Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 4. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 309  —  4. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um stimpilgjald.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Við 4. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                     Stimpilgjald af gjaldskyldu skjali sem kveður á um eignaryfirfærslu fasteignar ákvarðast eftir matsverði eins og það er skráð í fasteignaskrá þegar gjaldskylda stofnast.
                  b.      2. málsl. 11. mgr. falli brott.
     2.      Við 5. gr. bætist sex nýjar málsgreinar sem orðist svo:
             Þegar um er að ræða fyrstu kaup einstaklings á íbúðarhúsnæði greiðist hálft stimpilgjald af gjaldskyldu skjali.
             Skilyrði helmingsafsláttar af stimpilgjaldi skv. 3. mgr. eru eftirfarandi:
                  a.      Kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði.
                  b.      Kaupandi íbúðarhúsnæðis verði þinglýstur eigandi að a.m.k. helmingi þeirrar eignar sem keypt er.
             Séu kaupendur að íbúðarhúsnæði fleiri en einn skal hlutfall stimpilgjalds af hinu gjaldskylda skjali fara eftir eignarhlut þess kaupanda sem uppfyllir skilyrði 4. mgr., sbr. 3. mgr.
             Í þeim tilvikum þegar maki kaupanda eða sambúðaraðili hefur áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði skal réttur þess sem uppfyllir skilyrði helmingsafsláttar stimpilgjalds skv. 3. mgr. aldrei verða meiri en nemur helmingi af annars ákvörðuðu stimpilgjaldi hins gjaldskylda skjals.
             Sýslumaður skal við ákvörðun um helmingsafslátt stimpilgjalds skv. 3. mgr. kanna hvort skilyrði afsláttarins eru uppfyllt. Í því skyni er honum heimilt að óska eftir gögnum frá kaupanda en að jafnaði skulu eftirfarandi gögn liggja fyrir:
              a.      Staðfesting úr fasteignaskrá um að kaupandi hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði.
              b.      Staðfesting um hjúskaparstöðu kaupanda og hvort maki hans eða sambúðaraðili hefur áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði.
             Með íbúðarhúsnæði í 3.–7. mgr. er eingöngu átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota.
     3.      Við 7. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                     Gjalddagi vegna gjaldskylds skjals er þegar gjaldskylda stofnast, sbr. 1. mgr. 2. gr. Eindagi er tveimur mánuðum síðar.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                     Ef gjaldskylt skjal er afhent til þinglýsingar skal greiða stimpilgjald vegna þess.
     4.      Á eftir orðinu „Gjalddagi“ í fyrirsögn II. kafla komi: og eindagi.
     5.      Á eftir fyrri málslið 5. mgr. 12. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Lögaðila verður gerð refsing þó að ekki verði staðreynt hvor þessara aðila hafi átt í hlut.
     6.      Á eftir orðinu „greiðslukvittana“ í 14. gr. komi: fyrirkomulag afsláttar af stimpilgjaldi.