Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 138. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 301  —  138. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 103/1994, um jöfnun á flutningskostnaði
olíuvara, með síðari breytingum (umsýslustofnun).

(Eftir 2. umræðu, 4. desember.)


1. gr.


    Í stað orðsins „Neytendastofa“ í 2. mgr. 2. gr. og 7. gr. og orðsins „Neytendastofu“ í 3. málsl. 6. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Byggðastofnun.

2. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki eru greidd laun fyrir setu í stjórn sjóðsins.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2014.