Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 110. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 340  —  110. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995,
með síðari breytingum (eftirlit, verkaskipting, gjaldskrárheimild).

Frá atvinnuveganefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Baldur Erlingsson, Eggert Ólafsson og Ólaf Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.
    Í frumvarpinu er lagt til að innflutningur á efnum og hlutum bætist við upptalningu í 6. gr. laganna þar sem talin eru upp þau atriði sem Matvælastofnun hefur eftirlit með. Hugtakið efni og hlutir er skilgreint í 4. gr. laganna en þar undir heyra t.d. umbúðir, tækjabúnaður og efni sem geta komist í snertingu við matvæli.
    Í 2. gr. frumvarpsins er lagt til að heilbrigðisnefndir hafi eftirlit með framleiðslu og dreifingu efna og hluta sem er ætlað að vera í snertingu við matvæli en Matvælastofnun mun hafa eftirlit með innflutningi þessara vara svo sem fyrr greinir. Þá er í 2. gr. lagt til að þeir sem framleiða eða flytja inn efni og hluti sem er ætlað að vera í snertingu við matvæli skuli tilkynna heilbrigðisnefnd um þá starfsemi áður en hún hefst.
    Í 3. gr. frumvarpsins er lagt til að ákvæði 25. gr. laganna þar sem mælt fyrir um eftirlitsgjald matvælafyrirtækja, nái einnig til þeirra sem framleiða eða flytja inn efni og hluti sem er ætlað að vera í snertingu við matvæli.
    Kristján L. Möller var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 10. desember 2013.



Jón Gunnarsson,


form., frsm.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Haraldur Benediktsson.



Ásmundur Friðriksson.


Björt Ólafsdóttir.


Páll Jóhann Pálsson.



Þorsteinn Sæmundsson.


Þórunn Egilsdóttir.