Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 229. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 332  —  229. mál.
Fyrirspurntil iðnaðar- og viðskiptaráðherra um nýfjárfestingar á Íslandi.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvað hafa stjórnvöld gert marga samninga um nýfjárfestingar á Íslandi byggða á lögum nr. 99/2010?
     2.      Eru einhverjir samningar um nýfjárfestingar fyrirhugaðir?
     3.      Hyggst ráðherra leggja til að gildistími áðurnefndra laga verði framlengdur? Ef ekki, hvaða fyrirkomulag verður á ívilnandi samningum um nýfjárfestingar á Íslandi?
     4.      Hafa stjórnvöld gert ívilnandi fjárfestingarsamninga við fyrirtæki vegna nýfjárfestinga á Íslandi sem ekki hafa fallið undir umrædd lög eftir að þau tóku gildi? Ef svo er, hvers vegna var ekki stuðst við lögin?


Skriflegt svar óskast.