Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 354  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (VigH, LínS, HarB, ValG, WÞÞ).


     1.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             2.15    Að selja óhentugar eða óhagkvæmar húseignir utanríkisþjónustunnar erlendis og verja hluta söluverðs til að kaupa eða leigja hentugra húsnæði.
             2.16    Að selja Sólheima 17, Reykjavík, og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á öðru hentugu húsnæði fyrir Barnahús.
             2.17    Að selja fasteignirnar Furulund 15H og Sunnuhlíð 12A, Akureyri, og ráðstafa andvirðinu til Végeirsstaðasjóðs Háskólans á Akureyri í samræmi við gjafaafsal.
             2.18    Að selja fasteignina Iðndali 2, Vogum.
             2.19    Að heimila Jarðasjóði að selja ábúanda ríkisjarðarinnar Nýjubúðar í Grundarfjarðarbæ eignarhlut ríkisins í íbúðarhúsi jarðarinnar.
     2.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             4.13    Að selja eða leigja landspildur ríkisins við Grindavík.
             4.14    Að heimila Jarðasjóði að selja eyðijörðina Hofstaði í Reykhólasveit.
             4.15    Að heimila Jarðasjóði að selja eigendum jarða á Skarðstorfu í Rangárþingi ytra land í eigu ríkisins á torfunni.
     3.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             6.14    Að taka á leigu viðbótarhúsnæði fyrir framhaldsskóla og háskóla í tengslum við sameiningar, breytingar eða hagræðingu á starfseminni.
             6.15    Að kaupa embættisbústað fyrir aðalræðismann Íslands í Nuuk á Grænlandi.
             6.16    Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir verknámsdeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
     4.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             7.8    Að afsala, í samráði við utanríkisráðuneyti, flugbrautakerfi, tengdu akbrautakerfi og flughlöðum á Keflavíkurflugvelli til Isavia ohf. enda verði þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands vegna varnar- og öryggismála tryggðar sem og varnar- og öryggishagsmunir landsins.
             7.9    Að heimila að endurgreiða virðisaukaskatt af sérhæfðum íþróttabúnaði fyrir fatlaða íþróttamenn.