærilegar skyldur eru þó nú þegar í gildandi lögum. Má þar nefna að með frumvarpinu er lagt til að framleiðendur og innflytjendur beri ábyrgð á drykkjarvöruumbúðum og er þeim gert skylt að vera aðilar að skilakerfi, sem sér um söfnun og ráðstöfun drykkjarvöruumbúða fyrir þeirra hönd, og greiða fyrir rekstur skilakerfisins.
    Framangreind breyting hefur ekki í för með sér aukna byrði á fyrirtæki frá því sem nú er þar sem lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, mæla fyrir um skyldu framleiðenda og innflytjenda til að greiða skilagjald sem runnið hefur til Endurvinnslunnar hf. sem séð hefur um ráðstöfun drykkjarvöruumbúða fyrir þeirra hönd. Þá er með frumvarpinu lögð til breyting á forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs sem mun hafa áhrif á atvinnulífið hvað varðar meðhöndlun úrgangs. Sambærileg forgangsröðun er lögð til grundvallar samkvæmt núgildandi löggjöf. Með frumvarpinu er hins vegar lögð aukin áhersla á úrgangsforvarnir, þ.e. að komið sé í veg fyrir myndun úrgangs og endurvinnslu frá því sem nú er. Enn fremur er með frumvarpinu gerð breyting á framleiðendaábyrgð raf- og rafeindatækja og lagt til að úrvinnslugjald samkvæmt lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, verði lagt á innflytjendur og framleiðendur raf- og rafeindatækja og að Úrvinnslusjóður sjái um að tryggja söfnun og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs. Samkvæmt núgildandi lögum er framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja gert skylt að vera aðilar að skilakerfi og greiða gjald fyrir söfnun og meðhöndlun skilakerfisins á raf- og rafeindatækjum fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja. Með frumvarpinu er því ekki verið að kveða á um aukna ábyrgð fyrirtækja hvað varðar raf- og rafeindatæki heldur lagt til að einfalda núverandi fyrirkomulag.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á markmiðsákvæði núgildandi laga. Líkt og almennt gildir um markmiðsákvæði laga koma hér fram þau markmið sem lögin eiga að ná fram. Önnur ákvæði laganna ber að túlka með hliðsjón af markmiðunum. Í 1. mgr. greinarinnar er lagt til að markmið laganna verði í fyrsta lagi að stuðla að meðhöndlun úrgangs fari þannig fram að ekki skapist hætta fyrir heilbrigði manna og dýra og að umhverfið verði ekki fyrir skaða. Í því skyni skal reyna að stuðla að meðhöndlun úrgangs verði með þeim hætti að ekki skapist áhætta fyrir vatn, loft, jarðveg, gróður eða dýr, að ekki skapist óþægindi vegna hávaða eða ólyktar og að ekki komi fram skaðleg áhrif á landslag eða staði sem hafa sérstakt gildi. Hér kemur fram leiðbeining um hvernig staðið skuli að meðhöndlun úrgangs almennt. Jafnframt verður að hafa hliðsjón af ákvæðum annarra laga við beitingu ákvæðisins. Til dæmis verður við mat á því hvenær meðhöndlun úrgangs skapar óþægindi vegna hávaða að taka mið af reglugerð um hávaða. Starfsemi við meðhöndlun úrgangs sem uppfyllir ákvæði reglugerðar um hávaða mundi þannig ekki teljast skapa óþægindi vegna hávaða. Í 2. mgr. greinarinnar er lagt til að markmið laganna verði í öðru lagi að tryggja markvissa og hagkvæma meðhöndlun úrgangs. Hér er lagt til að reynt verði að tryggja að meðhöndlun úrgangs verði markviss um allt land og með hagkvæmum hætti. Liður í því gæti verið að auka samvinnu sveitarfélaga enn frekar í málaflokknum. Þá er lagt til að markmið laganna verði í þriðja lagi að stuðla að sjálfbærri auðlindanotkun með aðgerðum og fræðslu til að draga úr myndun úrgangs og nýta hráefni úr úrgangi sem fellur til. Líta skal í auknum mæli á úrgang sem hráefni og tryggja að sem mestur hluti úrgangsins sé endurnotaður eða endurunninn. Leggja skal áherslu á aðgerðir til þess að draga úr myndun úrgangs. Enn fremur er lagt til að markmið laganna verði í fjórða lagi að stuðla að því að handhafar úrgangs greiði kostnaðinn við meðhöndlun úrgangs. Greiðslureglan skal höfð að leiðarljósi við meðhöndlun úrgangs.
    Greinin er sett til innleiðingar á 1. og 13. gr. tilskipunar 2008/98/EB.

Um 2. gr.

    Í 1. mgr. greinarinnar er lögð til breyting á tilvísun í lögunum í samræmi við önnur ákvæði frumvarpsins.
    Í 2. mgr. greinarinnar er lögð til afmörkun á gildissviði laganna. Lagt er til að lögin taki ekki til þeirra atriða sem talin eru upp í greininni. Tilgangur þessarar afmörkunar er að gera skýrara hvað fellur undir gildissvið laganna og hvað ekki.
    Í 3. mgr. greinarinnar er lögð til frekari afmörkun á gildissviði laganna. Lagt er til að lögin taki ekki til þeirra atriða sem talin eru upp í greininni að því marki sem þau falla undir aðra löggjöf hér á landi. Um skólp gilda ákvæði laga nr. 7/1998 og reglugerðar nr. 798/1998 um fráveitur og skólp. Um aukaafurðir úr dýrum gilda ákvæði laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og reglugerð nr. 108/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga. Lög nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, taka til aukaafurða dýra sem teljast til úrgangs, þ.e. aukaafurða dýra sem eiga að fara í brennslu, til urðunar eða til notkunar í lífgas- eða myltingarstöð.
    Greinin er sett til innleiðingar á 2. gr. tilskipunar 2008/98/EB.

Um 3. gr.

    Í greininni er að finna tillögur um nýjar skilgreiningar sem bæta á við 3. gr. laganna og einnig breytingar á skilgreiningum sem fyrir eru auk þess sem skilgreiningar eru felldar brott.
    Í a-lið er lagt til að þýðingarvilla verði lagfærð í skilgreiningu á brennslustöð. Réttara er að tala um varma í stað hita sem nú er.
    Í b-lið er lagt til að skilgreining á endurnotkun verði til samræmis við skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í c-lið er lagt til að skilgreining á endurnýtingu verði til samræmis við skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í d-lið er lagt til að skilgreining á hugtakinu flokkunarmiðstöð falli niður. Í ljósi breytinga á framkvæmd í málaflokknum er talið óþarfi að nota hugtakið flokkunarmiðstöð. Það nægir að notast við hugtökin móttökustöð og söfnunarstöð.
    Í e-lið er lagt til að orðið endurnotkun falli úr skilgreiningu á hugtakinu flutningur. Ekki er rétt í öllum tilvikum að tala um að flutningur sé ferli þegar úrgangur er fluttur til endurnotkunar. Hugtakið endurnotkun er einkum notað um vöru sem telst ekki úrgangur og notuð er í sama tilgangi og hún var ætluð í upphafi.
    Í f-lið er lagt til að heiti á skilgreiningu á hugtakinu framleiðandi og innflytjandi breytist í framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja. Að öðru leyti er skilgreiningin samhljóða núgildandi lögum.
    Í g-lið er lagt til að skilgreining á framleiðanda úrgangs verði til samræmis við skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í h-lið er lagt til að skilgreining á förgun verði til samræmis við skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í i-lið er lagt til að skilgreining á grunnvatni verði til samræmis við skilgreiningu í lögum um stjórn vatnamála.
    Í j-lið er lögð til breyting á skilgreiningu á móttökustöð í samræmi við niðurfellingu á skilgreiningu á hugtakinu flokkunarmiðstöð.
    Í k-lið er lagt til að skilgreining á raf- og rafeindatækjaúrgangi frá heimilum falli brott í ljósi breytingar á framkvæmd framleiðendaábyrgðar raf- og rafeindatækja.
    Í l-lið er lagt til að skilgreining á hugtakinu skilakerfi falli niður vegna breytinga á framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatækjum.
    Í m-lið er lögð til breyting á tilvísun í samræmi við önnur ákvæði frumvarpsins.
    Í n-lið er lagt til að skilgreining á úrgangi verði til samræmis við skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
     Um o-lið.
    Í 1. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á drykkjarvöruumbúðum vegna breytinga á framleiðendaábyrgð drykkjarvöruumbúða.
    Í 2. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á endurvinnslu sem byggist á skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í 3. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöruumbúða vegna breytinga á framleiðendaábyrgð drykkjarvöruumbúða.
    Í 4. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á handhafa úrgangs sem byggist á skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í 5. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á lífrænum úrgangi sem byggist á skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í 6. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á sérstakri söfnun sem byggist á skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í 7. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á sigvatni sem hefur verið skilgreint í reglugerð um urðun úrgangs.
    Í 8. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir vegna breytinga á framleiðendaábyrgð drykkjarvöruumbúða.
    Í 9. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á söfnun sem byggist á skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í 10. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á undirbúningi fyrir endurnotkun sem byggist á skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Í 11. tölul. er lagt til að bæta við skilgreiningu á úrgangsforvörnum sem byggist á skilgreiningu á hugtakinu í tilskipun 2008/98/EB.
    Greinin er m.a. sett til innleiðingar á 3. gr. tilskipunar 2008/98/EB.

Um 4. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á orðalagi 2. mgr. 4. gr. laganna til samræmis við síðari breytingar á lögunum. Heilbrigðisnefndir gefa nú út starfsleyfi fyrir aðrar móttökustöðvar en förgunarstaði og því er orðalag núgildandi laga ekki rétt. Af þessum sökum er lögð til breyting á orðalagi sem endurspeglar betur verkaskiptingu Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda.

Um 5. gr.

    Í greininni er lagt til að níu nýjar greinar bætist við lögin.
     Um a-lið (5. gr.).
    Í greininni er lagt til að ráðherra gefi út almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir. Þá er lagt til að ráðherra gefi ekki út sérstaka landsáætlun um meðhöndlun úrgangs heldur taki svæðisáætlanir sveitarfélaga við hlutverki hennar, sbr. b-lið frumvarpsgreinarinnar. Gert er ráð fyrir að ráðherra móti almenna stefnu í málaflokknum og setji fram þau markmið sem stefna skuli að. Í svæðisáætlunum sveitarfélaga komi síðan fram hvernig sveitarfélög hugsa sér að ná fram stefnu og markmiðum ráðherra.
    Í greininni er lagt til að í stefnuninni skuli m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála í landinu, hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs og stefnu til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun. Þá er lagt til að í stefnu um úrgangsforvarnir skuli taka mið af lögunum og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og í henni skuli koma fram markmið um úrgangsforvarnir, lýsing á ráðstöfunum sem þegar eru fyrir hendi til að minnka úrgang og meta gagnsemi tiltekinna ráðstafana.
    Í frumvarpi þessu er ekki lagt til að kveðið verði á um form stefnunnar með nákvæmum hætti. Ekki þykir rétt að lögfesta form hennar enda getur það verið mismunandi á hverjum tíma. Almennt er gengið út frá því að stefna ráðherra verði stutt og hnitmiðað skjal þar sem fram komi almenn stefna í málaflokknum og þau markmið sem stefnt skuli að. Með þessari stefnu mun fylgja greinargerð eða viðauki með upplýsingum um stöðu úrgangsmála í landinu og hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs.
    Í greininni er lagt til að Umhverfisstofnun vinni tillögu að stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir og leggi fyrir ráðherra. Við gerð tillögunnar skal stofnunin hafa samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi haghafa, svo sem Samtök atvinnulífsins og fleiri haghafa eftir því sem við á hverju sinni. Gert er ráð fyrir að við mótun á tillögunni horfi stofnunin til þróunar í málaflokknum á vettvangi Evrópusambandsins og á alþjóðavísu sem og framkvæmdar hér á landi og svæðisáætlana sveitarstjórna. Að því loknu skuli ráðherra auglýsa drög að stefnu í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við þau. Þá er kveðið á um að ráðherra gefi út stefnu að loknu umsagnarferli. Gert er ráð fyrir að ráðherra skuli á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða stefnuna. Ef ráðherra tekur ákvörðun um endurskoðun stefnunnar skal Umhverfisstofnun vinna nýja tillögu. Enn fremur er gert ráð fyrir að ráðherra verði heimilt að uppfæra stefnu án þess að auglýsa slíkar uppfærslur sérstaklega. Gert er ráð fyrir að eftirfylgni verði á framangreindri stefnu og kæmi til greina að uppfæra stefnuna, t.d. með nýjum upplýsingum um stöðu mála varðandi einstök markmið. Þá er gert ráð fyrir að unnt sé að uppfæra stefnu ef breytingar eru gerðar á löggjöf og láta þær breytingar endurspeglast í uppfærðri stefnu með aðgreindum hætti, svo sem með texta innan hornklofa. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji í reglugerð nánari ákvæði um stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir.
    Greinin er sett til innleiðingar á 29. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
     Um b-lið (6. gr.).
    Líkt og gerð er grein fyrir í a-lið hér að framan er gert ráð fyrir að svæðisáætlanir sveitarfélaga taki við af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Svæðisáætlanir eiga til samans að ná til alls landsins. Í greininni er lagt til að sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skuli semja og staðfesta svæðisáætlun um úrgang sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Lagt er til að áætlunin skuli taka mið af lögum um meðhöndlun úrgangs og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Gerð er krafa um að í áætluninni skuli m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og gerð verði grein fyrir því hvernig sveitarstjórn hyggst ná markmiðum stefnunnar um meðhöndlun úrgangs og stefnunnar um úrgangsforvarnir. Þá er gert ráð fyrir umfjöllun um úrgangsforvarnir í áætluninni. Í greininni er gert ráð fyrir að áætlunin verði auglýst í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Þá er með skýrum hætti kveðið á um að kynna skuli áætlunina í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana. Það er gert til að taka af allan vafa um að áætlunin falli undir gildissvið laga nr. 105/2006. Að loknu umsagnarferli skal sveitarstjórn staðfesta áætlunina. Í greininni er lagt til að sveitarstjórn skuli á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Taki sveitarstjórn ákvörðun um endurskoðun áætlunarinnar skal hún unnin í samræmi við greinina. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji í reglugerð nánari ákvæði um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
    Greinin er sett til innleiðingar á 28. og 29. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
    Um c-lið (7. gr.).
    Í c-lið er lagt til að ákveðin forgangsröðun verði lögð til grundvallar við meðhöndlun úrgangs og setningu reglna um stjórnun og stefnu í úrgangsmálum. Við forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs skuli leitast við að velja þá kosti sem skila bestu heildarniðurstöðunni fyrir umhverfið. Þetta getur útheimt að tilteknir straumar úrgangs víki frá forgangsröðuninni þegar slíkt er réttlætanlegt út frá sjónarmiðum um áhrif alls vistferilsins á myndun og stjórnun slíks úrgangs. Þetta hefur í för með sér að almennt skuli stuðlað að því að forgangsröðun verði sú sem tilgreind er í greininni. Hins vegar geti í afmörkuðum tilvikum verið forsvaranlegt að víkja út frá henni. Má þar nefna aðra endurnýtingu í stað endurvinnslu. Þá er í greininni sett fram leiðbeiningarregla um að við nánari útfærslu í stefnu, svæðisáætlunum og ákvörðunum um fyrirkomulag við meðhöndlun úrgangs skuli hafa að leiðarljósi sjónarmið um að gætt sé varúðar til að umhverfið verði ekki fyrir skaða að teknu tilliti til tæknilegs framkvæmanleika og hagkvæmni. Það hefur í för með sér að við meðhöndlun úrgangs og mótun stefnu í málaflokknum skuli ávallt hafa þessar meginreglur og markmið laganna að leiðarljósi og reyna eftir fremsta megni að taka tillit til þeirra.
    Greinin er sett til innleiðingar á 4. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
     Um d-lið (8. gr.).
    Í d-lið er lögð til breyting á orðalagi sem er að finna í 5. mgr. 4. gr. laganna og hefur verið nýtt sem undirstaða nýrrar 8. gr. laganna verði frumvarp þetta að lögum. Þó hefur orðalagi ákvæðisins verið breytt á þann hátt að bætt er við að sveitarstjórnum sé heimilt að reka söfnunar- og móttökustöðvar eftir atvikum í samstarfi við aðrar sveitarstjórnir. Þetta er gert til að endurspegla betur þá framkvæmd sem nú er, enda hafa sveitarstjórnir átt samstarf um rekstur söfnunar- og móttökustöðva. Þá er lagt til að sveitarstjórnum verði skylt að setja sérstaka samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu auk þess sem nánar eru tilgreind þau atriði sem heimilt er að kveða á um í samþykktunum.
     Um e-lið (9. gr.).
    Greinin er samhljóða 10. gr. laganna og þarfnast ekki frekari skýringar.
     Um f-lið (10. gr.).
    Í f-lið er lagt til að við meðhöndlun úrgangs skuli almennt stuðlað að endurnotkun á vörum og undirbúningi fyrir endurnotkun og að komið verði á fót endurnotkunar- og endurvinnslukerfum. Hér er um að ræða leiðbeiningarreglu um hvernig meðhöndlun úrgangs skuli fara fram. Í greininni er framangreind leiðbeiningarregla orðuð með almennum hætti, þ.e. ekki sagt til um hver beri ábyrgð á framkvæmd hennar. Það er mismunandi eftir því um hvaða tegund úrgangs er að ræða og fer eftir ákvæðum laga um meðhöndlun úrgangs og laga um úrvinnslugjald hvar ábyrgðin liggur á að ná settum tölulegum markmiðum um hlutfall endurnotkunar og endurvinnslu. Þá mun sveitarstjórn taka mið af framangreindri leiðbeiningarreglu við skipulag fyrirkomulags við meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Lagt er til að gerðar verði ráðstafanir svo að úrgangur geti í meira mæli verið endurnotaður. Jafnframt er lagt til að almennt skuli við meðhöndlun úrgangs stuðlað að endurvinnslu og í því skyni komið upp sérstakri söfnun á úrgangi þar sem það er tæknilega, umhverfislega og efnahagslega gerlegt og viðeigandi til að uppfylla nauðsynlega gæðastaðla í viðkomandi endurvinnslugeira. Hér er leiðbeiningarregla um að meðhöndlun úrgangs skuli fara fram með þeim hætti að unnt sé í meira mæli að endurvinna úrgang. Það getur falið í sér aukna flokkun á úrgangi á einhverju stigi í meðhöndlun hans. Að lokum er lagt til að komið verði á sérstakri söfnun á a.m.k. pappír, málmum, plasti og gleri. Jafnframt skuli tryggja að sérstök söfnun fari fram með þeim hætti að unnt verði að losa slíkan úrgang á aðgengilegan hátt við íbúðarhús í þéttbýli. Til þess að auka flokkun á úrgangi og tryggja að hann sé í meira mæli endurunninn er nauðsynlegt að kveða skýrt á um að þessum flokkum úrgangs skuli safnað sérstaklega á einhverjum tímapunkti í meðhöndlun hans. Markmið með sérstakri söfnun á að vera að þessir úrgangsflokkar fari í endurvinnslu og ekki er gert ráð fyrir að kveðið verði með nákvæmum hætti á um hvernig honum sé safnað heldur frekar horft á þann árangur sem næst í hverjum flokki fyrir sig. Mikilvægt er að setja ákveðin viðmið um fyrirkomulag þessarar söfnunar varðandi neytendur og því gert ráð fyrir að boðið verði upp á lausnir sem geri neytendum almennt auðveldara fyrir að losa sig við flokkaðan úrgang en nú er. Þannig er í frumvarpinu lögð skylda á sveitarstjórn að ákveða fyrirkomulag söfnunar úrgangs frá heimilum með þeim hætti að neytendur í þéttbýli geti losað sig við pappír, plast, málma og gler í sorpílát við íbúðarhús. Sveitarstjórn ákveður síðan hvernig hin sérstaka söfnun verði útfærð nánar, svo sem hversu mörg sorpílát verða notuð.
    Greinin er sett til innleiðingar á 11. og 22. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
     Um g-lið (11. gr.).
    Í g-lið er lagt til að úrgangur skuli endurnýttur að eins miklu leyti og unnt er. Jafnframt er kveðið á um að safna skuli úrgangi sérstaklega ef það er nauðsynlegt vegna endurnýtingar hans og til að auðvelda eða bæta endurnýtingu og ef það er tæknilega, umhverfislega og efnahagslega gerlegt. Þá er lagt til að við sérstaka flokkun og meðhöndlun úrgangs skuli reynt að forðast að blanda honum saman við annan úrgang eða efnivið sem hefur aðra eiginleika ef það leiðir til þess að úrgangurinn verði ekki endurnýttur. Hér er lagt til, í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, að úrgangur sé endurnýttur svo framarlega að það sé tæknilega, umhverfislega og efnahagslega gerlegt. Þá skal reynt að forðast að blanda úrganginum saman við annan úrgang ef það veldur því að hann verði ekki endurnýttur. Þá er gert ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð sem útfæri greinina nánar.
    Greinin er sett til innleiðingar á 10. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
     Um h-lið (12. gr.).
    Í h-lið er lagt til að úrgangi, sem ekki er endurnýttur, skuli fargað á viðeigandi hátt. Gert er ráð fyrir að ráðherra kveði nánar á um þessa grein í reglugerð.
    Greinin er sett til innleiðingar á 12. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
    Um i-lið (13. gr.).
    Í i-lið er lagt til að við meðhöndlun úrgangs skuli ná tilteknum tölulegum markmiðum sem ráðherra setur í reglugerð. Þetta geta bæði verið almenn og sértæk markmið eða viðmiðanir og eiga við um forvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun. Gert er ráð fyrir að ráðherra kveði á um þessi tölulegu markmið og viðmiðanir í reglugerð. Hér má nefna að gert er ráð fyrir að ráðherra setji t.d. töluleg markmið um hlutfall þess úrgangs sem á að fara til urðunar sem líta beri til við val á leiðum við meðhöndlun úrgangs. Tilskipun 2008/98/EB gerir jafnframt ráð fyrir að aðildarríki skuli sjá til þess að eigi síðar en árið 2020 verði a.m.k. 50% af úrgangi frá heimilum undirbúin fyrir endurnotkun eða endurunnin. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji framangreint markmið í reglugerð. Í greininni er ekki tilgreint hver beri ábyrgð á að ná settum markmiðum enda er það mismunandi eftir því um hvaða tegund úrgangs er að ræða. Taka má sem dæmi að sveitarfélög bera ábyrgð á að markmiðum varðandi lífrænan úrgang sé náð. Úrvinnslusjóði ber m.a. að ná markmiðum vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs, raf- og rafhlaðna, pappírs og plasts.

Um 6., 13., 14., 18., 19. og 31.–34. gr.

    Í þessum greinum eru lagðar til breytingar á tilvísunum í lögunum í samræmi við önnur ákvæði frumvarpsins.

Um 7. gr.

    Í greininni er lagt til að ráðherra verði heimilt að setja ákvæði í reglugerð um lágmarkstæknikröfur fyrir meðhöndlun úrgangs. Tilskipun 2008/98/EB gerir ráð fyrir að settar verði lágmarkstæknikröfur fyrir meðhöndlun úrgangs fyrir tiltekna starfsemi. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji slíkar kröfur í reglugerð.
    Greinin er sett til innleiðingar á 27. gr. tilskipunar 2008/98/EB.

Um 8. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 9. gr. laganna. Í 1. mgr. er lagt til að rekstraraðilar skuli fyrir 1. maí ár hvert skila til Umhverfisstofnunar skýrslu um þann úrgang sem meðhöndlaður var á undangengnu almanaksári. Skal skýrslan innihalda upplýsingar um tegundir úrgangsins og magn, uppruna og ráðstöfun hverrar tegundar. Skýrslan skal vera á því formi sem Umhverfisstofnun leggur til. Ekki þykir rétt að binda formið endanlega niður í lögunum en æskilegt er að unnt sé að breyta því nokkuð auðveldlega. Því er lagt til að Umhverfisstofnun leggi til formið. Þá er lagt til að framleiðendur úrgangs sem farga eigin úrgangi á framleiðslustað eða flytja utan eigin úrgang til meðhöndlunar skuli fyrir 1. maí ár hvert skila til Umhverfisstofnunar sambærilegri skýrslu sem inniheldur upplýsingar um tegundir úrgangsins og magn og ráðstöfun hverrar tegundar. Þá er tekið fram að afrit skýrslunnar skuli senda heilbrigðisnefnd á starfssvæði rekstraraðila.
    Í 2. mgr. er lagt til að rekstraraðilar skuli fyrir 1. maí ár hvert skila skýrslu fyrir undangengið almanaksár til útgefanda starfsleyfis skv. 2. mgr. 14. gr. um eftirlit með umhverfi og rekstrarþáttum sem valdið geta mengun eða losun út í umhverfið, eftir því sem nánar greinir í starfsleyfi og 71. gr. að því er varðar urðunarstaði.
    Í 3. mgr. er lagt til að heimilt verði varðandi framangreinda upplýsingagjöf að vísa til skýrslu um grænt bókhald samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir eða til ársskýrslu ef þar er að finna sömu upplýsingar. Ákvæðið er efnislega samhljóða 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna.
    Í 4. mgr. er lagt til að Umhverfisstofnun geti óskað eftir upplýsingum um magn, tegund og uppruna úrgangs frá rekstraraðila og skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Ákvæðið er efnislega samhljóða 2. mgr. 9. gr. laganna en orðalagi var breytt til samræmis við breytingar á framleiðendaábyrgð drykkjarvöruumbúða.

Um 9. gr.

    Í greininni er lagt til að skýrt verði hvenær efni eða hlutur teljist aukaafurð en ekki úrgangur. Því er lagt til að efni eða hlutur, sem verður til í framleiðsluferli þar sem frumtilgangurinn er ekki framleiðsla þess efnis eða hlutar, geti aðeins talist vera aukaafurð en ekki úrgangur að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í greininni. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji nánari ákvæði um greinina í reglugerð.
    Greinin er sett til innleiðingar á 5. gr. tilskipunar 2008/98/EB.

Um 10. gr.

    Í greininni er lagt til að tveimur nýjum greinum verði bætt við lögin.
     Um a-lið (21. gr.).
    Í a-lið er lagt til að ráðherra hafi heimild til að setja sértækar viðmiðanir um hvenær úrgangur hættir að vera úrgangur. Tilskipun 2008/98/EB gerir ráð fyrir að settar verði sértækar viðmiðanir um hvenær úrgangur hættir að vera úrgangur. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji slíkar sértækar viðmiðanir í reglugerð.
    Greinin er sett til innleiðingar á 6. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
     Um b-lið (22. gr.).
    Í b-lið er lagt til að ráðherra skuli setja í reglugerð skrá yfir úrgang. Skráin yfir úrgang skal m.a. taka til spilliefna og taka tillit til uppruna og samsetningar úrgangsins og, ef nauðsyn krefur, viðmiðunarmarka fyrir styrk hættulegra efna. Skráin skal tilgreina með skýrum hætti hvort úrgangur sé spilliefni eður ei og er sú tilgreining bindandi.
    Greinin er sett til innleiðingar á 7. gr. tilskipunar 2008/98/EB.

Um 11. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 2. mgr. 11. gr. laganna en þar segir að sveitarfélögum sé heimilt að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Í frumvarpi þessu er lagt til að þessari heimild sveitarfélaga verði breytt í skyldu, þ.e. að sveitarfélögum verði skylt að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Í tilskipun 2008/98/EB er greiðslureglan lögð til grundvallar, en inntak hennar er að sá borgi sem mengi eða sá sem hefur með höndum umsvif sem hafa áhrif á umhverfið. Í ljósi þess skal handhafi úrgangs, þ.e. framleiðandi úrgangs eða sá sem hefur úrgang í vörslu sinni, standa straum af kostnaði við meðhöndlun úrgangsins. Í frumvarpi þessu er lagt til að 11. gr. laganna verði breytt til að uppfylla kröfu tilskipunar 2008/98/EB um að greiðslureglan skuli vera lögð til grundvallar.
    Greinin er sett til innleiðingar á 14. gr. tilskipunar 2008/98/EB.

Um 12. gr.

    Í greininni er lagt til að aukin áhersla verði lögð á fræðslu til almennings. Annars vegar er lagt til að Umhverfisstofnun skuli sjá um gerð fræðsluefnis og upplýsa og fræða almenning um meðhöndlun úrgangs í samráði við sveitarfélög, Úrvinnslusjóð, þá sem bera framleiðendaábyrgð, rekstraraðila og aðra eftir því sem við á. Hins vegar er lagt til að sveitarstjórnir skuli annast gerð upplýsingaefnis um meðferð úrgangs í sveitarfélaginu og fræða almenning, rekstraraðila og handhafa úrgangs um úrgangsmál í samvinnu við hlutaðeigandi heilbrigðisnefndir.
    Mikilvægt er að fræðsla til almennings verði aukin og því lagt til að Umhverfisstofnun og sveitarfélög fái aukið hlutverk í því sambandi. Þess má geta að fyrirtæki í meðhöndlun úrgangs hafa á undanförnum árum stuðlað að aukinni fræðslu meðal almennings um meðhöndlun úrgangs og þess er vænst að sú þróun haldi áfram.

Um 15. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á framleiðendaábyrgð rafhlaðna og rafgeyma í 21. gr. laganna.
    Í a-lið er lagt til að nýr málsliður bætist við 1. mgr. 21. gr. Það er gert til að skýra betur núverandi framkvæmd. Úrvinnslugjald samkvæmt lögum um úrvinnslugjald er lagt á rafhlöður og rafgeyma. Lagt er til að nánari tilgreining á rafhlöðum og rafgeymum sem falla undir gildissvið laga nr. 55/2003 fari eftir lögum um úrvinnslugjald.
    Í b-lið er lagt til að breyta orðalagi 2. mgr. 21. gr. Lagt er til að brott falli 2. málsl. málsgreinarinnar sem orðast svo „Framleiðendur og innflytjendur uppfylla skyldur sínar með því að vörurnar beri úrvinnslugjald samkvæmt lögum um úrvinnslugjald“. Í framkvæmd hefur ekki verið ljóst hvernig túlka beri þennan málslið með skýrum hætti. Til að skýra betur framkvæmdina er lagt til að hann falli brott. Framleiðendur og innflytjendur þurfa að greiða úrvinnslugjald af rafhlöðum og rafgeymum. Jafnframt ber þeim skylda til að skrá sig í skráningarkerfi og gefa tilteknar upplýsingar. Úrvinnslusjóður sér um að rafhlöðum og rafgeymum sé safnað og þær verði meðhöndlaðar á viðeigandi hátt með ráðstöfun á úrvinnslugjaldi sem lagt er á vörurnar. Jafnframt er í b-lið lagt til að framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma greiði fyrir rekstur á skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma.
    Í c-lið er lagt til að óheimilt verði að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni rafhlöður og rafgeyma sem falla undir lögin nema framleiðandi og innflytjandi þeirra greiði úrvinnslugjald, sbr. lög um úrvinnslugjald. Jafnframt er lagt til að Úrvinnslusjóður skuli annars vegar safna upplýsingum um magn rafhlaðna og rafgeyma sem sett eru á markað, um magn rafhlaðna og rafgeyma sem safnað er og ráðstöfun þeirra og skila þeim upplýsingum til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið ár og hins vegar ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun rafhlaðna og rafgeyma.

Um 16. gr.

    Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á útfærslu framleiðendaábyrgðar rafhlaðna og rafgeyma, sbr. umfjöllun í III. kafla hér að framan. Ráðuneytið telur fara betur á að sama stofnun haldi utan um öll skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda og leggur því til í frumvarpi þessu að Umhverfisstofnun taki við skráningarkerfi framleiðenda og innflytjanda rafhlaðna og rafgeyma.
    Í greininni er lagt til að framleiðandi og innflytjandi rafhlaðna og rafgeyma skuli skrá sig hjá Umhverfisstofnun a.m.k. 15 dögum áður en vara sem fellur undir lögin er sett á markað, seld eða tekin til eigin nota hér á landi. Þá er lagt til að Umhverfisstofnun verði heimilt að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds samkvæmt lögum um úrvinnslugjald við skráningu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma. Ástæða þess er fyrst og fremst hagræðing fyrir Umhverfisstofnun og framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma. Í framkvæmd yrði þetta með þeim hætti að Umhverfisstofnun fengi reglulega lista frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds og skrá þá aðila í skráningarkerfið.
    Þá er í greininni lagt til að ráðherra fái heimild til að setja reglugerð um skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma þar sem fjallað yrði nánar um skyldu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma til að skrá sig og skila upplýsingum um innflutning eða framleiðslu á rafhlöðum og rafgeymum til Umhverfisstofnunar og á hvaða hátt það skuli gert.
    Enn fremur er lagt til að ráðherra setji gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni Umhverfisstofnunar vegna rafhlaðna og rafgeyma og skal upphæð gjalda nema kostnaði við veitta þjónustu og verkefni stofnunarinnar. Þá er lagt til að Úrvinnslusjóður skuli, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma, standa skil á gjöldum til Umhverfisstofnunar sem framleiðendur og innflytjendur bera vegna reksturs skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar. Úrvinnslugjald sem lagt er á rafhlöður og rafgeyma skal m.a. taka mið af kostnaði við rekstur á skráningarkerfi og eftirliti Umhverfisstofnunar og því hagkvæmast að Úrvinnslusjóður greiði Umhverfisstofnun þann kostnað samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni. Þetta fyrirkomulag kemur í veg fyrir að Umhverfisstofnun þurfi að gefa út reikninga og innheimta hjá sérhverjum framleiðanda og innflytjanda rafhlaðna og rafgeyma en slíkt fyrirkomulag mundi leiða til aukins kostnaðar við innheimtu gjaldanna.

Um 17. gr.

    Í greininni er lagt til að Umhverfisstofnun hafi eftirlit með framkvæmd varðandi rafhlöður og rafgeyma, einkum að seljendur rafhlaðna taki við notuðum rafhlöðum á sölu- eða dreifingarstað og að framleiðendur og innflytjendur séu skráðir í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.
    Í greininni er lagt til að Umhverfisstofnun verði heimilt í tengslum við eftirlit stofnunarinnar að óska eftir upplýsingum frá toll- og skattyfirvöldum um heildarmagn, magn í einstökum flokkum og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum vegna framleiðslu og innflutnings á rafhlöðum og rafgeymum sem falla undir lögin. Ákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum, skulu ekki vera því til fyrirstöðu að starfsmenn toll- og skattyfirvalda veiti Umhverfisstofnun upplýsingar samkvæmt greininni.
    Í greininni er enn fremur lagt til að Umhverfisstofnun verði heimilt að óska eftir gögnum um sölu rafhlaðna og rafgeyma úr bókhaldi framleiðanda og innflytjanda til að sannreyna framleiðslu-, innflutnings- og sölumagn rafhlaðna og rafgeyma. Þá er lagt til að löggiltur endurskoðandi skuli staðfesta með undirskrift sinni að framangreind gögn og upplýsingar séu réttar. Loks er kveðið á um að skylt verði að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra er óskað.
    Í greininni er áréttað að Umhverfisstofnun verði bundin þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd.

Um 20. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 29. gr. laganna. Við greinina er bætt nokkrum atriðum sem ráðherra er heimilt að kveða nánar á um í reglugerð auk þess sem orðalagi er breytt til samræmis við frumvarp þetta.
    Í a-lið er gerð breyting á greininni sem kemur til af því að Samtök atvinnulífsins óskuðu eftir að vera tilgreind sem umsagnaraðili við tillögur að reglugerðum og er því lagt til að ráðherra skuli leita umsagnar hjá hlutaðeigandi haghöfum, svo sem Samtökum atvinnulífsins, við setningu reglugerða.
    Í b-lið er lögð til breyting á a-lið 1. mgr. Þar fer betur á að tala um skrá en lista með hliðsjón af öðrum breytingum samkvæmt frumvarpi þessu.
    Í c-lið er lögð til breyting á e-lið 1. mgr. til samræmis við aðrar breytingar samkvæmt frumvarpi þessu.
    Í d-lið er lagt til að sjö nýir stafliðir bætist við 1. mgr. til samræmis við nýjar reglugerðarheimildir ráðherra samkvæmt frumvarpi þessu.
    Í e-lið er lögð til breyting á g-lið 1. mgr. til samræmis við aðrar breytingar samkvæmt frumvarpi þessu.
    Í f–h-liðum eru lagðar til breytingar á tilvísunum í samræmi við önnur ákvæði frumvarpsins.

Um 21. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 30. gr. laganna. Í 1. mgr. er lagt til að söfnunarstöðvar sem sveitarstjórnir sjá um að starfræktar séu í sveitarfélagi skuli hafa aðstöðu fyrir móttöku á raf- og rafeindatækjaúrgangi eins og nánar er kveðið á um í reglugerð og ber söfnunarstöðvum að taka við slíkum úrgangi gjaldfrjálst. Í lögunum er nú greint á milli raf- og rafeindatækjaúrgangs frá heimilum annars vegar og annars raf- og rafeindatækjaúrgangs hins vegar. Söfnunarstöðvum ber að taka á móti báðum flokkum en er heimilt að innheimta gjald fyrir aðstöðu skilakerfis vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs frá heimilum og fyrir móttöku og geymslu á öðrum raf- og rafeindatækjaúrgangi. Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að þessi greinarmunur á flokkum raf- og rafeindatækjaúrgangs verði aflögð og að söfnunarstöðvum beri að taka við slíkum úrgangi gjaldfrjálst. Úrvinnslugjald samkvæmt lögum um úrvinnslugjald mun greiða fyrir söfnun, flutning og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangsins.
    Í 2. mgr. er lagt til að sveitarfélög skuli veita leiðbeiningar um hvernig beri að flokka raf- og rafeindatækjaúrgang og skila honum til söfnunarstöðva sveitarfélaga og upplýsa um að raf- og rafeindatækjaúrgangur megi ekki fara með öðrum úrgangi. Sambærileg skylda er nú lögð á sveitarfélög í 3. mgr. 30. gr. laganna en bætt hefur verið við að sveitarfélögum beri einnig að upplýsa um að raf- og rafeindatækjaúrgangur megi ekki fara með öðrum úrgangi. Mikilvægt er að raf- og rafeindatækjaúrgangur fari í viðeigandi meðhöndlun og komið sé í veg fyrir að hann fari með öðrum úrgangi, t.d. í urðun. Því er lagt til að sveitarfélög upplýsi íbúa sína um að raf- og rafeindatækjaúrgangur skuli t.d. ekki fara í tunnur fyrir almennan úrgang sem fer til urðunar heldur eigi að koma úrganginum á söfnunarstöðvar.

Um 22. gr.

    Í greininni er fjallað um framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatækjum. Í 1. mgr. er lagt til að framleiðandi og innflytjandi beri ábyrgð á raf- og rafeindatækjum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn. Framangreint orðalag er samhljóða 1. málsl. 31. gr. laganna. Í frumvarpi þessu er, eins og rakið er í III. kafla hér að framan, lagt til að framleiðendaábyrgð raf- og rafeindatækja verði útfærð á þann hátt að úrvinnslugjald samkvæmt lögum um úrvinnslugjald verði lagt á raf- og rafeindatæki. Þó að framleiðendur og innflytjendur greiði úrvinnslugjald hafa þeir áfram tilteknar skyldur sem fram koma í lögunum. Þá er lagt til að raf- og rafeindatæki sem falla undir lögin, tollskrárnúmer þeirra og flokkun verði tilgreind í viðauka XIX við lög um úrvinnslugjald. Gert er ráð fyrir að nánari tilgreining á þeim raf- og rafeindatækjum sem falla undir lögin verði í þeim viðauka. Það er skýrara og minni hætta á ósamræmi að hafa þessa tilgreiningu á einum stað í löggjöfinni og því lagt til að hún verði einungis í lögum um úrvinnslugjald. Þá er lagt til í greininni að í ábyrgð framleiðanda og innflytjanda felist að þeir skuli fjármagna og tryggja meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva, og fjármagna upplýsingagjöf sem og rekstur skráningarkerfis. Framangreindar skyldur eru í samræmi við núgildandi lög. Enn fremur er lagt til að seljandi raf- og rafeindatækja sem falla undir lög þessi og seld eru í tollfrjálsri verslun hér á landi og ætluð til innlendra nota beri ábyrgð framleiðanda og innflytjanda samkvæmt lögunum. Það er í samræmi við 1. mgr. 31. gr. laganna.
    Í greininni er lagt til að óheimilt verði að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þeirra greiði úrvinnslugjald, sbr. lög um úrvinnslugjald. Í núgildandi lögum er sambærilegt ákvæði þar sem markaðssetning er óheimil nema framleiðandi og innflytjandi sé aðili að skilakerfi. Lagt er til að áfram verði óheimilt að markaðssetja raf- og rafeindatæki nema nú verði skilyrði að greitt hafi verið úrvinnslugjald af raf- og rafeindatækinu.

Um 23. gr.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að ekki verði lengur gerður greinarmunur á raf- og rafeindatækjaúrgangi frá heimilum annars vegar og öðrum raf- og rafeindatækjaúrgangi hins vegar. Úrvinnslugjald verði lagt á öll raf- og rafeindatæki burt séð frá því hvort þau eru heimilistæki eða iðnaðartæki. Í greininni er því lögð til breyting á 32. gr. laganna til samræmis við þessa nálgun.

Um 24. gr.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að framleiðendaábyrgð verði áfram á raf- og rafeindatækjum en lagt verði á þau úrvinnslugjald. Samt sem áður munu framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja þurfa að uppfylla nokkrar skyldur og eru þær áréttaðar í greininni. Þá er gert ráð fyrir að framleiðendur og innflytjendur geti að uppfylltum skilyrðum fengið álagt úrvinnslugjald endurgreitt kjósi þeir að setja upp eigið kerfi við söfnun raf- og rafeindatækjaúrgangs um allt land og ráðstöfun úrgangsins. Í þeim tilvikum þurfa framleiðendur og innflytjendur jafnframt að uppfylla skyldur sem greinin leggur á þá. Í greininni er lagt til að framleiðendur og innflytjendur skuli í fyrsta lagi kosta geymslu raf- og rafeindatækjaúrgangs á söfnunarstöðvum sveitarfélaga, tryggja söfnun og móttöku raf- og rafeindatækjaúrgangs alls staðar á landinu, svo sem frá söfnunarstöðvum sveitarfélaga og tryggja að raf- og rafeindatækjaúrgangur sé meðhöndlaður af atvinnurekstri sem hefur gilt starfsleyfi. Upphæð úrvinnslugjalds á raf- og rafeindatæki mun þurfa að endurspegla þessar skyldur enda þarf Úrvinnslusjóður að tryggja að framangreindar skyldur verði uppfylltar og nota til þess fjármuni sem koma með greiðslu úrvinnslugjaldsins. Í greininni er einnig lagt til að framleiðendur og innflytjendur upplýsi Umhverfisstofnun fyrir 1. apríl ár hvert um heildarmagn raf- og rafeindatækja í kílóum sem þeir hafa sett á markað eða tekið til eigin nota fyrir undangengið ár óski stofnunin eftir því. Í reynd mun Umhverfisstofnun notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum og Úrvinnslusjóði og verður því almennt ekki gerð krafa um að hver og einn framleiðandi og innflytjandi skili árlega skýrslu til Umhverfisstofnunar. Hins vegar er mikilvægt að sú skylda sé lögð á framleiðendur og innflytjendur að upplýsa Umhverfisstofnun um þessi atriði óski stofnunin eftir því. Á það einkum við ef framleiðendur og innflytjendur setja á fót eigið kerfi við söfnun raf- og rafeindatækjaúrgangs og ráðstöfun hans.

Um 25. gr.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að úrvinnslugjald verði lagt á raf- og rafeindatæki. Í greininni er því lagt til að Úrvinnslusjóður skuli safna upplýsingum um magn raf- og rafeindatækja sem sett eru á markað, um magn raf- og rafeindatækjaúrgangs sem safnað er og ráðstöfun hans og skila þeim til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið ár sem og ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs. Að öðru leyti fer um hlutverk Úrvinnslusjóðs vegna raf- og rafeindatækja eftir lögum um úrvinnslugjald.

Um 26. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda. Lagt er til að Umhverfisstofnun verði heimilt að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds samkvæmt lögum um úrvinnslugjald við skráningu framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir að skilakerfi skrái þá framleiðendur og innflytjendur sem eru aðilar að skilakerfinu í skráningarkerfið. Ástæða þess er fyrst og fremst hagræðing fyrir Umhverfisstofnun og framleiðendur og innflytjendur. Í framkvæmd yrði þetta með þeim hætti að Umhverfisstofnun fengi reglulega lista frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds og mundi skrá þá aðila í skráningarkerfið. Þá er lagt til í greininni að 3. málsl. 3. mgr. 36. gr. falli brott vegna þess að gert er ráð fyrir að skilakerfi og stýrinefnd verði ekki starfrækt verði frumvarp þetta að lögum. Með þessu móti þarf ekki hver og einn framleiðandi og innflytjandi að skrá sig í skráningarkerfið.

Um 27. gr.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að stýrinefnd raf- og rafeindatækjaúrgangs verði lögð niður. Í greininni er af þeim sökum lagt til að eftirlitshlutverk stýrinefndar færist til Umhverfisstofnunar enda gert ráð fyrir í núgildandi lögum að stofnunin hafi hlutverk við beitingu þvingunarúrræða í málaflokknum.

Um 28. gr.

    Í greininni er lagt að Úrvinnslusjóður skuli, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja, standa skil á gjöldum til Umhverfisstofnunar sem framleiðendur og innflytjendur bera vegna reksturs skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar. Úrvinnslugjald sem lagt er á raf- og rafeindatæki skal m.a. taka mið af kostnaði við rekstur á skráningarkerfi og eftirliti Umhverfisstofnunar og því hagkvæmast að Úrvinnslusjóður greiði Umhverfisstofnun þann kostnað samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni. Þetta fyrirkomulag kemur í veg fyrir að Umhverfisstofnun þurfi að gefa út reikninga og innheimta hjá sérhverjum framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja en slíkt fyrirkomulag mundi leiða til aukins kostnaðar við innheimtu gjaldanna.
    Í greininni er lagt til að gjaldtökuákvæði fyrir Úrvinnslusjóð verði fellt brott enda ekki gert ráð fyrir sérstökum verkefnum Úrvinnslusjóðs sem taka bæri gjald fyrir. Úrvinnslusjóður mun hins vegar ráðstafa fjármunum sem myndast við greiðslu úrvinnslugjalds af raf- og rafeindatækjum.

Um 29. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á reglugerðarheimildum ráðherra vegna raf- og rafeindatækja í kjölfar framangreindra breytinga. Í a-lið er lagt til að Samtök atvinnulífsins fái reglugerðartillögur til umsagnar. Samtökin óskuðu eftir að þau yrðu tilgreind sem umsagnaraðili við reglugerðarsetningu ráðherra og telur ráðuneytið rétt að bregðast við því. Í b-lið er lagt til að a-liður 1. mgr. 39. gr. laganna falli brott. Ráðuneytið telur ekki rétt að hlutast til um hversu mörg gámastæði skuli vera undir raf- og rafeindatæki á söfnunarstöðvum sveitarfélaga í ljósi breytinga á framleiðendaábyrgð raf- og rafeindatækja. Í c-lið eru lagðar til breytingar á tilvísunum í samræmi við önnur ákvæði frumvarpsins. Í d-lið er lagt til að ráðherra kveði í reglugerð á um þau tölulegu markmið sem Úrvinnslusjóði, og/eða framleiðanda og innflytjanda, ber að ná árlega um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs og hlutverk Umhverfisstofnunar til að hafa eftirlit með því að þau markmið náist. Almennt er gert ráð fyrir að Úrvinnslusjóður skuli ná þessum markmiðum. Fari svo að framleiðandi og innflytjandi kjósi að reka eigið skilakerfi eða vera aðili að sameiginlegu skilakerfi ber honum jafnframt að ná þeim tölulegu markmiðum sem sett verða. Í e-lið er lagt til að fimm stafliðir 1. mgr. 39. gr. laganna falli brott vegna breytinga á framleiðendaábyrgðinni.

Um 30. gr.

    Í greininni eru lagt til að tíu nýjum greinum um drykkjarvöruumbúðir úr áli, gleri, plasti og stáli, þremur nýjum greinum um spilliefni og einni nýrri grein um lífrænan úrgang verði bætt við lögin.
     Um a-lið (54. gr.).
    Í a-lið er fjallað um ábyrgð framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöru á drykkjarvöruumbúðum á að fjármagna og tryggja meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða. Í 3. gr. frumvarpsins er hugtakið framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru skilgreint. Framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru er aðili sem, óháð þeirri sölutækni sem er notuð, framleiðir og selur drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum, eða flytur drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum inn eða út úr landinu í atvinnuskyni. Þannig telst aðili sem flytur inn drykkjarvöru til landsins og setur hana á markað vera framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru. Á sama hátt er aðili sem framleiðir hér á landi drykkjarvöru og setur á markað hér á landi framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru. Þá er hér einkum átt við eiginlegan framleiðanda vörunnar sem markaðssetur vöruna enda kann hann að útvista einstökum verkefnum við framleiðslu vörunnar. Þannig getur framleiðandi keypt umbúðir utan um vöruna af þriðja aðila en tappar vörunni sjálfur á þær umbúðir. Sá aðili sem framleiðir umbúðir í þessu ferli mundi þannig ekki teljast framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru.
    Lagt er til í 1. mgr. að framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru beri ábyrgð á þeim drykkjarvöruumbúðum sem framleiddar eru hér á landi eða fluttar inn og eru settar á markað hér á landi. Drykkjarvöruumbúðir eru skilgreindar sem umbúðir drykkjarvara úr áli, gleri, plasti og stáli sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar eða átappaðar hérlendis. Lagt er til að ráðherra verði heimilt með setningu reglugerðar að tilgreina þær drykkjarvöruumbúðir sem rétt þyki að falli ekki undir þessi lög. Lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, sbr. reglugerð nr. 368/2008, um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur, hafa tiltekið tilteknar umbúðir drykkjarvara sem bera skilagjald. Sú framkvæmd hefur leitt til þess að drykkjarvara í eðlislíkum umbúðum hefur ýmist borið skilagjald eður ei. Taka má sem dæmi að umbúðir utan um ávaxtaþykkni til blöndunar hafa ekki borið skilagjald en sams konar umbúðir utan um ávaxtadrykk hefur borið skilagjald. Eðli málsins samkvæmt hefur slík framkvæmd reynst misvísandi gagnvart neytendum þar sem um tvær sams konar drykkjarvöruumbúðir hefur verið að ræða og önnur ber skilagjald en hin ekki. Af þeim sökum er lögð til sú meginregla að umbúðir drykkjarvara úr áli, gleri, plasti og stáli falli undir lögin. Hins vegar er gert ráð fyrir að ráðherra hafi heimild til að undanskilja umbúðir tiltekinna drykkjarvara undan gildissviði laganna. Gerð er tillaga um að í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda drykkjarvöru felist að þeir skuli fjármagna og tryggja meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða, m.a. með því að tryggja skipulega söfnun og móttöku þeirra, ná lágmarkshlutfalli við endurheimt drykkjarvöruumbúða og stuðla að því að drykkjarvöruumbúðum sé ekki hent á víðavangi.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru skuli uppfylla skyldur sínar með rekstri eigin skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir eða með aðild að sameiginlegu kerfi fleiri framleiðenda og innflytjenda. Þá er tiltekið í 2. mgr. að skilakerfi annist framkvæmd á ábyrgð framleiðenda og innflytjenda sem kveðið er á um í 1. mgr. Það er til þess að árétta að skilakerfi er sjálfstæður lögaðili sem tekur að sér að framkvæma ábyrgð framleiðenda og innflytjenda drykkjarvöru. Skilakerfi mun þannig sjá til þess að söfnun og meðhöndlun drykkjarvöruumbúða fari fram. Skilakerfi mun fá til þess fjármagn frá framleiðendum og innflytjendum. Skilakerfi ber þá í raun ábyrgð á að söfnun og meðhöndlun drykkjarvöruumbúða fari fram og hefur Umhverfisstofnun eftirlit með að skilakerfi starfi í samræmi við gildandi löggjöf. Verði misbrestur á að skilakerfi starfi í samræmi við lögin getur Umhverfisstofnun beitt skilakerfi þvingunarúrræðum og ef um ítrekuð brot er að ræða svipt skilakerfi leyfi til að starfa. Hafi skilakerfi verið svipt leyfi til starfa, og að því gefnu að ekkert annað skilakerfi sé starfandi, geta framleiðendur og innflytjendur ekki markaðssett vöru sína hér á landi þar til nýtt skilakerfi hefur tekið til starfa sökum þess að markaðssetning er óheimil nema framleiðandi og innflytjandi sé aðili að skilakerfi. Enn fremur er lagt til að óheimilt verði að forsvarsmenn framleiðenda og innflytjenda, sem hafi markaðsráðandi stöðu, sbr. samkeppnislög, nr. 44/2005, sitji á sama tíma í stjórn skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir. Þannig er gert ráð fyrir að forsvarsmönnum tveggja framleiðenda og innflytjenda, sem hafa báðir markaðsráðandi stöðu, verði óheimilt að sitja báðir saman í stjórn skilakerfis á sama tíma.
    Til að tryggja að hver einasti framleiðandi og innflytjandi uppfylli ábyrgð sína er í 3. mgr. lagt til að hver sá sem framleiðir drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lögin eða flytur slíka vöru inn til endursölu skuli vera aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir áður en varan er sett á markað. Þetta er mikilvægt til að tryggja sem besta framkvæmd og að allir framleiðendur og innflytjendur sitji við sama borð og taki þátt í kerfinu. Þá er þetta einnig nauðsynlegt til að skilakerfi fái tímanlega upplýsingar um framleiðanda og innflytjanda og hlutaðeigandi vöru, svo sem upplýsingar um gerð umbúða og merkingar.
    Í 4. mgr. kemur fram að skylda hvers og eins framleiðanda og innflytjanda nær ætíð til landsins alls án tillits til þess hvar vara er seld og skulu allar notaðar drykkjarvöruumbúðir sem safnað er fara til meðhöndlunar. Skilakerfi sem tekur að sér ábyrgð framleiðenda og innflytjenda skal því starfa á öllu landinu og meðhöndla þær drykkjarvöruumbúðir sem falla til. Þó svo að tvö eða fleiri skilakerfi hafi tekið til starfa gildir enn þessi skylda á bæði eða hvert þessara skilakerfa um að starfa á öllu landinu og meðhöndla þær drykkjarvöruumbúðir sem falla til. Seljandi drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum sem seldar eru í tollfrjálsri verslun hér á landi ber ábyrgð framleiðanda og innflytjanda. Þetta er mikilvægt til að tryggja farveg fyrir drykkjarvöruumbúðir sem t.d. komufarþegar til landsins kaupa í fríhöfn hér á landi enda koma þær drykkjarvöruumbúðir til meðhöndlunar hér á landi að mestu leyti. Þá á þetta við allar tollfrjálsar verslanir hér á landi, svo sem verslanir sem selja til flugvéla og skipa. Í framkvæmd hefur t.d. drykkjarvara sem seld er til skipa komið að miklu leyti til meðhöndlunar hjá Endurvinnslunni hf. þó að skilagjald hafi ekki verið greitt af þeim.
    Í 5. mgr. er lagt til að framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöru verði skylt að merkja drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum með þeim hætti sem ráðherra ákveður í reglugerð.
    Lagt er til í 6. mgr. að ráðherra sé heimilt að veita tímabundna undanþágu frá 1. mgr. og þá um leið frá 3. mgr. ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, svo sem að mjög lítið magn sé flutt inn sem sýnishorn.
    Í 7. mgr. er kveðið á um reglugerðarheimild til handa ráðherra til að kveða nánar á um rekstur og stjórnun skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir, svo og eftirlit með þeim.
     Um b-lið (55. gr.).
    Í b-lið er fjallað um hlutverk skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir.
    Gerð er tillaga í 1. mgr. um að hlutverk skilakerfis verði að kosta meðhöndlun drykkjarvöruumbúða, tryggja söfnun og móttöku á drykkjarvöruumbúðum, ná árlega lágmarksmarkmiðum um endurheimt drykkjarvöruumbúða, endurnýtingu og endurvinnslu, greiða skilagjald til þeirra sem skila drykkjarvöruumbúðum og tryggja að þeir sem meðhöndla drykkjarvöruumbúðir hafi gilt starfsleyfi. Auðvitað á þetta ekki við um fjáröflunarsöfnun barna í íþróttum t.d., heldur einungis þar sem raunveruleg meðhöndlun þeirra fer fram.
    Mikilvægt er að skilakerfi hafi nægilegt fjármagn til að tryggja að það geti staðið við skuldbindingar sínar fyrir hönd viðskiptavina sinna og er því í 2. mgr. kveðið á um það. Gert er ráð fyrir að skilakerfi þurfi að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar, sbr. d-lið (57. gr.), áður en því er heimilt að hefja starfsemi.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal, skv. 3. mgr., kosta meðhöndlun drykkjarvöruumbúða.
    Í 4. mgr. er gerð tillaga um að hvert og eitt skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skuli sjá til þess að koma á söfnun og móttöku á drykkjarvöruumbúðum að lágmarki í einum byggðarkjarna í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. Þannig er gert ráð fyrir að minnst átta móttökustöðvar verði starfræktar um allt land. Gert er ráð fyrir að móttaka drykkjarvöruumbúða verði áfram með mismunandi hætti um landið eftir aðstæðum á hverjum stað. Mikilvægt er að íbúar geti á aðgengilegan hátt skilað drykkjarvöruumbúðum og fengið skilagjald endurgreitt. Því er gert ráð fyrir að þéttleiki móttökustöðva verði sambærilegur eða meiri en er í dag. Í dag er tekið á móti einnota drykkjarvöruumbúðum sem bera skilagjald í yfir 30 sveitarfélögum með yfir 50 byggðarkjörnum og á stærri stöðum er fleiri en ein móttökuaðstaða. Það er mat þeirra sem til þekkja að söfnun á einnota drykkjarvöruumbúðum sé með ágætum og þjóni vel hagsmunum landsmanna. Mikilvægt er að halda í þetta og tryggja að söfnun og móttaka á drykkjarvöruumbúðaúrgangi fari fram sem víðast um landið. Ekki er talin ástæða til að binda það í löggjöfina að móttaka sé á söfnunarstöð sveitarfélags þar sem aðstæður eru mismunandi út um land og á mörgum stöðum hafa ýmis félög og fyrirtæki séð um móttöku á tómum drykkjarvöruumbúðum, svo sem verndaðir vinnustaðir. Hins vegar er mikilvægt að aðgengi íbúa til að skila drykkjarvöruumbúðum verði sem best og fyrirkomulaginu verði ekki breytt of mikið. Gengið er út frá því að móttaka drykkjarvöruumbúða verði áfram með ágætum og að stjórnvöld þurfi ekki að hlutast til um að tryggja að íbúar landsins geti skilað umbúðum á þægilegan máta. Þá er gerð tillaga um að skilakerfi eins framleiðanda og innflytjanda geti sótt um undanþágu til ráðherra frá því að safna og taka á móti drykkjarvöruumbúðum um land allt að því tilskildu að skilakerfi geti sýnt fram á að ná endurnýtingarmarkmiði með öðrum hætti. Gert er ráð fyrir að þetta geti m.a. átt við um mjög lítil skilakerfi eins framleiðanda sem selur vöru sína á afmörkuðum stað. Þá er lagt til að skilakerfi hafi aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu sinni um hvar, hvernig og hvenær unnt er að skila drykkjarvöruumbúðum.
    Í 5. mgr. er kveðið á um að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir beri að leggja fram tryggingu um fjárhagslega ábyrgð vegna starfsemi sinnar. Lagt er til að fjárhæð tryggingar skuli duga fyrir söfnun og meðhöndlun í að a.m.k. þrjá mánuði. Lagt er til að ráðherra setji reglugerð, sbr. j-lið frumvarpsgreinarinnar (63. gr.), þar sem nánari ákvæði verða sett um upphæð og form hinnar fjárhagslegu ábyrgðar en það getur m.a. verið ábyrgðartrygging, bundinn bankareikningur eða tiltekið lágmarkshlutfall sem eigið fé skilakerfisins þarf að vera. Upphæð tryggingar, svo og form, þarf að tryggja að nægilegir fjármunir séu tiltækir til að greiða fyrir úrvinnslu úrgangs í tiltekinn tíma í samræmi við það magn drykkjarvöruumbúða sem viðkomandi hefur sett á markað. Ekki þykir rétt að lögfesta með nákvæmum hætti form hinnar fjárhagslegu ábyrgðar enda getur verið að skilakerfi kjósi að leggja fram trygginguna með ólíkum hætti. Markmiðið er að unnt verði að ganga að fjármagni hjá skilakerfinu uppfylli það ekki skyldur sínar.
    6. mgr. fjallar um upplýsingagjöf skilakerfis til Umhverfisstofnunar. Skilakerfi skal árlega veita Umhverfisstofnun upplýsingar varðandi undangengið ár um hvaða framleiðendur og innflytjendur séu aðilar að skilakerfinu, upplýsingar um það magn drykkjarvöruumbúða sem hver og einn framleiðandi og innflytjandi hefur sett á markað, hverjar endurheimtur drykkjarvöruumbúða hafi verið og loks hvar unnt sé að skila drykkjarvöruumbúðum og fá skilagjald greitt fyrir þær. Upplýsingunum skal skila til Umhverfisstofnunar eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Um viðkvæmar upplýsingar sem Umhverfisstofnun fær fer skv. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem kveður á um að starfsfólk Umhverfisstofnunar sé bundið þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd.
     Um c-lið (56. gr.).
    Í c-lið er fjallað um markaðssetningu og sölu drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lögin, verði frumvarp þetta að lögum.
    Óheimilt er skv. 1. mgr. að setja á markað eða selja drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum nema innflytjandi og framleiðandi sé aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir og skráður hjá Umhverfisstofnun. Tollafgreiðsla drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lögin, verði frumvarp þetta að lögum, verður því skv. 2. mgr. háð því að innflytjandi sýni fram á að hann sé aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Þetta er mikilvægt til að allir framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru taki þátt í að uppfylla þær skyldur sem lögin leggja á þá. Aðalatriðið er að ekki sé verið að flytja inn drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum til endursölu án þess að innflytjandi sé aðili að skilakerfi drykkjarvöruumbúða.
    Þegar innflutningur vöru er háður einhvers konar skilyrðum er notaður reitur 14 í aðflutningsskýrslu E1 hjá tollinum til að innflytjandi gefi til kynna og lýsi yfir að skilyrðum sé fullnægt eða viðkomandi innflutningur sé undanþeginn viðkomandi skilyrðum, sem er verklag sem innflytjendur þekkja. Hægt yrði að búa til leyfiskóða (þriggja stafa kóði) sem tollurinn mundi hengja á öll gjaldskyld tollskrárnúmer í hlutaðeigandi köflum tollskrár í tollakerfi og síðan mundi tollurinn gefa fyrirmæli um notkun kóðans í aðflutningsskýrslu og birta á tollur.is. Þegar aðflutningsskýrsla með gjaldskyldri vöru kemur til tollmeðferðar villuprófar tollakerfi að vísað sé í framangreindan leyfiskóða (kóði sé skráður) í reit 14 í skýrslunni; ef kóði er ekki skráður þá stoppar skýrslan. Í tilvísunarsvæðinu með kóðanum mundi innflytjandi skrá númer leyfis sem segir að hann sé aðili að skilakerfi. Tollurinn leggur til að það verði einkvæmt hlaupandi númer og ekki lengra en sjö stafir. Ef um er að ræða innflutning einkaaðila sem ekki er skylt að vera aðili að skilakerfi, t.d. einstaklings sem væri að fá einn rauðvínskassa að gjöf erlendis frá, þá mundi innflytjandi skrá leyfiskóða og skrá UNDANÞE í tilvísunarsvæðið, sem væri yfirlýsing innflytjanda um að innflutningurinn sé undanþeginn ákvæðum um að vera aðili að skilakerfi. Framangreindar breytingar kalla á forritunarvinnu í tollakerfi, VEF-tollafgreiðslu og tollalínu og kallar á upplýsingagjöf til EDI-innflytjenda/ tollmiðlara vegna þeirra tölvukerfa. Til að einfalda tollinum framkvæmdina er eðlilegt að tollurinn hafi einnig aðgang að gagnagrunni Umhverfisstofnunar varðandi nauðsynlegar upplýsingar.
    Til að sannreyna sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum er loks í 3. mgr. gerð tillaga um að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir sé heimilt að óska eftir gögnum úr bókhaldi þeirra framleiðenda eða innflytjenda varðandi sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum sem aðild eiga að hlutaðeigandi skilakerfi. Gerð er tillaga um að löggiltur endurskoðandi staðfesti með undirskrift sinni að gögn og upplýsingar skv. 1. málsl. séu réttar. Skylt verður að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra er óskað, verði frumvarp þetta að lögum.
     Um d-lið (57. gr.).
    Í d-lið er fjallað um leyfisumsókn og skv. 1. mgr. er gerð tillaga um að áður en skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir hefji starfsemi skuli það afla leyfis Umhverfisstofnunar til að reka skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Með umsókn um leyfi ber að upplýsa um hvaða framleiðendur og innflytjendur séu aðilar að skilakerfinu, fyrirhuguð skilyrði fyrir aðgangi að skilakerfinu, hvernig fyrirhugað sé að ná markmiði um söfnun, hvar, hvernig og hvenær verði unnt að skila drykkjarvöruumbúðum, hvernig skilakerfi ætli að stuðla að því að drykkjarvöruumbúðum sé ekki hent á víðavangi, hvaða merkingar muni verða notaðar í kerfinu og loks tryggingu um fjárhagslega ábyrgð.
     Um e-lið (58. gr.).
    Um leyfisveitingu er fjallað í e-lið greinarinnar. Leyfi til rekstrar skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir skal, samkvæmt tillögu í 1. mgr., því aðeins veitt að fyrirhuguð skilyrði fyrir aðgangi að skilakerfinu séu uppfyllt. Þá er kveðið á um að veiting leyfis sé einnig háð því að umsækjandi hafi lagt fram tryggingu um fjárhagslega ábyrgð. Helstu skyldur skilakerfis eru að tryggja að drykkjarvöruumbúðaúrgangi sé safnað án gjaldtöku, ábyrgjast að úrgangurinn hljóti viðeigandi úrvinnslu og að greiða út skilagjald. Þess er krafist að skilakerfi leggi fram tryggingu fyrir að standa undir skuldbindingum sínum.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að hafi umsækjandi markaðsráðandi stöðu, sbr. ákvæði samkeppnislaga, þá skuli í leyfinu kveðið á um að hlutaðeigandi skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir tryggi jafnan aðgang allra framleiðenda og innflytjenda að skilakerfinu og að skilyrði er varða hönnun og eiginleika drykkjarvöruumbúða gildi jafnt um alla framleiðendur og innflytjendur sem eru aðilar að skilakerfinu. Með þessu er verið að tryggja að skilakerfi sem hefur markaðsráðandi stöðu tryggi jafnan aðgang allra framleiðenda og innflytjenda að skilakerfinu og útfæri skilmála varðandi hönnun og eiginleika drykkjarvöruumbúða þannig að þeir gildi jafnt um alla framleiðendur og innflytjendur sem eru aðilar að skilakerfinu. Ákvæði 1. málsl. 2. mgr. á ekki að eiga við um eigið skilakerfi eins framleiðanda og innflytjanda.
    Loks er í 3. mgr. lagt til að Umhverfisstofnun birti á heimasíðu sinni upplýsingar um þau skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir sem hafa leyfi stofnunarinnar til að reka skilakerfi og hvar móttaka og greiðsla skilagjalds fyrir drykkjarvöruumbúðir fari fram.
     Um f-lið (59. gr.).
    F-liður fjallar um skráningu framleiðenda og innflytjenda. Lagt er til að framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöru beri að skrá sig hjá Umhverfisstofnun a.m.k. 15 dögum áður en vara sem fellur undir lög þessi er sett á markað hér á landi. Þá er lagt til að skilakerfi skuli skrá þá framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru sem aðilar eru að skilakerfinu hjá Umhverfisstofnun. Með því móti þarf hver og einn framleiðandi og innflytjandi ekki að skrá sig hjá Umhverfisstofnun heldur skráir skilakerfið þá framleiðendur og innflytjendur sem eru aðilar að því skilakerfi. Enn fremur er lagt til að Umhverfisstofnun skuli halda skrá með upplýsingum um alla framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða. Mikilvægt er að hafa þessa skrá til að tryggja heildstæða yfirsýn yfir framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða og tryggja þannig að hægt sé að halda sem nákvæmasta tölfræði yfir innflutning, framleiðslu, notkun og úrvinnslu drykkjarvöruumbúða sem falla undir lögin, verði frumvarp þetta að lögum.
     Um g-lið (60. gr.).
    Í g-lið er gerð tillaga um að Umhverfisstofnun hafi eftirlit með framleiðendum og innflytjendum drykkjarvöru og starfsemi skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir. Eftirlit stofnunarinnar á skv. 1. mgr. m.a. að felast í því að fylgjast með því að framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru séu aðilar að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir, meta hvort skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir nái markmiðum um endurheimt drykkjarvöruumbúða, lágmarkshlutfall við endurvinnslu og endurnýtingu drykkjarvöruumbúða, meta hvort skilyrði leyfis séu virt sé um að ræða sameiginlegt skilakerfi sem hefur markaðsráðandi stöðu og meta hvort skilakerfi uppfylli skyldur kaflans að öðru leyti.
    Í 2. mgr. er lagt til að Umhverfisstofnun sé heimilt að óska eftir upplýsingum frá toll- og skattyfirvöldum um heildarmagn drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum drykkjarvöru vegna framleiðslu og innflutnings á drykkjarvörum í umbúðum. Þetta er nauðsynlegt til að Umhverfisstofnun geti sinnt því eftirlitshlutverki sem henni er falið skv. 1. mgr. Ákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, eiga ekki að vera því til fyrirstöðu að starfsmenn toll- og skattyfirvalda veiti Umhverfisstofnun nauðsynlegar upplýsingar.
    Uppfylli skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir ekki skyldur sínar er Umhverfisstofnun heimilt, samkvæmt tillögu í 3. mgr., að beita skilakerfi þvingunarúrræðum samkvæmt lögunum sem m.a. getur falist í sviptingu leyfis.
     Um h-lið (61. gr.).
    Skilagjald hefur verið greitt frá árinu 1989 þegar einnota drykkjarvöruumbúðum, sem falla undir lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, hefur verið skilað til Endurvinnslunnar hf. Í lögum nr. 52/1989 er kveðið á um að á innfluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum úr stáli, áli, gleri og plastefni skuli leggja skilagjald sem innheimt skal við tollafgreiðslu. Gjaldið er tiltekið í lögunum sem tiltekin upphæð án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu og kveðið á um að ráðherra skuli hækka fjárhæðina í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs frá síðustu hækkun gjaldsins. Sama gjald er lagt á drykkjarvörur sem framleiddar eru eða átappaðar hér á landi og seldar eru í sams konar umbúðum og að framan greinir. Skal greiða gjaldið samhliða vörugjaldi af innlendum drykkjarvörum.
    Í frumvarpinu er lögð til sú breyting að sett verði framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðir þannig að framleiðendur og innflytjendur sjái alfarið um innheimtu á skilagjaldi og að það verði ekki innheimt af innheimtumanni ríkissjóðs.
    Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að áfram verði greitt skilagjald þegar notuðum drykkjarvöruumbúðum er skilað og er gerð tillaga um að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skuli við móttöku á notuðum drykkjarvöruumbúðum greiða hverjum þeim sem skilar þeim, frá framleiðendum og innflytjendum sem eru aðilar að skilakerfi, skilagjald sem nema skal 15 kr. að lágmarki á hverja umbúðaeiningu. Skilakerfi getur haft þessa upphæð hærri ef það kýs svo eða þörf krefur og er eðlilegt að skilakerfi ákveði upphæðina þannig að hún haldi verðgildi sínu. Mikilvægt er talið að halda í skilagjaldið þar sem það er hvatning til að skila notuðum drykkjarvöruumbúðum og gerð er tillaga um að skilakerfi beri að greiða að lágmarki 15 kr. fyrir hverja umbúðaeiningu. Skilakerfi fær fjármagn frá framleiðendum og innflytjendum til að standa straum af greiðslu skilagjalds við móttöku drykkjarvöruumbúða. Sjái skilakerfin fram á að skilagjaldið haldi ekki verðgildi sínu og þurfi því að hækka lágmarksupphæðina til að ná betri skilum er gert ráð fyrir að skilakerfin greiði hærra skilagjald enda er ákvörðun um upphæð þess í höndum skilakerfis, verði frumvarp þetta að lögum. Skilagjald skal endurgreiða hverjum þeim sem skilar drykkjarvöruumbúðum, hvort það sem er neytandi eða fyrirtæki. Í frumvarpinu er lagt til að skilakerfi verði einungis skylt að greiða fyrir drykkjarvöruumbúðir frá framleiðendum og innflytjendum sem eru aðilar að skilakerfi. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að allmikið af drykkjarvöruumbúðum koma til Endurvinnslunnar hf. sem framleiðandi og innflytjandi hefur ekki greitt skilagjald af. Má í því samhengi nefna drykkjarvöruumbúðir sem smyglað hefur verið inn til landsins. Af þeim sökum er lagt til að skilakerfi verið einungis skylt að greiða skilagjald fyrir þær drykkjarvöruumbúðir þar sem framleiðandi og innflytjandi er aðili að skilakerfi og því staðið skil á greiðslum til skilakerfisins. Mikilvægt er að tryggja að endurgreiðsla skilagjalds verði einföld fyrir þá sem fá það endurgreitt. Nánari ákvæði um endurgreiðslu skilagjaldsins verður heimilt að setja í reglugerð sem sett yrði skv. b-lið j-liðar frumvarpsgreinarinnar (63. gr.). Gert er ráð fyrir að í reglugerð verði m.a. hægt að fjalla um fyrirkomulag á endurgreiðslu skilagjaldsins.
     Um i-lið (62. gr.).
    Í i-lið er fjallað um gjaldtöku Umhverfisstofnunar og er gerð tillaga um að Umhverfisstofnun sé heimilt að innheimta þjónustugjald fyrir útgáfu leyfis til handa skilakerfum, sbr. e-lið (58. gr.), skráningu framleiðenda og innflytjenda, sbr. f-lið (59. gr.), sem og eftirlit með skilakerfum, sbr. g-lið (60. gr.). Lagt er til að ráðherra setji, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnunarinnar vegna drykkjarvöruumbúðaúrgangs og skal upphæð gjalds taka mið af kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla laganna, verði frumvarp þetta að lögum.
     Um j-lið (63. gr.).
    Í greininni er að finna tillögur að reglugerðarheimildum til handa ráðherra. Umhverfisstofnun skal vinna tillögu að reglugerð um drykkjarvöruumbúðir og leita við þá vinnu umsagnar hjá starfandi skilakerfum fyrir drykkjarvöruumbúðir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi haghöfum, svo sem Samtökum atvinnulífsins. Í greininni eru talin upp í níu stafliðum þau atriði sem lagt er til að heimilt verði að setja reglugerðir um.
    Í a-lið er lagt til að heimilt verði að tilgreina í reglugerð þau tollskrárnúmer drykkjarvöruumbúða sem rétt þykir að falli ekki undir lögin, verði frumvarp þetta að lögum. Gert er ráð fyrir að ráðherra hafi heimild til að undanskilja umbúðir tiltekinna drykkjarvara undan gildissviði laganna. Að öðru leyti er vísað til umfjöllunar um a-lið 30. gr. frumvarpsins.
    Í b-lið er sett heimild til að fjalla um framkvæmd endurgreiðslu skilagjaldsins í reglugerð, sbr. h-lið frumvarpsgreinarinnar (61. gr.), verði frumvarp þetta að lögum.
    Í c-lið er að finna heimild til að setja í reglugerð nánari skilyrði fyrir leyfi til reksturs skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir.
    Í d-lið er kveðið á um að heimilt sé að setja frekari ákvæði í reglugerð um rekstur og stjórnun skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir, svo og eftirlit með þeim og jafnan aðgang innflytjenda og framleiðenda að skilakerfum.
    Í e-lið er sett heimild til að í reglugerð verði fjallað um gerð og efnisval drykkjarvöruumbúða. Mikilvægt er að drykkjarvöruumbúðir sem settar eru á markað séu úr efnum sem eru endurvinnanleg og einnig að umbúðir séu ekki settar saman úr efnum á þann veg að torvelt sé að endurnýta þær.
    Í f-lið er kveðið á um að heimilt verði í reglugerð að gera kröfur um meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða og móttökuskilyrði. Þetta er mikilvægt þar sem tryggja verður að meðhöndlun úrgangsins sé í lagi út frá hollustuháttasjónarmiðum og valdi ekki mengun. Eins má hugsa sér að sett verði skilyrði um hvernig beri að skila drykkjarvöruumbúðum, t.d. varðandi vélvædda móttöku þar sem mikilvægt er að umbúðir og merkingar á þeim séu heilar.
    Í g-lið er fjallað um skyldu framleiðanda og innflytjanda til að merkja drykkjarvöruumbúðir. Gert er ráð fyrir að gerð verði krafa um það í reglugerð að á umbúðum eða merkimiða á umbúðum verði upplýsingar um að um endurvinnanlegar umbúðir sé að ræða sem beri skilagjald. Einnig þarf að gera kröfur um að fram komi upplýsingar um úr hvaða efni umbúðir eru. Þá þarf í reglugerð að gera kröfu um að strikamerkingar eða sambærilegar merkingar skuli vera á umbúðum þar sem strikamerkingar eru t.d. forsenda þess að hægt sé að nota vélar til að taka á móti, flokka og telja drykkjarvöruumbúðir.
    Í h-lið er heimild til að setja í reglugerð lágmarksmarkmið um endurheimt drykkjarvöruumbúða, endurnýtingu og endurnotkun þeirra, sem skilakerfi ber að ná árlega, svo og hlutverk Umhverfisstofnunar til að hafa eftirlit með því að sett markmið náist.
    Í i-lið er ákvæði um að heimilt verði að fjalla í reglugerð um tryggingu um fjárhagslega ábyrgð fyrir skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir.
     Um k-lið (64. gr.).
    Í k-lið er lagt til að framleiðsla, söfnun og flutningur spilliefna, sem og geymsla þeirra og meðhöndlun, skuli vera með þeim hætti að vernd heilbrigðis manna og umhverfis sé tryggð. Jafnframt er lagt bann við að spilliefnum og umbúðum þeirra sé blandað saman við önnur spilliefni eða annan úrgang, efni eða efnivið. Framangreint bann tekur ekki til fyrirtækja sem hafa starfsleyfi til að meðhöndla spilliefni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þá er lagt til að ráðherra sé heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um þessa grein. Sambærilegt ákvæði er að finna í reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
    Greinin er sett til innleiðingar á 17. og 18. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
     Um l-lið (65. gr.).
    Í l-lið er kveðið á um skyldu til að setja spilliefni í viðeigandi umbúðir og merkja þau á viðeigandi hátt við söfnun, flutning og tímabundna geymslu þeirra. Jafnframt er lagt til að spilliefnum fylgi við flutning þeirra tiltekið auðkennisskírteini þar sem fram koma m.a. helstu upplýsingar um spilliefnin. Þá er lagt til að ráðherra sé heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um þessa grein. Sambærilegt ákvæði er að finna í reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
    Greinin er sett til innleiðingar á 19. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
     Um m-lið (66. gr.).
    Í m-lið er lagt til að handhafi spilliefna skuli halda skrár um magn og gerð spilliefna og tilgreina ráðstöfun þeirra. Jafnframt að allar færslur skuli varðveittar í a.m.k. þrjú ár og að eftirlitsaðilar skuli hafa aðgang að þeim. Þá er lagt til að ráðherra sé heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um þessa grein. Sambærilegt ákvæði er að finna í reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
    Greinin er sett til innleiðingar á 35. gr. tilskipunar 2008/98/EB.
     Um n-lið (67. gr.).
    Í n-lið er lagt til að lífrænn úrgangur skuli meðhöndlaður með hliðsjón af forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs og að meðhöndlun hans skuli vera í samræmi við markmið laganna, einkum með því að úrgangur sé notaður t.d. í moltugerð, gasvinnslu eða sem áburður. Í greininni er einnig lagt til að sveitarstjórnir skuli bera ábyrgð á að ná tölulegum markmiðum varðandi lífrænan úrgang á sínu svæði. Það er gert til að árétta að hvert og eitt sveitarfélag þarf að leggja sitt af mörkum til að ná þeim markmiðum sem sett verða. Þá er lagt til að ráðherra sé heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um þessa grein.
    Greinin er sett til innleiðingar á 22. gr. tilskipunar 2008/98/EB.

Um 35. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 48. gr. laganna.
    Í a-lið er lagt til að í stað orðanna „raf- og rafeindatækjaúrgang“ komi „drykkjarvöruumbúðir“. Ástæða þess er sú að með frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að hugtakið skilakerfi raf- og rafeindatækja verði notað og því eðlilegt að þau orð falli brott. Hins vegar er gert ráð fyrir að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir verði starfrækt og því eðlilegt að Umhverfisstofnun hafi þetta úrræði vegna þeirra.
    Í b-lið er lagt til að Umhverfisstofnun verði heimilt að takmarka markaðssetningu drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir þessi lög ef framleiðandi eða innflytjandi þeirra er ekki aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Þá er tekið fram að í þessu felist m.a. að Umhverfisstofnun geti tekið úr sölu eða dreifingu drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum þar til framleiðandi eða innflytjandi þeirra hefur gerst aðili að skilakerfi. Hér er lagt til að Umhverfisstofnun fái úrræði til að grípa til ef framleiðandi og innflytjandi hefur markaðssett vöru sína án þess að gerast aðili að skilakerfi.

Um 36. gr.

    Í greininni er lagt til að heimilt verði að vísa ágreiningi um ákvarðanir Umhverfisstofnunar varðandi framleiðendur og innflytjendur drykkjarvara eða skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir til úrskurðar ráðherra.

Um 37. gr.

    Í greininni er gerð grein fyrir því að frumvarpi þessu er ætlað að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana. Þá er lagt til að tilgreint verði í lögunum með skýrum hætti hvaða gerðir hafa verið innleiddar með lögunum og í því skyni bætt við nýju ákvæði við lögin þar sem þessar gerðir eru tilgreindar.

Um 38. gr.

    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. júlí 2014. Lög nr. 52/1989 falli úr gildi frá og með 1. janúar 2015. Jafnframt öðlist 3. mgr. f-liðar 5. gr. ekki gildi fyrr en 1. janúar 2015. Gera verður ráð fyrir að einhvern tíma þurfi til þess að koma á sérstakri söfnun á þeim úrgangsflokkum sem þar eru taldir upp.

Um 39. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.
    Í a-lið er lagt til að úrvinnslugjald sem lagt er á raf- og rafeindatæki skuli standa undir greiðslum við að ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun úrgangsins. Hér er lagt til að sama fyrirkomulag gildi um raf- og rafeindatæki og verið hefur varðandi pappa-, pappírs- og plastumbúðir hjá Úrvinnslusjóði.
    Í b-lið er lagt til að fjárhæð úrvinnslugjalds vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs skuli taka mið af áætlun Úrvinnslusjóðs um þær greiðslur sem bjóða þarf til að ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun úrgangsins svo og greiðslur vegna flutnings raf- og rafeindatækjaúrgangs innan lands. Hér er einnig lagt til að sama fyrirkomulag gildi um raf- og rafeindatæki og verið hefur varðandi pappa-, pappírs- og plastumbúðir hjá Úrvinnslusjóði.
    Í c-lið er lagt til að orðin „og um skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðum með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plastefnum“ í 5. mgr. 7. gr. a laganna falli brott. Með lögum nr. 58/2011, um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, voru gerðar breytingar á lögum nr. 162/2002 hvað varðar einnota drykkjarvöruumbúðir. Við þá breytingu fórst fyrir að fella framangreind orð úr 7. gr. a laganna og því er lagt til að þessi orð verði felld brott.
    Í d-lið er lagt til að nýjum tölulið verði bætt við 1. mgr. 8. gr. laganna. Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að úrvinnslugjald verði lagt á raf- og rafeindatæki og er 1. mgr. 8. gr. laganna breytt til samræmis við það.
    Í e-lið er lagt til að bætt verði við 2. málsl. 5. mgr. 8. gr. laganna að framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma skuli fjármagna upplýsingagjöf og rekstur skráningarkerfis samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs. Það er gert til þess að árétta að upphæð úrvinnslugjalds skuli ná einnig til þessara þátta, sbr. lög um meðhöndlun úrgangs.
    Í f-lið er lagt til að 3. málsl. 5. mgr. 8. gr. laganna falli brott. Í framkvæmd hefur ekki verið ljóst hvernig túlka beri þennan málslið með skýrum hætti. Til að skýra betur framkvæmdina er lagt til að hann falli brott. Framleiðendur og innflytjendur þurfa að greiða úrvinnslugjald af rafhlöðum og rafgeymum. Jafnframt ber þeim skylda til að skrá sig í skráningarkerfi og gefa tilteknar upplýsingar. Úrvinnslusjóður sér um að rafhlöðum og rafgeymum sé safnað og þau verði meðhöndluð á viðeigandi hátt með ráðstöfun á úrvinnslugjaldi sem lagt er á vörurnar.
    Í g-lið er lagt til að tveimur nýjum málsgreinum verði bætt við 8. gr. laganna. Lagt er til að fyrri málsgreininni verði bætt við lögin til að tryggja samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs. Með síðari málsgreininni er lagt til að framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja, einum sér eða í samvinnu við aðra framleiðendur og innflytjendur, verði heimilt að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa úrganginum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og geta viðkomandi framleiðendur og innflytjendur þá fengið álagt úrvinnslugjald endurgreitt, að frátöldu gjaldi vegna skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar, í hlutfalli við ráðstafað magn af raf- og rafeindatækjaúrgangi, enda hafi þeir sýnt fram á að þeir hafi safnað úrgangi um allt land og ráðstafað úrganginum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Tilskipun 2002/96/EB um raf- og rafeindatækjaúrgang sem innleidd var með lögum um meðhöndlun úrgangs kveður á um að framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja skuli vera heimilt að starfrækja eigið skilakerfi eða vera aðilar að sameiginlegu skilakerfi framleiðenda og innflytjenda, sbr. c-lið 2. tölul. 5. gr. tilskipunar 2002/96/EB. Í ljósi þess er hér kveðið á um að framleiðendur og innflytjendur sem kjósi, einir sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, að setja upp kerfi sem safni raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafi úrganginum með viðeigandi hætti verði það heimilt. Þeir framleiðendur og innflytjendur þurfi þó að greiða úrvinnslugjald af sínum raf- og rafeindatækjum en geti fengið það endurgreitt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gert er ráð fyrir að þessir framleiðendur þurfi að safna úrgangi um allt land og sýna fram á að hafa ráðstafað úrganginum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. ráðstafað honum til viðurkennds endurvinnsluaðila. Þegar átt er við söfnun um allt land þarf kerfið að tryggja að lágmarki söfnun frá höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. Framleiðendur og innflytjendur sem kjósa að fara þessa leið þurfa að starfa í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, svo sem að afla sér starfsleyfis og/eða tryggja að aðilar sem starfa á þeirra vegum afli sér starfsleyfis. Þá er gert ráð fyrir að þeir fái endurgreitt í hlutfalli við ráðstafað magn raf- og rafeindatækjaúrgangs. Hafi framleiðandi og innflytjandi markaðssett og greitt úrvinnslugjald af 500 tonnum af þvottavélum en safnað og ráðstafað 350 tonnum af þvottavélum fær hann endurgreitt sem samsvarar gjaldi af 350 tonnum af þvottavélum.
    Í h-lið er lagt til að nýrri grein verði bætt við lögin. Um er að ræða útfærslu á endurgreiðslu úrvinnslugjalds til framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja sem hefur, einn sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, ákveðið að setja á fót kerfi sem safnar raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum með viðeigandi hætti. Ákvæðið er byggt á 10. gr. a laganna. Þar er lagt til að framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja sem hefur, einn sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, ákveðið að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum með viðeigandi hætti geti fengið álagt úrvinnslugjald endurgreitt, að frátöldu gjaldi fyrir skráningarkerfi og eftirlit Umhverfisstofnunar, í hlutfalli við ráðstafað magn af raf- og rafeindatækjaúrgangi af sömu tegund vöru sem úrvinnslugjald hefur verið greitt af. Hér er lagt til grundvallar að endurgreiðsla úrvinnslugjalds verði gerð upp eftir sérhverju tollskrárnúmeri. Aðili sem óskar eftir endurgreiðslu verður að sýna fram á að hafa safnað og ráðstafað tilteknu magni á viðkomandi tollskrárnúmeri sem og að hafa greitt úrvinnslugjald á grundvelli sama tollskrárnúmers til þess að eiga rétt á endurgreiðslu. Þá er lagt til að aðili sem óskar eftir endurgreiðslu skuli tilgreina í sérstakri skýrslu til ríkisskattstjóra um magn vöru og fjárhæð þess úrvinnslugjalds sem sannanlega hefur verið greitt af viðkomandi vöru og magn raf- og rafeindatækjaúrgangs sem safnað hefur verið og hvar honum var safnað, sem og magn ráðstafaðs raf- og rafeindatækjaúrgangs og staðfestingu á ráðstöfuninni. Aðili sem óskar eftir endurgreiðslu þarf að skila framangreindum upplýsingum og ef um fleiri en eina tegund raf- og rafeindatækja er að ræða þurfa upplýsingarnar að vera sundurgreindar eftir tollskrárnúmerum enda er endurgreiðslan gerð eftir sérhverju tollskrárnúmeri. Til dæmis þarf að fylgja staðfesting á leyfi Umhverfisstofnunar til útflutnings, ef um er að ræða útflutning á raf- og rafeindatækjaúrgangi til endurvinnslu, og staðfestingu á ráðstöfun úrgangsins eftir tollskrárnúmerum frá endurvinnsluaðilanum. Enn fremur er lagt til að skýrslu skuli skilað eigi síðar en 15 dögum fyrir gjalddaga úrvinnslugjalds og að endurgreiðsla skuli fara fram á gjalddaga, enda hafi úrvinnslugjald vegna viðkomandi tímabils verið greitt. Þá er lagt til að fjárhæð sem sótt er um endurgreiðslu á hverju sinni skuli vera að lágmarki 10.000 kr.
    Í i-lið er bætt við 3. mgr. 15. gr. varðandi hlutverk Úrvinnslusjóðs, að honum beri að ná tölulegum markmiðum sem sett verða um raf- og rafeindatækjaúrgang.
    Í j-lið er lagt til að 2. mgr. 19. gr. laganna verði felld brott. Þar segir að ríkissjóður skuli gæta þess að Úrvinnslusjóður hafi nægilegt laust fé til ráðstöfunar til að standa við skuldbindingar sínar. Framleiðendaábyrgð raf- og rafeindatækja byggist á því að framleiðendur og innflytjendur skuli fjármagna söfnun og ráðstöfun raf- og rafeindatækjaúrgangs. Það samræmist því ekki forsendum framleiðendaábyrgðar að ríkissjóður hlaupi undir bagga með Úrvinnslusjóði skorti hann fé. Nærtækast er að úrvinnslugjald á raf- og rafeindatæki taki mið af því að sveiflur verði á útgjöldum sjóðsins vegna úrgangsins og að til sé sjóður til að mæta þeim sveiflum. Af þeim sökum er lagt til að ríkisábyrgð á Úrvinnslusjóð verði aflögð.
    Í k-lið er lagt til að ráðherra hafi heimild að fengnum tillögum Úrvinnslusjóðs til að setja reglugerð um hvernig standa skuli að greiðslum til að ná þeim tölulegu markmiðum sem sett eru um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs, endurgreiðslur vegna útflutnings raf- og rafeindatækja og endurgreiðslur til framleiðanda eða innflytjanda sem, einn sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, hefur ákveðið að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum með viðeigandi hætti.

Um ákvæði til bráðabirgða.

    Í ákvæðinu er lagt til að fyrsta almenna stefna um úrgangsforvarnir skuli vera gefin út fyrir 1. janúar 2015.Fylgiskjal I.


Umhverfis- og auðlindaráðuneyti:

Mat á áhrifum frumvarpsins á fjárhag sveitarfélaga
skv. 129. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

    Metin hafa verið áhrif frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, með síðari breytingum, á fjárhag sveitarfélaga, sbr. 129. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, hvað varðar innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana og framleiðendaábyrgð á rafhlöðum og rafgeymum, raf- og rafeindatækjum og drykkjarvöruumbúðum, og því samfara nauðsynlegar breytingar á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald. Einnig er lagt til að lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, verði felld úr gildi.
    Í frumvarpinu er lögð til breyting á áætlanagerð ríkis og sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs og gert ráð fyrir að ráðherra gefi út almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs til 12 ára í senn, ásamt stefnu um úrgangsforvarnir, og að svæðisáætlanir sveitarfélaga komi í stað landsáætlunar ráðherra um meðhöndlun úrgangs en svæðisáætlanir skulu fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir. Sveitarfélög skulu annast gerð upplýsingaefnis um meðferð úrgangs í sveitarfélaginu.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að sett verði töluleg markmið eða viðmiðanir í reglugerð, svo sem hvað varðar endurvinnslu og nýtingu, en í því sambandi má nefna að samkvæmt tilskipun 2008/98/EB skulu að lágmarki 50% af heildarþyngd heimilisúrgangs, og mögulega úrgangs frá öðrum líkum uppsprettum, vera undirbúin fyrir endurnotkun og endurunnin fyrir árið 2020. Gert er ráð fyrir að framangreind markmið verði sett í reglugerð þegar frumvarpið hefur orðið að lögum. Ljóst er að markmiðin munu leiða til breytinga á söfnun og ráðstöfun úrgangs í sveitarfélögum og hafa í för með sér kostnaðaráhrif sem verða metin við setningu slíkrar reglugerðar.
    Að mati ráðuneytisins þurfa sveitarfélögin að breyta fyrirkomulagi við söfnun og ráðstöfun úrgangs þegar framangreind markmið verða sett í reglugerð og þurfa þau í því samhengi að ráðast í fjárfestingar sem geta verið verulegar í einhverjum tilvikum. Í því samhengi má nefna að á grundvelli gildandi laga um meðhöndlun úrgangs hafa verið sett markmið í 5. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs þar sem sett er fram markmið um að lífrænn heimilisúrgangur sem berst til urðunarstaða hafi, miðað við þann lífræna heimilisúrgang sem féll til árið 1995, minnkað eigi síðar en 1. janúar 2009 niður í 75% af heildarmagni, eigi síðar en 1. júlí 2013 niður í 50% af heildarmagni og eigi síðar en 1. júlí 2020 niður í 35% af heildarmagni. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er áætlað magn lífræns úrgangs sem þarf að endurvinna, þannig að tölulegum markmiðum samkvæmt reglugerð um meðhöndlun úrgangs sé náð, áætlað um 60.000 tonn á ári en þar af er nú þegar verið að endurvinna um 15.000 tonn. Þannig þarf að auka magn endurvinnslu lífræns úrgangs um 45.000 tonn á næstu árum en jafnframt má vænta þess að töluleg markmið sem sett verða á grundvelli laganna gangi lengra en gildandi reglugerð. Í því sambandi má m.a. hafa hliðsjón af markmiðum sem sett voru fram í landsáætlun um úrgang sem gefin var út í apríl 2013 og fyrrgreindum markmiðum í tilskipun 2008/98/EB sem verða sett fram í reglugerð þegar frumvarpið er orðið að lögum. Líklegast er að sveitarfélög velji moltu- eða gasgerð sem endurvinnslukost en fjárfestingarkostnaður í endurvinnslubúnaði er af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga að lágmarki áætlaður um 3 til 4 milljarðar kr. og árlegur rekstrarkostnaður um 400–500 m.kr. Tekið er fram að að stærstum hluta er um að ræða kostnað sem fellur á sveitarfélögin vegna núgildandi laga.
    Annar kostnaður sveitarfélaga vegna frumvarpsins kemur einkum til vegna ákvæða um sérstaka söfnun á a.m.k. pappír, málmum, plasti og gleri við íbúðarhús í þéttbýli. Sveitarfélög á Íslandi eru mislangt komin í því að bjóða íbúum upp á flokkun við íbúðarhús í þéttbýli. Um mismunandi útfærslur getur verið að ræða og kostnaður þannig ólíkur eftir sveitarfélögum. Þá getur verið um að ræða eins skiptis kostnað hjá sveitarfélögum vegna breytinga sem gera þarf á skipulagi sorphirðu vegna ákvæða um sérstaka söfnun. Óumdeilt er að ákvæði um sérstaka söfnun hefur í för með sér kostnaðaráhrif á sveitarfélög. Aftur á móti er erfitt að leggja mat á þann kostnað með nákvæmum hætti eins og sakir standa. Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að upplýsingaöflun um kostnað við söfnun og meðhöndlun úrgangs hjá sveitarfélögum sem getur orðið grunnur að betri áætlun um kostnaðaráhrif sem frumvarpið hefur í för með sér. Samband íslenskra sveitarfélaga mun kynna samantekt sína fyrir Alþingi í tengslum við umsögn þess um frumvarpið.
    Á móti kostnaðarauka vegna sérstakrar söfnunar tilgreindra úrgangsflokka má gera ráð fyrir að minna magn úrgangs fari í urðun og brennslu, sem hefur áhrif til kostnaðarlækkunar þessara rekstrarþátta. Sveitarfélög skulu samkvæmt frumvarpinu innheimta sérstakt gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs og má gera ráð fyrir að kostnaðarauki sveitarfélaga lendi á íbúum og fyrirtækjum í formi hærri sorpgjalda. Er því fyrirsjáanlegt að í mörgum sveitarfélögum muni gjald vegna meðhöndlunar úrgangs hækka umtalsvert.
    Einnig kann kostnaður að falla til hjá sveitarfélögum vegna ákvæða um móttöku á raf- og rafeindaúrgangi en á móti kemur að úrvinnslugjald á að standa undir söfnun og ráðstöfnun úrgangsins. Sveitarfélög skulu jafnframt veita almenningi leiðbeiningar um hvernig beri að flokka raf- og rafeindaúrgang og skila honum til söfnunarstöðva auk þess að upplýsa um að raf- og rafeindaúrgangur megi ekki fara með öðrum úrgangi. Þessa upplýsingaskyldu geta sveitarfélögin uppfyllt með ýmsu móti og þarf hún ekki endilega að hafa kostnaðarauka í för með sér fyrir einstök sveitarfélög.
    Við setningu núgildandi laga nr. 55/2003 var kveðið á um að starfrækt skyldi á vegum umhverfisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga samráðsnefnd til ársins 2010 sem hefði m.a. það hlutverk að meta þann kostnað sem hlytist af því að ná fram markmiðum laganna. Nefndin skilaði tveimur skýrslum en ekki voru metin heildarkostnaðaráhrif laganna og reglugerða sem settar voru á grundvelli þeirra.
    Samantekin niðurstaða ráðuneytisins er sú að verði frumvarpið að lögum þurfa sveitarfélög að breyta fyrirkomulagi við söfnun og meðhöndlun úrgangs og þurfa í því samhengi að ráðast í fjárfestingar umfram það sem núgildandi löggjöf kallar á. Umfang þeirra fjárfestinga veltur þó á því hvernig töluleg markmið verða útfærð í reglugerð. Einnig munu sveitarfélögin verða fyrir umtalsverðum kostnaði við það að taka upp sérstaka söfnun við heimili í þéttbýli þótt sá kostnaður verði breytilegur eftir því hvaða útfærsla söfnunar er valin. Þó ber að hafa í huga að allmörg sveitarfélög hafa þegar ráðist í endurskipulagningu á sorphirðu og meðhöndlun úrgangs og mun kostnaðarauki þeirra sveitarfélaga verða minni af þeim sökum. Sveitarfélögin geta mætt útgjaldaaukningu með því að hækka sorpgjöld en samkvæmt frumvarpinu skulu sveitarfélög innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs.
    Kostnaðarumsögn þessi hefur verið unnin í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og gerir sambandið ekki athugasemdir við niðurstöðuna.Fylgiskjal II.


Fjármála- og efnahagsráðuneyti,
skrifstofa opinberra fjármála:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003,
um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2008/98/EB, rafhlöður og rafgeymar, raf- og rafeindatæki, drykkjarvöruumbúðir).

    Meginefni þessa frumvarps er innleiðing á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/ EB, um úrgang og niðurfellingu tiltekinna tilskipana, sem felld var inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið 1. júlí 2011. Meginefni tilskipunarinnar, sem kemur í stað þriggja eldri tilskipana um úrgang, er verndun umhverfis og heilsu manna með því að draga úr eða koma í veg fyrir óæskileg áhrif af myndun og meðhöndlun úrgangs. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á núgildandi lögum sem einkum hafa áhrif á starfsemi og ábyrgð Umhverfisstofnunar, Úrvinnslusjóðs, Endurvinnslunnar hf. og sveitarfélaga og framleiðenda og innflytjenda á rafhlöðum og rafgeymum, raf- og rafeindatækjum og drykkjarvöruumbúðum.
    Í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar er í frumvarpinu gert ráð fyrir að ráðherra gefi út, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, almenna stefnumörkun um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir sem skulu gilda fyrir landið allt og til tólf ára í senn. Þegar eru til staðar sambærileg ákvæði í núgildandi lögum um stefnumörkun varðandi meðhöndlun úrgangs þótt ekki sé þar tekið sérstaklega fram með beinum orðum að móta skuli sérstaka stefnu varðandi forvarnir gegn myndun úrgangs. Hins vegar er kveðið á um í núgildandi lögum að eitt af markmiðum áætlunarinnar um meðhöndlun úrgangs sé að draga markvisst úr myndun úrgangs. Þá er að auki lagt til í frumvarpinu að ráðherra gefi ekki út sérstaka landsáætlun um meðhöndlun úrgangs heldur taki svæðisáætlanir sveitarfélaga við hlutverki hennar. Hér verður því ekki séð að um sé að ræða ný kostnaðaraukandi verkefni fyrir Umhverfisstofnun eða umhverfis- og auðlindaráðuneytið svo að nokkru nemi.
    Kveðið er á um það í frumvarpinu að stjórnvöld annist fræðslu um úrgangsmál. Lagt er til að Umhverfisstofnun sjái um gerð fræðsluefnis, upplýsi og fræði almenning um úrgangsstjórnun í samráði við sveitarfélög, Úrvinnslusjóð, þau sem bera framleiðendaábyrgð og aðra eftir því sem við á. Sveitarstjórnum er þó ætlað að annast gerð upplýsingaefnis um meðferð úrgangs í sveitarfélögum. Má því gera ráð fyrir að samstarf og kostnaðarskipting verði milli aðila varðandi slík fræðslu- og kynningarmál sem Umhverfisstofnun hefur einkum haft með höndum af hálfu ríkisins á umliðnum árum ásamt Úrvinnslusjóði. Bæði stofnunin og sjóðurinn hafa staðið fyrir útgáfu á ýmsu slíku fræðsluefni varðandi þessi málefni og önnur þeim tengd en vera má að þau útgjöld aukist verði lögð meiri áhersla á slíka kynningu og ef talið verður svigrúm til þess.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útfærslu framleiðendaábyrgðar rafhlaðna og rafgeyma. Kveðið er á um nýtt hlutverk Umhverfisstofnunar varðandi skráningu og eftirlit með innflytjendum og framleiðendum rafhlaðna og rafgeyma en samkvæmt núgildandi lögum er slík skráning á hendi Úrvinnslusjóðs. Umhverfisstofnun hefur þegar komið upp slíku skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja og er stofnunin því í stakk búin til að taka við verkefninu og talið er hagkvæmara að sama stofnun haldi utan um bæði skráningarkerfi. Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði stofnunarinnar vegna þessa svo að teljandi sé en gert er ráð fyrir að framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma verði gert skylt að skrá sig í skráningarkerfið og greiði fyrir rekstur á því samkvæmt gjaldskrá sem ákveðin er af ráðherra og skal upphæð gjalda nema kostnaði við veitta þjónustu.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á framleiðendaábyrgð raf- og rafeindatækja. Framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja skulu kosta geymslu slíks úrgangs á söfnunarstöðvum sveitarfélaga og tryggja söfnun hans og móttöku alls staðar á landinu og að hann verði meðhöndlaður af atvinnurekstri með gilt starfsleyfi. Með frumvarpinu er jafnframt gert ráð fyrir að stýrinefnd raf- og rafeindatækjaúrgangs verði lögð niður. Af þeim sökum er lagt til að eftirlitshlutverk stýrinefndar færist til Umhverfisstofnunar. Lagt er til að úrvinnslugjald verði lagt á raf- og rafeindatæki og að Úrvinnslusjóður safni upplýsingum um magn raf- og rafeindatækja sem sett er á markað og skili þeim til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið ár. Þá verði sjóðnum ætlað að ná tölulegum markmiðum um söfnun og förgun úrgangsins. Gert er ráð fyrir að framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja verði heimilt, einum sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum með viðeigandi hætti. Lagt er til að viðkomandi geti fengið álagt úrvinnslugjald endurgreitt í hlutfalli við safnað og ráðstafað magn að frádregnu gjaldi vegna skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar. Samkvæmt áætlunum Úrvinnslusjóðs er gert ráð fyrir að nú nemi skil á raf- og rafeindatækjum um 23% en stefnt verður að því að fyrir árið 2016 verði skilin komin upp í 45% og að álagning úrvinnslugjalds muni nema frá 117–124 m.kr. á sama tímabili. Samkvæmt lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, skulu tekjur af úrvinnslugjaldi standa undir kostnaði við förgun eða endurvinnslu viðkomandi vöruflokks. Því má gera ráð fyrir auknum rekstrarumsvifum Úrvinnslusjóðs sem nemur álagningu gjaldsins en að rekstrarafkoma hans haldist að öðru leyti óbreytt.
    Í frumvarpinu er kveðið á um framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðum úr áli, gleri, plasti og stáli. Megináhrif frumvarpsins á tekjur og gjöld ríkissjóðs eru þau að samhliða upptöku framleiðendaábyrgðar munu framleiðendur og innflytjendur sjá alfarið um innheimtu á skilagjaldi drykkjarvöruumbúða í stað þess að það hefur verið á hendi ríkisins og færst í reikninga ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir að skilakerfið fái fjármagn frá framleiðendum og innflytjendum til að standa straum af greiðslu skilagjalds við móttöku drykkjarvöruumbúða. Þar af leiðir að ríkið mun hætta álagningu og innheimtu skilagjalds og umsýsluþóknunar á umbúðirnar og munu þessar ríkistekjur þar með falla niður. Framlag ríkissjóðs til Endurvinnslunnar hf., sem fjármagnað hefur verið með þessum tekjum, fellur sömuleiðis niður á útgjaldahlið. Breytt fyrirkomulag þessara mála hefur því einungis áhrif á rekstrarumfang ríkissjóðs en ekki afkomu. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er þetta umfang áætlað 1.740 m.kr. Gert er ráð fyrir að Umhverfisstofnun veiti leyfi til rekstrar skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir, hafi eftirlit með starfsemi skilakerfa og verði heimilt að innheimta gjald fyrir hvort tveggja. Skal upphæð gjalds taka mið af kostnaði við veitta þjónustu. Hins vegar verður ólíklegt að telja að skilakerfum fjölgi og er þar af leiðandi ekki gert ráð fyrir mikilli vinnu Umhverfisstofnunar þeim tengdri eða tekjum vegna gjaldtökunnar. Eigið fé Endurvinnslunnar hf. nemur um 768 m.kr. samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2012. Eignarhlutur ríkissjóðs er 17,8% og hlutur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins er 20%. Óvíst er hvaða áhrif lögfesting frumvarpsins hefur á rekstur og umsvif Endurvinnslunnar hf. Ekki liggja fyrir áform um sölu á eignarhlut ríkisins.
    Samkvæmt gildistökuákvæði frumvarpsins öðlast það gildi 1. júlí 2014. Jafnframt falli úr gildi 1. janúar 2015 lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvöru.
    Telja má að lögfesting frumvarpsins geti haft töluverð áhrif á kostnað sveitarfélaga í einhverjum tilvikum en á móti kemur að gert er ráð fyrir gjaldtöku vegna hans og því ættu ákvæðin ekki að hafa áhrif á fjárhagsafkomu sveitarfélaga. Hins vegar hefur fullunnin kostnaðargreining ekki farið fram á þessu stigi og því eru ennþá óvissuþættir til staðar. Fjallað er um áhrif á fjárhag sveitarfélaga í annarri umsögn en fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki lagt mat á þær áætlanir. Í frumvarpinu eru ákvæði um sérstaka söfnun sveitarfélaga á pappír, málmum, plasti og gleri við íbúðarhús í þéttbýli og skulu þau innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Ekki liggur fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hversu mikill kostnaður mun falla til hjá sveitarfélögum og hversu miklar gjaldskrárhækkanir munu lenda á íbúum og fyrirtækjum í formi hærri sorpgjalda. Sá kostnaður verður mismunandi eftir sveitarfélögum þar sem þau eru mislangt komin í því að bjóða íbúum upp á flokkun auk þess sem kostnaður mun ráðast af útfærslu. Þá er vakin athygli á að samkvæmt mati umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á áhrifum frumvarpsins á fjárhag sveitarfélaga er talið að ákvæði í núgildandi lögum gæti kallað á fjárfestingu í endurvinnslubúnaði, svo sem moltu- eða gasgerð, fyrir að lágmarki 3–4 mia.kr. auk 400–500 m.kr. árlegs rekstrarkostnaðar. Þessi kostnaður fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin vegna ákvæða sem þegar hafa verið lögfest en þetta frumvarp hefur ekki áhrif á. Eftir er að kostnaðarmeta áhrif af tölulegum markmiðum sem setja á í reglugerð.
    Hér er eingöngu fjallað um áhrif áformaðrar lagasetningar á fjárhag ríkissjóðs. Meginniðurstaðan er sú að lögfesting frumvarpsins leiði til þess að árlegar tekjur og útgjöld ríkisins í fjárlögum og ríkisreikningi í tengslum við lið Endurvinnslunnar hf. falli niður en þær eru áætlaðar um 1,7 mia.kr. árið 2014. Í staðinn verði tekin upp framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðum en það kerfi verður rekið utan ríkisstarfseminnar. Hins vegar er óvíst um áhrif lögfestingar frumvarpsins á eignarhlut ríkisins í Endurvinnslunni hf. Að lokum má nefna að gert er ráð fyrir að rekstrarumsvif Úrvinnslusjóðs aukist vegna álagningar úrvinnslugjalds á raf- og rafeindatæki, sem áætlað er að nemi 117 m.kr. fyrsta heila árið en 124 m.kr. árið 2016, gangi áætlun sjóðsins eftir. Ofangreindar breytingar ættu að hafa jafn mikil áhrif á tekju- og gjaldahlið ríkissjóðs og ætti afkoma hans því að verða óbreytt verði frumvarpið að lögum.